Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 6

Plógur - 23.05.1901, Blaðsíða 6
30 unnið að því, þá lítið er að gera að öðru, að vetrinum, sérstaklega við sjávarsíðuna, en í girðinni ligg- ur mestur kostnaður við jarðepla- ræktina. Að endingu vil egminnastá, að mjög líklegt þykir mér að hið tilvonandi landbúnaðarþing, láti sig þetta einhverju skipta með fleiru; væri óskandi að garðyrkju- maður landbúnaðarfélagsins væri látinnathuga, hvar tiltækilegast væri að búa út jarðeplaakra, og með hvaða fyrirkomulagi honum virðist það heppilegast, og kann hann að sjá marga vegi, sem nú eruívan- þekkingu huldir. Skal eg svo hnýta því hér apt- an við, að mér finnst þingið gæti verndað jarðeplaræktina með tolli á innfluttum jarðeplum; egget ekki séð það neitt hættulegt. Athugasemdir. Hinn heiðraði höfundur, sem skrif- aði smápistlana: „Sundurlausar setn- ingar" í 2. og 3. nr. Plógs, óskar á- lits blaðsins á þeim. Margar góðar bendingar eru í þess- um sundurlausu setningum höf., en sumt erekki alveg rétt, eðaað minnsta kosti veitir ekki af athugasemdum við ýms atriði. Höfundur bendir á, að kalt, nýtt vatn sé betra handa mjólkurkúm, en fjósstaðið vatn. Þetta er nokkuð vafa- samt. Ef kálfarnir eru strax vandir við kalt vatn, er engin hætta á, að hafa vatnið kalt. En við því er að gera sem venjulegt er, sem sé að kúm er gefið fjósstaðið vatn, að meiru eða minna leyti, og er það þá ekki heppi- legt að hætta við það og fara að gefa kúnum kalt vatn, sem þær eru ó- vanar. Höf. heldur því fram, að fjósstaðið vatn sé óhollt af bakteríum og óholl- um reikulum efnurn (dömpum) sem það dragi til sín. Ekki geri eg þetta að stóru númeri, sé hreinlega farið með vatnsílátið og skipt um vatn daglega, sem sjálfsagt er. Þegar eg mæli fram með fjós- stöðnu vatni, á eg ekki við margra daga fúlt vatn í óþrifakirnum, heldur vatn, sem látið er t. d. að morgni dags í ílát til kveldsins, til þess að taka úr vatninu mesta kuldann. Og víst er um það, að t frostum að vetrinum drekka kýr lítið af klakavatni. Og það er gömul reynsla fyrir þvt, að et vatnið, sem kýrnar eiga að drekka er að einhverju le/ti svo, að þær ekkí hafa lyst X því, þá geldast kýrnar. Alitið er að gott sé að gefa kúm salt, meðfram til þess, að þær drekki þess meira, og þykjast menn hafa veitt því “ptirtekt, að þá mjólki þær betur. Af þessari sömu ástæðu vilja menn taka kaldakulið úr vatninu, því þá drekka þær meir, en sé það lskalt. A öðrum stað segir höf., að ekki sé ráðlegt að láta mikinn „skít“ safnast undir hrossin, því það hafi af hross- unum og geri þau auk þess fótaveik. Það er satt, að séu hrossin látin standa í bleytu daglega, þá þrífast þau ver en ella. En það þarf alls ekki að vera bleyta í húsunum, þótt ekki sé daglega mokað undan þeim. Hrossataðið geymist bezt undir þeim en til þess áð ekki tapist þvagið og loptleg efnasambönd, þarf að bera undir þau moðsalla eða einhver þess- konar efni.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.