Plógur - 17.03.1901, Blaðsíða 8

Plógur - 17.03.1901, Blaðsíða 8
24 bera í þau mold, salla o. s. frv., því fyrst og fremst líður hestunum þá miklu betur og í öðru lagi eykst áburðurinn að mun. 10. Ætíð skyldi mjólka ær sem hýstar eru, áður en þær eru látnarút,því ef ánum er hleypt út, um leið og þær standa upp, þá tapast mikill áburður sem sé þvagið, því á nóttunni liggja ærnar, en þegar þær standa upp, og rjátl kemur á þær, þá pissa þær hver sem betur getur (í húsið ef rót kemst á þær inni, en annars út um hagana og fer þá þvag- iðtil ónýtis),en vitanlega verð- ur að bera þurt (mold o. s. frv.) í húsin, því annars verða ærnar skitnar, óþokkalegt í húsunum og ennfremur tapast mikill áburður,því moldin verð- ur frægasti áburður, þegar hún treðst innanum taðið. 11. Ekki ætti að láta hrossatað standa lengi í haugum, því þá brenna þeir og við það fara ýms þarfleg áburarðefni úr taðinu. 12. Hey léttist meira í hlöðum en tóptum. 13. Gott er að þekja hey í hlöð- um, ef því verður við komið, því þá léttist það síður. 14. Sauðskinn eru talin haldverri síðan farið var að baða (hér er mestmegnis baðað úr kar- bólssýru). Búfræðingafundur. Samkvæmt tillögu og í umboði 1. búfræðingafundarins í Reykja- vík 29. og 30. júní 1899, leyfi eg mér hér með að boða 2. almenn- an búfrœðingafund í R.vík hinn 29. júní nœstkomandi kl. 8. f. h., (fundarhús síðar auglýst), til að’ koma fram með tillögur um og ræða mál, er landbúnað sérstak- lega varða. Gröf, 12. jan. 1901. Björn Bjarnarson. EINS og áður hefur verið aug- lýst, á öðrum stað, eiga allir kaup- endur »Plógs« að greiða andvirði þessa yfirstandandi 3. árgangs til mín, sömuleiðis þeir, sem skulda fyrir 1. og 2. árg blaðsins. Gjald- dagi fyrir midjan júlí. Allar pant- anir á blaðinu og annað útsend- ingu þess áhrærandi á að sendast til mín. Af því að ýmsir hafa viljað fá 1. og 2. árg. Slaðsins keypta, aug- lýsist hér með, að borgun fyrir þessa árganga verður að fylgja pöntuninni'. 1 kr. 25 a. fyrir 1. árg. og 1 króna fyrir 2. árgang, Ann- ars verður pöntunum þessum ekki sinnt, með því að upplag þessara árganga er nær þrotið. — Þeir sem selja 5 eintök eða fleiri af 3. árg. fá 20°/o í sölulaun, en af 4 eint. eða færri reiknast engin sölu- laun. Rvík 13. apríl 1901. Hannes Þorsteinsson, Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Þóróifsson. prentaður í Glasgow-prentsmiðjunni.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.