Plógur - 30.11.1901, Blaðsíða 2

Plógur - 30.11.1901, Blaðsíða 2
76 legt, því ef því er sáð eingöngu þarf jörðin, að minnsta kosti yfir- borðið, að vera mjög vel unnið, og sem allra myldnast, og verður þó fræið aldrei hulið svo nákvæm- lega og vandlega, sem skyldi; með þessari framannefndu aðferð þarf ekki að hylja fræið, því í skugga hafra- eða byggplantanna getur það íengið nógan raka.og af þeim fá hinar ungu grasplöntur einnig skjól þeg- ar þær fara að koma upp, oghef- ur það afarmikla þýðingu, með því að draga úr áhrifum vorkuld- anna. En hvernig sem að er farið, virð- ist þar vera fremur ervitt að fá varanlegan grasvöxt með fræsán- ingu, enda þótt sáð sé varanlegum jurtum; það sem sáð er deyr smátt og smátt út, og hinn náttúrlegi gróður fær yfirhönd, og eptir 3—6 ár eru optast horfnar allar menjar þess, sem sáð er. Þar sem reglulegt sáðskipti er viðhaft, hika menn ekki við að brjóta landið upp aptur, þegar hin- ar betri fóðurjurtir eru horfnar, og leggja svo til á ný af akurlandinu en svo ber þess að gæta, hvernig hin náttúrlegi gróður er, sem nú fær yfirhönd; séu það góðar gras- tegundir geta þær, ef vel er bor- ið á, gefið góða og varanlega ept- irtekju urn langan aldur. Þegar jörð er plægð upp með grasrót (og herfað yfir), grær hún upp aptur eptir skemmri eða lengri tíma þó engu sé sáð. Það má því undir vissum kringumstæðum skoða gras- • fræsáninguna, sem milliliðtil bráða- birgða, þangað til hinn náttúrlegi gróður fær yfirhönd. — Austan til í Noregi, þar sem sumarhitinn er miklu meiri og jarðvegurinn þar af leiðandi betur sundurleystur og að öllu leyti í betra ástandi fyrir verk- anir hitans, verður grasvöxtur af sáningu töluvert varanlegri, en vest- an til, þar sein loptslagið er kalt og rakafullt og jarðvegurinn torf- kenndari og það er því líklegt, að hér á landi mundi bera töluvert á því, að grasvöxtur af sáningu yrði ekki varanlegur, og skal eg síðar minnast nánar á orsökina til þess, en eg skal hér benda á, að hins- vegar eru miklar líkur til, að ein- mitt hér á landi geti orðið tiltölu- lega mjög auðvelt að draga úr af- lciðingum hennar’ III. Betur og betur hafa bændur í Noregi sannfærzt um það, að bet- ur hefur gefizt að sá fræi, sem þeir öfluðu sjálfir, en því, sem að er keypt. Sem dæmi, er sannar þetta skal eg geta þess, að alm. Raigras (Lolium perenne), sem víðast hefur reynst fremur óharðgert og óvar- anlegt, hefur nú verið rarktað á einum bæ á Jaðrinum. í 30 ár og við þetta er fram komið afbrigði (er þó eiginlega ekki afbrigði að öðru leyti en að harðgervi), sem hvar sem það er reynt virðist sem allt annað gras en aðaltegundin, að því er snertir harðgervi og nægju- semi með jarðveg. Yfirhöfuð geng- ur viðleitni manna þar mikið í þá

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.