Plógur - 18.08.1901, Side 1

Plógur - 18.08.1901, Side 1
* LANDBUNAÐARBLAÐ „Bóndi er búst61pi.“ „Bú er land88tólpi.w III. árg. Reykjavík i8. ágúst iqoi. M 7. Að rétta við landbúnaðinn. XI. Samkeppnin milli landbimaðar og sjavarútvegs o. jl. Eins og flestum mun ljóst er landbúnaðurinn og sjávarútvegur- inn aðal bjargræðisvegur lands- manna. Allir hljóta því að leggj- ast á eitt að hlynna að þeim báð- um. En jafnframt verður að hafa það hugfast, að þeir skaði hvor- ugur annan, að framför annars sé ekki á hins kostnað. Samkeppn- in milli þessara atvinnuvega er orð- inn býsna mikil, og það er full á- stæða til að veita slíku, alvarlegt athygli. Eg skal taka það fram, að eg ann framförum þilskipaútveg- arins, svo framarlega sem framfar- ir hans eru ekki landbúnaðinum til skaða. En það er einmitt það, sem nú er að verða. — En þetta þarf ekki að vera, og á ekki að Vera, og mun eg rökfæra það síð- ar. Hér er um 2 þýðingarmikla at- vinnuvegi að ræða, og verður því að líta á þá báða hlutdrægnis- laust. — En eitt er víst, eins og 2 og 2 eru 4, að landbúnaðurinn er og hefur alltaf verið landsins að- al atvinnuvegur. Hann verður að vera það, ella er úti um okk- ur, sem þjóð. — Þjóðerni vort stendur og fellur með honurn, og sönn siðmenning getur ekki átt sér stað nema í skjóli hans; að því skal færð rök síðnr. Hr.Jón Olafsson fyrv ritstjóri, sagði það hátt og snjallt 2. ágúst í sumar, á þjóðhátíð Reykvíkinga í ræðu sinni fyrir minni Reykja- víkur, að það væri ósatt að bondi vœri bústolpi og bú landstolpi, eins og sagt væri. Það gæti verið, að það hefði verið svo þegar Jónas Hallgrímsson hefði svo að orði komizt (fyrir miðja 19. öld). Nú væri það sjávaraflinn, sem væri að- al atvinnuvegur landsmanna. Sann- anir fyrir þessu voru þær einar, að útfluttar vörur af sjó væru þrefalt meiri en af landbúnaðinum, og væri því landbúnaðurinn þrefalt minni atvinnuvegur. Það er nú hérumbil rétt sem Jón segir, um mismun á útfluttum land og sjávarafurðum. En það sætir furðu að jafn skýr maður og Jón Ólafsson er, skuli koma með aðra eins lokleysu og þetta. Það er ekki nóg að líta á það hvað selt er af afurðum landsins

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.