Plógur - 13.02.1901, Blaðsíða 7

Plógur - 13.02.1901, Blaðsíða 7
15 Um flagsléttur í x. árg. Andvara bls. 160 (1874): „Mín eigin reynsla er, að flagslétt- tir eru eins fljótar til að spretta og þaksléttur, að öllu samtöldu og þar hjá endast þær lengur til grasvaxtar. Eg hefi þekkt eina flagsléttu, og var hún tvíslegin á 3. sumri. Fyrsta sum- arið sáði eg í hana höfrum til fóðurs og voru þeir tvíslegnir; grasið 3 feta fiátt. Einnig væri gott að sá mat- jurturn í flagið 1—2 ár eða jafnvel lengur, og láta svo flagið eða rnáske réttara sagt akurinn gróa upp af sjálfu sér“. Bendingar. (Eptir eigin reynslu nokkurra bænda). 1. Ætlð ættu kýr að geta náð til vatns á veturna, þá mjólka þær betur. 2. Meira smjör fæst úr mjólkinni, þeg- ar kýrnar fá græna töðu en orn- aða. 3. Kýr mjólka betur af lækjarvatni en brunnvatni. 4- Ekki ættu kýr að ganga lengi úti fram eptir haustinu, því þá mjólka þær minna að vetrinum. 5- Það vex í kúrn, þegar þær fá blaut og óskernmd bein (fiskbein), en úldin og skemmd bein eru óholl öllum skepnum. ■6. Agætt meðal við sótt eða hlessu á sauðfé og kúm er álúnsvatn, sem sé dálítill álúnsrooli á stærð við syk- urmola ieystur upp í nálægt V3—V“ parti úr pela af volgu vatni; ef ekki dugar 1 fyrsta skipti þá að endurtaka inngjöfina;meirahanda kúm. 7. Varast skulu menn að láta bringu- skóf setjast á sauðfé, sem beitt er, þvl ef kuldar ganga, þá verður því miklu kaldara, og það hefur í för með sér fóðureyðslu, sömuleiðis að láta inylsnamikið í húsunum, því þá koma óþrif í féð, verður því að bera þurt (atrak, salla o. s. frv.) undir kindurnar, þegar þær bleyta en snjó eða vatn, þegar mylsnar hjá þeim. (Frh.). Ciríkur á Völlum. Motto: Það skeði í fyrra, það skeði í ár. Eiríkur á Völlum hafði búið góðu sveitabúi í full 22 ár, þegar hann einn rigningardag tók sér penna í hönd til þess að reikna út, hvort hann væri að græða eða tapa á búinu, í fyrsta skipti öll hans búskaparár. Enginn gróði, varð niðurstaðan hjá Eiríki. Hjúin voru of dýr, kaffieyðslan meiri en matvörukaupin. Og þar við bættist sú óþolandi tilhugsun hjá honum, að allir græddu á sér, sveitasjóður 50 kr. árl., landsjóður, kirkjan og presturinn 40—-50 kr. og þá ekki sízt vinnu- og kaupahjúin. Eiríkur gamli strengdi þess heit, að upp frá þessu skyldi ekki lengur þessar blóðsugur lifa á sér.— Hvað átti hann til bragðs að taka.— Fara til Amerlku eða til höfuðstaðar- ins. -Til Amerfkuvildi hann,en kon- an aftók það mcð öllu.— En í höfuð- staðinn hafði hana um mörg ár lang- að ósegjanlega mikið; að búa þar í timburhúsi við fjölfarna götu var ein- hver sælasta tilhugsun hennar— já, til borgarinnar:" „þar sem enginn þarf að vinna en verða ríkir samt, og af virð- ingu og auðæfum allir hafa jafnt". Eiríkur gamli hafði aldrei lagt þungt erviði á sig í búskapnum, að eins lit- ið eftir vinnunni og búinu, og það fórst honum mæta vel. 1 seinni tíð hafðihann stöðugarheimsókmraf prest- urn og heldri bændum og heimsótti þá llka til að ræða urn sveitamál, hér-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.