Plógur - 18.08.1901, Blaðsíða 4

Plógur - 18.08.1901, Blaðsíða 4
52 kr., til ísl. verkafólks, 200 manns, í 6—7 mánuði 60,000 kr. og til annara opinberra gjalda 3000 kr. Eða alls 100 þús. kr. Aður voru komnar 3,967,058 kr. -)- 100,000 kr. = 4,067,058, sem eru allir af- urðir af sjó. Ef einhver kynni að ímynda sér, að meira sé neytt í landinu af fisk- mat en hér er gert ráð fyrir, þá vil eg á annan hátt færa sennileg rök fyrir, að það getur ekki ver- ið. Frá 1898 eru til skýrslur um fisktal, sem fiskast hefur alt árið á þilskipum og opnum bátum. Eg hef í þessu efni leitað álits hr. bankastjóra, Tr. Gunnarssonar, um verð á fiski og hve mikið megi gera í skippundið af hverri fiska- tegund. Hefur hann farið eptir áliti útgerðarmannafélagsins f þeim leiðbeiningum, sem hann hefurgóð- fúslega látið mér í té. Eptir þeim reikningi er allur þorskur 1,302,330 kr. virði, smá- fiskur 578,025 kr., ýsa 988,904 kr., langa 54,520 kr. og tros og aðr- ar fisktegundir 162,282 kr.— Sam- tals 3,086,061 kr.; þar við bætist hákarlslýsi, þorskalýsi, síld, hrogn og sundmagi, sem er samtals 269,- 179 kr. Samtals afurðir af sjó 3,355,240. I skýrslunum eru af- urðir af hvalveiðum lagðar með fiskveiða-afurðum og með því verða þá allar afurðir af sjó 4,556,582 kr. Eptir þessum mælikvarða ætti að vera neitt í landinu af fiskmeti fyrir 386,582 kr. En mér þykir það of lágt. Hér hlýtur skekkja að stafa af ónákvæmu framtali á því, sem fiskast á opnum bátum, enda við slíku að búast, þar sem nýlega er farið að safna slíkum skýrslum. En það er líka víst, að sauðfjárframtalið í landinu er óná- kvæmt. Það sýnir hve mikil ull , er seld úr landinu bæði óunnin og unnin. En einmitt þetta sýnir, að áætlanirnar hér að framan um afurði af landbúnaði mætti vera hærri. Þessi áætlun, sem eg hefi rök- stutt sumpart með skýrslum, og sumpart með gamalli reynslu og eptirtekt búmanna, er að sjálfsögðu ekki alveg rétt. En tökum t. d. 100 þús. kr. oftalið eða vantalið, það gerir ekki mikið til, þegar um ^ miljónatölur er að ræðu. Hlutfallið milli landbúnaðar-afurða og sjávar- afurða haggast lítið fyrir því, sem sé nálega 10 milj. kr. aflandi en rúmar 4 miljónir á sjáarafla. Rúml. 52/3 miljónir kr. er mismunurinn. En gætum nú að einu, að útfluttir af- urðir af hlunnindum. landbúnaðar- jarða er 701,000 kr. Það til heyr- ir fremur landbúnaði en fiskiveið- um. Afurðir þessir standa og falla með framförum landbúnaðarins. Með hvaða sanngirni verður nú \ sagt, að fiskiveiðar landsmanna sé meiri atvinnuvegur en landbúnað- urinn; já, þrefalt meiri eins og hr. Jón Óiafsson heldur fram. Hann er ekki hálfdrættingur við Iandbún- aðinn. (Framh. í næsta bl.).

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.