Plógur - 17.03.1901, Blaðsíða 4

Plógur - 17.03.1901, Blaðsíða 4
20 sæði í ekruna eptir þessu verði 65 cent, þá eptir $ 545, ogsvo skyldi enn taka V4 af þessu til að gera ekrustærðina jafna við dagsláttu, þá verða eptir rúmar $ 4. Hér sést það ef ætti að stinga upp jörðina með spaða fyrir hveitirækt- ina, þá yrði lítið úr henni, enda væri þá hveiti dýrara. Þetta er greinilegt dæmi upp á, hvað jarð- yrkjuverkfæri þýða, þar sem Ame- ríkubóndinn getur grætt á hveiti- rækt, en hinn ekki haldizt við fyr- ir það, að ekki er stækkað og bætt túnið; en hvað verður gert í því landi, þar sem flestir eru leigulið- ar, en jarðeigendur gefa ekkert til að jarðirnar séu bættar? * Atks. Þessi samanburður er þess verður að vera lesinn af sem flest- um, einkum þeim, sem trúa öllu agentaskruminu frá Ameríku um frjósemi hennar o. s. frv. Hér um bil 1 5 kr. verðurbrúttó ágóði af dagsláttu allri í Ameríku ræktuðum hveiti. En brúttó-ágóði af dagsláttunnihér heima,sem rækt- uð cr grasi er í það minnsta 60 —70 kr. Af vel ræktuðum slétt- um fæst meira. Akrarnir í Ame- rfku eru auðvitað vel ræktaðír, ekki hálfræktaðir eins og túnin flest hér heima, sem þola þó prýðisvel samanburð við velræktuðu akrana þar. Það er því með þessu sann- að, að hveitiræktin í „Paradís“ (Ameríku) þolir engan samanburð við grasræktina hjá oss. —Hvern- jg lízt ykkur nú á það bændur góðir, 'að hætta við grasræktina hér heima og kosta allri ykkar al- eigu til að komast til Ameriku til þess að rækta þar hveiti. En reynslan er ólýgnust munu nú menn segja; hún hefur sýnt, að bændur í Ameríku geta lifað bærilega, enda þótt hveitiræktin sé ekki arðmeiri en þetta. saman- borið við töðuræktina hjá oss. — og að bændur hér eiga nú fullt í fangi með að hafa í sig og á, þrátt fyrir það, þótt hægt sé að sýna, að grasræktin sé ábatasöm eða jafnvel ábatameiri en korn- og hveitirækt er í nokkru landi. Þetta er þess vert að sé athugað. í þessu blaði er ekki rúm til þess að reyna að gera grein fyrir þessu. En Plógur hefur í hyggju aðminn- ast á þetta í vor. Samanburður þessi er eptir greindan og efnaðan bónda í Ame- ríku frá N. Dak. Hann er viður- kenndur þar, sem skilorður og á- reiðanlegur maður. Ritstj. Sáðsléttunmá heita óþekkt hér á landi. Engar verulegar tilraunir hafa verið gerðar til þess að slétta og rækta túnin með grasfræsáningu, eins og tíðkast í öðrum löndum. Grasrækt vor tekur þó aldrei verulegum fram- förum, fyr en þýfið er farið úr túnun- um og jarðvegurinn plægður öðru hvoru og grasfræi sáð af þeim beztu fóðurgrösum, sem kostur er á. Eg hef llka þá von, og eg er sannfærður um, að minnsta kosti önnur kynslóð þessarar nýbyrjuðu aldar gerir sig ekki

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.