Plógur - 13.02.1901, Blaðsíða 1

Plógur - 13.02.1901, Blaðsíða 1
PLÓGUR LANBBUNABARBLAB „B6ndi er búst61pi.u „Bú er landsstólpi." III, árg. Reykjavík 13. febrúar igoi. J\B 2. Að rétta við landbúnaðinn. IX. Álnavara og óþarfur varningur {afengi, tóbak, glysvörur, kaffi og sykur) er árlega flutt inn í landið á fjórðu miljón króna eða um 53 krónur á hvert mannsbarn í land- inu. — Þetta er of þungur skatt- Ur, sem landsmenn leggja á sig sjálfir. Með engu öðru móti er hægt að stöðva aðflutning á óþörfum vörum en því, að leggja hærri toll á þær. Þeir sem kaupa þær eptir sem áður, eru mátuleg- ir til að greiða tollinn, sem varið er svo til nytsamra fyrirtækja. Tollur af áfengi, tóbaki, kaffi og sykri var 1896 og 97 yfir 800,000 kr. Og tollurinn eykst árl. en -ekki minnkar. Ef lagður yrði toll- Ur á alla álnavöru og tilbúinn fatn- að, sem flutt er inn, ekki minna en 15°/0 eða 15 kr. á hverjar loo kr. í þessum vörum, mundi tollurinn á hverju fjárhagstímabili nema um 300,000 kr. Fyrir þá upphæð mætti mikið gera fyrir landbúnaðinn. Ef 20°/0 tollur væri lagður á glysvarning (galanterivörur) mundi hann verða á fjárh.tímabilinu um 30,000 kr. Á osta og niðursoðinn mat ætti að leggja lo°/0, á smérlíki 20°/0 eða hér um bil 10 aura á hvert pd. og á kartöflur 10%. Hverjar yrðu afleiðingar af því að tolla þessar vörur, sem nefnd- ar hafa veriðf Fjöldi manna mun svara spurningunni á þá leið, að innflutningur þessara vörutegunda minnki. En aðrir að líkindum á þá leið, að þetta séu allt nauðsynleg- ar vörur, sem menn séu neyddir til að kaupa hve háu verði sem er, og sé því til þess að of þyngja fátæklingum o. s. frv. Frá mínu sjónarmiði á að hafa þetta tvcnnt fyrir augutn, þegar aðfluttar vör- ur eru tollaðar, annaðhvort vörur, sem eru þarflitlar eða vörur, sem hægt er að framleiða í sjálfu land- inu, að sporna við ofmikilli nautn óþarfans og að vernda v'órur, sem eru ýramleiddar í landinu, eða mundu verða frautleiddar, ef aðflutt- ar vörur ekki bægðu þeitn afmark- aðinum. Hvað aðflutning á álnavöru og fatnaði snertir, er það fulljóst, að hann dregur úr klæðagerð í land- inu. Væri útlendur fatnaður og álnavara mjög dýr, mundu klæða- verksmiðjur þrífast hér, og nógir

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.