Plógur - 17.03.1901, Blaðsíða 6

Plógur - 17.03.1901, Blaðsíða 6
22 fóðurs jafnvel í mögrum og illa muld tim jaiðvegi — eg hef reynslu fyrir því. Hafragrasið og bygg-grasið er slegið, áður en axið myndast. Opt má tvíslá hafra. Grasið er svo verkað -sem annað heygras. Næsta haust á eptir er jörðin plægð og vorið eptir herfað og sáð í hana, annaðhvort róf- um eða kartöflum, eptir því sem jarð- vegur er, eða þá höfrum eða byggi. Ef byggi er sáð, er hægt að sjá það um Jónsmessuleytið, hvort líkindi eru til að korn geti þroskazt á bygginu og er þá ekki slegið til fóðurs. I góðum sumrum þroskast bygg hér, þar sem jörð er góð. Að haustinu er enn plægt og svo heifað og undirbúið undir gras- sáningu að vorinu og er þá rúmlega 2Va ár liðið frá því grasrótin fyrst var plægð. Fyr er hún ekki orðin vel fú- in og moldin hæf fyrir sáðgrös. A hverju vori er borinn á burður í sáð- landið um leið og herfað er. I mörg ár vaxa svo grösin vpp af rótinni, þvl þau eru, það sem kallað er margfrjó, eða margra ára jurtir. Þegar svo jörð- in er farin að festast og grösin hætt að spretta eins vel og fyrst, er jörðin plægð upp og farið að eins og áður. Þetta er kallað sáðskipti. Ef túnin hafa djúpan og þéttan jarðveg, er þörf á að lokræsa þau fyrst, að minnsta kosti ef útlent fræ er not- að, en ekki innl. Eptir nokkurn tíma yrðu útlendu grösin „landvön", löguðu sig eptir loptslagi og jarðvegi; — allar jurtir hafa meira eða minna eðli til þess. ___________ Um lcartöflurælct. (Eptir Daníel Hjáhnssoni). Þótt eg viðurkenni, að landsmenn skorti síztræður ogrit um margt sér til leiðbeiningar, get eg þó ekki orða bundizt, er eg ltugsa til garð- ræktarinnar, hvað hún er ófullkom- in, og öfug við það, sem hún gæti' verið, eins þýðingarmikil atvinnii" grein, og hún mætti vera. Þegar þess er gætt-, að land vort er ekki kornræktarland, er þörfin auðsæ á garðræktinni. Tfl þess að fæðan sé hæfilega blönduð1 og holl, þarfhæfilega mikið afnær- ingarefnum úr jurtaríkinu á móti næringarefnum úr dýraríkinu. Eu nú eru matvörukaupin útdráttar- söm fyrir landsmenn. En hins veg- ar hefur margra ára reynsla sýnt, að matjurtaræktin gefur víða mik- ið af sér í flestum árum, sé hún stunduð með alúð og þekkingu- Og það er víst, að matjurtarækt- in getur komið að miklu leyt* í staðinn fyrir kornyrkju, því kart- öflurnar eru auðugar af mjölefnii eins og korntegundirnar. í hér ufl bil 3 ® af kartöflum, er eins mik- ið mjölefni og í I 'S? af rúg og byggi. En auk þess, sem hvef bóndi ætti að geta framleitt svo inikið af kartöflum, að takmarkn mætti matvörukaupin til helminga, frá því sem nu er, geta bænduf átt vísan markað fyrir þesskonar vöru í kaupstöðunum, að minnsta- kosti þeir, sein búa nálægt kaup- stöðum. Kaupstaðarbúar kaupa árlega kartöflur frá öðrum lönduin fyrir hér um bil 20 þúsundir kr- Þessir peningar ættu aðgangainn í landið, en ekki út úr því. Það sem fyrst er að athuga, þeg'

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.