Plógur - 17.03.1901, Side 1

Plógur - 17.03.1901, Side 1
p 1ANDBUS ABARBLAB „Bóndi er bÚ8tftlpi.u „Bú er Iand88t61pi.“ III. árg. Reykjavík 17. marz igoi. M 3. Sundurlausar setningar. IV. (Niðurl.). Hundarnir okkar ís- lendinga eru ef til vill þörfustu dýr- in okkar, saman borið við verðhæð- ina, en þeir eru líka þau dýrin, sem minnst rækt er lögð við að venja. Aður, meðan hundaskatt- urinn ekki var kominn á, voru hundar óþarflega margir, en nú er því óvíðast til að dreifa — en það, að þeir séu fákunnandi og lélegir vill brenna við enn þá. Það ætti þó að vera áhugamál allra þeirra, sem landbúnað stunda, að hafa sem bezta hunda. Góðir, vel vandir hundar spara mönnum margt ómak- ið, en illá eða óvandir hundar auka Uiönnum aptur á móti margt ó- rnak. Mundi ekki tilvinnandi að átvega velvanda, skozka fjárhunda til kynbóta. Eg fyrir mitt leyti efast ekki um, að það mundi marg- borga sig innan lítils tíma. Fyrst ynnist það, að fá góða blöndun í hynið og í öðru lagi mætti venja hunda með þeim og þannig út- breiða „góða hunda“. V. Eg hef margsinnis veitt því ept- •ttekt, að slétturnar í túnum okk- ar „þýfna" eptir nokkur ár. Ogmér hefur sárnað það, af því bæðieru þær of dýrar til þess, og svo er hætt við, að menn leggi árar í bát, þegar menn sjá verk sin eyðileggjast inn- an fárra ára, og hver villkasta steini á menn fyrir það. Mig hefur lengi langað til að vita ástæðuna, ef mögulegt væri að gera við þvf og eg held, að eg hafi nú komizt að því. í sumar kom eg að bæ, þar sem eg var kunnugur sem drengur, eg mundi svo ofboð vel eptir kúptu beðunum, eptir einhvern búfræðing- inn og mig langaði til að sjá nýju slétturnar eptir hina búfræðingana, því eg hafði heyrt, að búið væri að slétta megnið af túninu. En það var ekki sjón að sjá. Þær höfðu eptir „nýjustu tízku" verið gerðar ókúptar með fetbreiðum og hálfs- fets djúpum skurðum á milli. Nú voru skurðirnir sígnir saman og slétturnar orðnar að mörgum smá- um, kringlóttum og lágum þúfna- kollum með vatnsköldum, graslaus- um dældum á milli, en gömlu kúptu slétturnar voru jafnsléttar og fall- legar sem fyrrum. Af þessu datt mér í hug: Flest tún eru meira og tninna raklend og þurfa því dug-

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.