Plógur - 13.02.1901, Blaðsíða 5

Plógur - 13.02.1901, Blaðsíða 5
13 is eru húsin hollari, ef þau eru rúmgóð og allt þetta sparar ykk- ur fóður ásamt mörgu fleiru, sem hér verður ekki talað um. Sigið ekki hundunum á skepnurnar; það Veikir þær, að hlaupa undir spreng dauðhræddar. Berjið þær aldrei. Klappið hestunum, þegar þeir eru kargir. Það dugar opt betur en svipuhöggin Það er með því ljót- ara, sem eg sé, að sjá bæði ölv- aða og algáða menn fara af baki, þegar þeir ekki koma hestunum áfram yfir einhverja torfæru, og lemja þá með svipuskaptinu eða svipuólinni framan í. Hættið þeirn gamla sið, að hnýta hverjum hestinum aptan í annan, þegar borið er á þeim. Það er meiri þvingun en margur hygg- ur fyrir klyíjaðan hest að draga aptan í =ér latgenga hesta, sem eru slæmir í taumi, sem eru allt af að rykkja og slíta sig aptan úr. Það reynir hestana um of. Þó þetta sé orðinn gamall vani, og þér haf- ið aldrei heyrt talað neitt í þá átt, að þetta væri ill meðferð, þá er það þó .engu að síður. Rekið þ»ví hestana, þar sem það er hægt vegarins vegna. Bregðið heldur, ef á liggur, taumunum yfir klyf- berabogann, en hnýtið honum ekki í taglið á hestinum. Hestar venj- •ast fljótt við að rekast, en bezt •er að venja þá strax við það, um leið og þeir eru tamdir. Það er yður sjálfum fyrir beztu, engu s(ð- oir en hesta-aumingjunum, að reka þá, því þá fer betur á þeim; þeir meiðast síður, þreytast ekki eins fljótt og endast því betur. Látið ekki stráka þvæla hestunum til og frá, þegar þeir eru þreyttir. Bindið þá ekki á meðan þið stand- ið við á bæjunum, skiljið heldur hestana eptir, þar sem þeir fá að bíta fyrir utan túnin. — Ríðið hestunum gætilega, hægast að morgninum, á meðan þeir eru full- ir eptir nóttina og stirðir. Hvílið- þá við og við, þar sem grasblett- ir eru og vatn. Hafið hesta ykk- ar allt af járnaða, svo þeir verði ekki sárfættir. Sömuleiðis að vetr- inum skaflajárnaða, svo þeir geti betur leitað sér bjargar úti, því járnalausir eða þá flatjárnaðir geta þeir opt lítið komizt fyrir hálku, og detta þeir opt óþægilega á svell- unum. Ætlið ekki hestunum ein- tóma útibeit, því það er hvergi svo góð útibeit til, að hún sé ein- hlít. Það er ókristileg meðferð á hestum að hafa hvorki fyrir þá hey eða hús, láta þá eiga sig með öllu að vetrinum, en þrælbrúka þá svo að sumrinu, að þeir geti naum- ast komizt í viðunanleg hold. Það er siðferðisleg skylda hvers manns, sem sér farið illa með skepn- ur, að kæra það fyrir viðkomandi yfirvaldi, Því við eigum til lög, sem fyrirskipa hegningu fyrir illa meðferð á skepnum, þótt þeim sé sjaldan beitt. Dragið því hvern þann mann fyrir lög og dóm, sem gerir sig sekan í illri meðferð á

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.