Plógur - 01.01.1901, Blaðsíða 8

Plógur - 01.01.1901, Blaðsíða 8
hverjum þurrum stao. Þetta hefir þau áhrif á skaðlegu efnasamböndin, að þau verða áhriíálaus, að nokkuð af þeim skolast úr moldinni. Að öðru leyti verður og moldin betri til á- burðar, við það að liggja Jengi ofan- jarðar, áður en húti er brúkuð. 2. Hvaða jarðvegur er beztur fyr- ir jarðepli? (6 + 2). Svar: Sendinn og laus jarðveg- vegur er lang-beztur fyrir jarðepli. Jarðtegundir, sem eru votar og kald- ar, eru óhæíar fyrir þau I moldar- ríkri jörð, spretta oft jarðepli vel, en þau verða aldrei eins föst 1 sér og bragðgóð og úr sandjörð, ekki held- ur eins næringarmikil (mjölefnis- rík). Bezt er að velja kartöflugarðstæði 1 hallanda á móti sunnanátt, suð- austri eða suðvestri, en sízt á móti norðri, ef annars er kostur, Þó get- ur svo verið, að beair spretti í garði sem liggur við kuldaáttinni, en við hlýindaáttinni, ef eðliseiginleikar og frjósemi jarðvegsins er þar betri. — Um þetta verður nánar talað síðar í Plóg. Sólarhitansgætir ávallt meir í mold- inni, þegar jarðvegurinn liggur vel við sól, þegar hún er hæst á lofti. — Því mejr, sem jarðveginum hallar mót suðri, því heitari er hann oftast nær. En ekki er ráðlegt að matjurta- görðum halli mjög mikið, því þá er hætt við að illa spretti í efri enda á garðinum, sumpart af því, að þar verður garðurinn of þur í þurkatíð og sumpart af því, að áburðarefnin úr moldinni síast með vatninu, þegar rigningar eru, neðar í garðinum, og þá er hætt við, af ýmsum orsökum, að ekki komi öll kurl til grafar, að mikið af þessum áburðarefnum far* forgörðum úr garðmoldinni. 3. Hvaðamælikvarða ætti að leggj3 til grundvallar, þegar um íjárframlöfiT er að ræða, af opinberu fé til ýmsra framfara, ef vér viljum leggja til þeirra tiltölulega eins mikið og t. d. Danir? Svar: Sá mælikvarði, sem sum- ir hafa, að miða við, hve margar kr.. komi á mann er ónakvæmur. Talið' er, aðallar eigur t. d. Dana séu 3-4090 kr. a hvern mann, en allar eigur Is- lendingar verða tæplega 3—400 kr. á mann. — Eftir þessu hlutfalli,á efn- um Dana og Islendmga ættu íslend- ingarað leggja að eins einakr. á mann. þegar Danir leggja fram 10 kr. á mamv Þetta er sá einasti mælikvarði, sen> réttur er, þegar um gjaldþol manna er að ræða, gjaldþol ísl. á móts við' Dani, eða um hverja þjóð sem er að ræða. Annað mál er það, hvort vér Isl. getum komi/.t af með 1 kr. fjárframlög á mann til nytsamra fram- kvæmda, þegar Danir komast vel af með 10 kr. á mann.. Lftið munaði land- búnað vorn um ekki meiri fjárfram- I,ög. Því er ekki að leyna, að vér Isl. höfum ekki gjaldþol til þess að* leggja jafn margar krónur á mann til landbúnaðar, uppfræðslu o. s. frv. og" aðrai þjóöir. Við áramót þessi verður sá breyting á „Plóg", að hr. Hannes Þorsteinssoni ritstjóri verður kostnaðannaður hans,- þetta ár fyrir það fyrsta. En ritstjórtt og ábyrgð hefiegá blaðinu, eins og áð- ur. Hr. Hannesi Porsteinssyni á einnig að senda borgun fyrir 1. og 2. árgang blaðsins, sem óborgað er nú um nýár. Menn eru því beðnir að borga blaðio' hr. H. Þorsteinssyni, en ekki ritstjóra þess. Gjalddagi dþcssum nýbyrjaða ár- gangi er fyrir miðjan júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Pórólfsson. Prentaður í Glasgovv-prentsmiðjunni-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.