Plógur - 13.02.1901, Blaðsíða 8

Plógur - 13.02.1901, Blaðsíða 8
i6 aðsmál og valtýsku, sem varhansóska- barn, því það hafði hann einhvers- staðar séð á svörtu og hvltu, að með ráðgjafanum kæmu nógir peningar í landið og hann gæti bætt úr flestu, sem þjóðina vantaði, jafnvel kennt bændum að búa o. s, frv. Hann kunni líka utan bókar ráðgjafa-„katekismus- inn",spjaldanna á milli.En 1 sinu gamla spurningakveri kunni hannaðeins eina spurningu:,, Iðjulausir húsgangsmenn og betlarar eiga ekki að fá ölmusu“ Hitt allt, sem hann hafði lært 1 kver- inu fyrir 40 árum, var fallið í gleymsku. Eiríkur seldi bú sitt á næsta vori, eptir það hann athugaði „status“ búsins. Nú er hann búinn að dvelja í höf- uðborginni í 7 mánuði og eyða x/6 af eigum sfnum. Eptir því endast þær í 35 mánuði frá þessum tíma. Þetta er nú Eiríkur karlinn búinn að reikna út, og er því sáróánægður yfir þvf, að hafa rifið sig upp frá búi sínu, sem hann að líkindum hefði haldið við, enda þótt aðrir hefðu hag á því. Hann er hættur að hugsa um pólitík, sveita- og héraðsmál og unir því illa að hafa ekkert að hugsa um. Nú er honum farið að skiljast, að engin ástæða sé að kvarta um, að aðrir græði á sér, ef hann sjálfur um leið hefur hag af því. — En sagt er, að fleiri bændur en Eiríkur frá Vöflum, gangi með þessa flugu í kollinum, að aðrir græði á sér og sé því snjall- ast að hætta að „hokra“. Skrifað á Kyndilmessu. Rangvellingur. Gömul heilræði. Að flytja opt bú, og flytja opt tré, sá eg sjaldan verða fyrir þrifuro. Ef þú vilt, að erindi þfnu verði vel lokið, þá farðu sjálfur, en ef þú hirðir ekki um það þá sendu annan. Augu húsbóndans gera meira en hendur hans báðar. Haf gát á hjúum þínum, annars færðu þeim lyklana að peninga hirzlti þinm. I kaupskap þessarar veraldar á van- trúin að bjarga þér, en ekki trúin. Margur „flosnar upp“ í búskapnum, af því hann gleymir skyldum sínum vegna flöskunnar. Varaðu þig á smákostnaði. Lítill leki sökkur stóru skipi. Hærri er bóndi uppréttur en höfð- ingi á knjám. Sá sem hefur hégómadýrðina til niiðdegisverðar, hann verður að láta sér nægja fyrirlitningu í kveldmat. Skuldviss maður á ráð á hvers manns- pyngju. _________________ Sanna farsæld má einungis ávinna sér með því, að vera fastheldinn við1 dygðina og eiga vitnisbUrð góðrar samvizku. (Benjamín Franklín.). Sá sem sóar heilsu sinni er verstur allra óspilunarmanna. (Horace Mann). Haltu þér fast við þína atvinnu, vertu allur þar sem þá ert. (Rothschild). Hjálpaðu þér sjálfur. — Bústu aldrei við hjálp frá öðrum. — Hjálp sjálfra vor styrkir, en hjálp frá öðrum veikir. (William Mathews). Heimurinn er vor bezti kennari. Hann veitir oss reynslu-þroska og kennir oss að treysta á eigin krafta og kenna oss sjálfir. (W. M.). Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Þórólfsson. prentaður f Glasgow-prentsmiðjunni.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.