Plógur - 14.11.1901, Blaðsíða 2

Plógur - 14.11.1901, Blaðsíða 2
66 en optast styttri, snjór jafnaðar- lega minni, en það er í raun og veru talinn ókostur, því eyðilegg- ing austanvindanna, sem eru svo tíðir framan af vetrinum, verður því meiri þegar jörðin er auð. Jaðarbúarnir standa þannig ekki miklu betur að vígi en vér að því er veðurfarið snertir, og hiutfallið milli jarðræktarástandsins þar og hér, er miklum mun ójafnara en hlutf. milli vcðurfarsins þar og hér Til ræktunar er jarðvegurinn þar engu betri en hér, að undan- teknum mosamýrunum, sem opt- ast eru ekki eins seigar og vatns- þrungnar í yfirborðinu scm hér.— Sumstaðar á þurlendri stöðum er þó ekki óalgengt að finnist send- ið og hlýtt undirlag, en optar á er þá lyngjörðin á þessum stöðum mjög ervið viðfangs til ræktunar, og þarf að vera vandlega unnin og liggja opin um lengi tíma. Fyrir rúmum 2 áratugum síðan stóð líka jarðiæktin þar á mjög lágu stigi, mönnuin virtist eins og oss virðist nu, þau skilyrði, sem fyrir hendi voru, ekki scm aðgengilegust, þeir voru eptirbátar nágranna sinna, af því að þeir þóttust standa svo miklu ver að vígi en þeir, að ó- mögulegt væri fyrir þá að taka þá sér til fyrirmyndar. En nú horfir þetta öðruvísi við. Það hefir sannazt á Jaðarbú- um það, sem ívar Aasen kvað: „ Me skal koma um inkje so braat". Nú hafa þeir tekið rögg á sig og það er undrunarvert og ept- irtektavert fyrir oss, hve langt á- leiðisþeirhafakomizt á svo skömm- um líma. Aður var þar lítið ræktað annað en bygg og hafrar, menn ræktuðu þessar teg. á akurblettunum, sem afar þeirra og langafar höfðu rækt- að án reglulegs sáðskiptis, og opt með litlum arði. Grasræktinni var í öllu mjög ábótavant. En nú horfir þetta öðruvísi við. Korn- ræktin minnkar og grastæktin eykst. og það í stórum stíl. Þessi stefnaer einnig farin að gera vart við sig víðar um Norðurálfuna. Þannig, t. d. í Sviss var fytir nokkr- um árum síðan hlutfallið þannig, að af hinu ræktaða landi var 70% akur, 30% engi. Nú er þessu alveg snúið við: engi gerir 70%, akur 30%. Á Jaðrinum er hlutf. líklega akur 40%, engi 60% og grasræktin fær meiri og meiri yfirhönd. Það er stofnun mjólkurbúanna, verðhækkun á afurðum kvikfjárræktarinnar yfii' höfuð, sem gerir þetta að verkum. Eg minnist á þetta hér þeim til huggunar, sem barma sér yfir því, að vér getum ekki ræktað korn hér á landi. Það hlýtur að vera þeim huggun, að þau lönd, sem geta haft arðsama kornrækt, taka gras- ræktina framyfir, og leggja allt kapp á að auka hana. Eg skal nú í svo fám orðum, sem unnt er lýsa aðferðinni við jarð- ræktina þar. Þó minnist eg helzt á undirbúning jarðvegs og gras- ræktina. Óræktað land er þar optastbrotið með spaða, að minnsta

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.