Plógur - 25.05.1901, Síða 1

Plógur - 25.05.1901, Síða 1
PLÓGUR LANDBUÍÍABARBLAÐ „E6ndi er búst61pi.u „Bú er Iands8t61pi.“ III. árg. Vatnið í iarðveginum. Það er víst óhætt að fullyrða það, að enginn sá búandi maður sé til á landi voru, sem ekki hafi meiri eða minni meðvitund um, að ofmikið vatn í jörðinni sé jurta- gróðrinum skaðlegt, og sé því víða ómaksins vert að þurka jörðina. Ymist hafa bændur lesið um þetta í ýmsum búnaðarhugvekjum, eða þá sjálfir þreifað á því dags daglega. Því hver bóndi, með meðalskynsemi, hlýtur einhvern tíma að hafa ósjálfratt, ef ekki sjálf- rátt, veitt vatninu í jarðveginum eptirtekt og séð skaðleg og gagn- leg áhrif þess Til þess þarf enga jarðvegsfræðislega þekkingu, að eins heilbrigða hugsun. Forfeð- * ur vorir voru engir bókamenn, þekktu ekkert í lögum náttúrunn- ar annað en þnð, sem daglcga bar fyrir augu þeirra. En þcir veittu þó ýmsu eptirtekt, sem varð þeim að notum í lífsbaráttunni. Þeir sáu t. d., að túnin þurftu með á- burð, án þess þó að þeir gætu gert sér grein fyrir því af hverju það stafaði. Þeir sáu, að jurtirnar spruttu betur, þegar völlurinn var Vel taddur en ótaddur. Að jurt- Æ 5. irnar væru með nokkurskonar lífi, með líffærum, og þyrftu að nærast eins og dýrin, hefur þeim að lt'k- indum fæstum dottið í hug. For- feður vorir tóku einnig eptir því, að þar óx meira og betra gras, sem ár og lækir flóðu opt yfir. Þetta leiddi þá til þess, að stunda vatnsveitingar. Grímur kögur keypti læk tiláveizlu afLjóti hinum spaka á Ingjaldshóli fyrir 20 hundruð (mikið á annað þús. kr.). Enn þann dag í dag veit marg- ur búmaðurinn lítið meira um lög nattúrunnar, en forfeður vorir, fyr- ir 900—1000 árum vissu um þau atriði. Menn sja, að þetta eða hitt er svo og svo, en af hvciju það er, eða réttara sagt eptir hvaða náttúrulögum það gengur svo til, vita menn oflítið. Og eg skal bæta því við, að enginn veit það út í æsar, og sumt er að eins skyn- samlega rökstuddar getgátur og annað ekki. Eptir hvaða lögum t. d. vatnið í jarðveginum hagar sér, vita menn nti orðið mikið (þ. e. a. s. „fag- menn") og einnig hver áhrif það hefur á jurtalífið o. s. frv. Mín meining er ekki með þessum fáu línum, að tala um þetta frá vís- Reykjavík 25. maí 1901.

x

Plógur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.