Plógur - 13.02.1901, Blaðsíða 3

Plógur - 13.02.1901, Blaðsíða 3
II vel, þau mega ekki mylsna, því rykið eykur óværu í fénu, ekki mega þau fremur vera blaut, því skiljanlegt er, að fénu verði kalt, þegar því er beitt út í frost, ef það er vott á bringu og fótum. Viðvíkjandi gjöfurn mámargtsegjn. Heyin eru dýr og ríður því á að spara þau sem framast má, en aptur á móti er engu minna áríð- andi að hafa féð i góðu lagi; þá vill nú verða vandratað meðalhóf- ið. Því er nauðsynlegt að vikta féð, á, skulum við segja, mánaðar- fresti; eftir því má svo haga gjöf- um, hvernig féð helzt við. Ef marg- ir birtu svo skýrslur sínar um heyeyðslu, borna saman við þunga fjárins, þá yrði það mikill fróð- leikur og gæti orðið undirstaða undir ýmsar m kilvægar rannsókn- ir í búfræði vorri. II. „Kýrnar okkar eru kenjaskepn- ur“ sagði ein kona við mig; hún hirti sjálf kýrnar sínar og þekkti á þeim lagið. Þaðervíst um það, að kýrnar eru tilíinninganæmar, enda gefa þær mikinn auð í aðra hönd, ef vel er með þær farið og stöðugt hirt- ar með nákvæmni, en eru að öðr- um kosti oft og tíðum, ef ekki ómagar, þá að minnsta kosti arð- laus eign. Eg hef hirt kýr í mörg ár og hef reynt að taka eptir, hvað þeim hentar bezt, og eg skal játa það, að mér hefur fundizt vanda- verk að gera þeim til hæfis. Bezt hefur mér reynzt að vikta olan f þær daglega, svo gjöfin sé alla tíma jöfn. Sé taðan ekki söltuð að sumrinu mun líka áríðandi að „pækla" gjöfina, þær drekka meira og mjólka meira. Jafnhliða því, að viktað er ofan í þær, er bæði gagn og gaman að mæla úr þeim á hverju máli svo nákvæm skýrsla fáist yfir kostnað og afurðir. Vatn er bezt að kýrnar fái ný- sótt. en ekki fjós- eður innistaðið. Sumir álíta raunar, að kýr, sem hafa mikið tannakul drekki tæp- ast eptir þörfum af nýsóttu vatni, en slíkt er fjarstæða, það kemst upp í vana, og sé vel heitt í fjós- inu, sem er afar áríðandi, helzt nokkurn veginn jafn stöðugur 15 gráða hiti, ber ekkert á að þeim verði kalt. En í innistöðnu vatni geta ætið komið fyrir óhreinindi og óhollar bakteríur; vatn „sýgur í sig" alla „dampa“ eins og kunn- ugt er. Þá ríður og ekki minna á að hafa básana þurra og hreina, og bursta kýrnar daglega. Því meira hreinlæti því meira smjör og mjólk. III. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hrossin okkar fá stöðugt að „berja gaddinn" og er það þó hið mesta tjón opt og einatt. Sum „falla", önnur verða ónýt til brúkunar. Það er gamalt mál, að húsið sé á við hálfa gjöf, enda ætti ekki að þurfa mikla dómgreind til að skilja það, að notalegra er

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.