Plógur - 17.03.1901, Blaðsíða 2

Plógur - 17.03.1901, Blaðsíða 2
i8 lega framræslu til að þurkast upp. Sumstaðar er tæpast hægt að koma henni við. En alstaðar ættu slétt- ur að vera kúptar, þá sígur rak- inn til lautanna á milli, svo sléttan heldur sér betur. Hvað segir „Plóg- ur“ um þetta t VI. Það eru mörg ár síðan að áhugi vaknaði á því, að girða túnin, enda sjást glögg merkin; mörg tún hafa að meiru eða minna verið af- girt með vörzluskurðum og görð- um. En hvernig fara þessir garð- ar? Víðast munu þeir hrynja ept- ir nokkur ár og eru úr því að eins þegjandi, en þó hátthrópandi vott- ur um öfuga aðferð og þar afleið- andi skaðlegar afleiðingar. Vana- legast er að stinga skurð og hlaða garðinn upp úr grasrótinni, sem upp úr skurðinum kemur, bak við garðinn er svo hrúgað leðj- unni, sem mokað er upp úr til að dýpka skurðinn og svo þykir garð- urinn alger. En eptir fá ár er vatn það, sem annað hvort rennur um skurðinn, eða stendur kyrt í honum, búið að eta nndan bakkanum, svo garður- inn, sem hefur lítinn binding í sér hrynur með pörtum ofan í skurð- inn. Vatn það, sem safnast fyrir innan um leðjuna, sem hrúgað er innan við, hjálpar líka drjúgum til að sprengja hann. Þetta getur haft undantekningar, þar sem jarð- vegur er mjög rætinn — en því miður mun það of almennt. Þetta er aíar skaðlegt. Fyrst er núþað, að gagnið af verkinu tapast alger- lega. Allir þeir mörgu peningar, sem eytt hefur verið, þeir eru fé til ónýtis eytt. En þó er hitt verra, að það lamar algerlega starfsvilja flestra; fæstir munu hafa svo mik- inn viljákrapt, að þeir yrki upp á nýjan stofn — geta það oft held- ur ekki, fé þeirra liggur grafið í hinum hrundu görðum. En hver eru ráðin ? Hvernig má sporna við áhrifum náttúrunnar? munu menn spyrja. Það er langt frá, að eg ætli mér þá dul að svara því, en á það vildi eg benda, og bera það undir alit búfróðra manna, hvort ekki mundi heppilegra að breyta til með byggingu garða, og haga henni þannig að hata enga skurði, nema þá langt frá þeim, ef ætti að þurka upp, en hlaða garð- ana upp frá grunni eins og vegg, úr streng og hnausum, og binda þá vel, hafa þá helzt tvíhlaðna og þekja þá svo að ofan, eða ef þeir eru einhiaðnir, þa að þekja þá vel að innan og ofan, svo vatn nái ekkl að renna ofan í þá og sprengja þá. Hvernig iízt „Plóg“ á að hafa það þannig? Auðvitað yrðu þeit að mun dýrari, en eg hygg að það margborgaðisig íendingunni. Grjót- garðar eru auðvitað æskilegir, þaf sem þeim verður við komið. Vírgþrðingar verða tæpast, þrátt fyrir kosti sína, almennar nú fyrst um sinn vegna þess, að þær kosta útborinn eyri, torf- og grjótgarð- ar fremur vinnu, og hanaeigabænð' ur hægra með að inna af hendií

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.