Plógur - 01.02.1907, Side 5

Plógur - 01.02.1907, Side 5
PLÓGUR. 13 í mannlífinu er bæði til ást og hatur, vinátta og óvinátta, samdráttur og aðskilnaður milli tveggja aðila. Vináttan er misjafnlega föst og innileg. Við nánari athugun virðist svo, að vinátta og hatur, sameining og aðskilnaður sé allsherjar lögmál í náttúrunni og að bæði tilorðn- ing og framþróun lífsins byggist mjög á þessum grundvelli. Kvikasilfrið og brennisteinninn sameinuðust hvort öðru og bjuggu saman í vinfengi, eins konar hjónabandi. »Maður og kona eru eitt«! Þessi efni verða líka eitt, en þau breyttust og mistu sjálfstæði sitt. Zinnóber- efnið táknar hjónaband efnanna. En alt er fallvalt og breytilegt í heimi vorum. Hjónaböndin eru oft rofin. Þannig var og þetta efnafræðislega hjónaband ekki óleysanlegt, þvíaðeinn góð- an dag bar nýjan gest að garði. Gesturinn hét járn. Brennisteinn- inn breiddi faðm sinn móti því um leið og þeim hitnaði báðum um hjartaræturnar. En járnið var fjarskyldara brennisteinum en kvikasilfrinu, og hafði það því meiri aðdrátt til hans. — Brennisteinninn sagði þegar skil- ið við gamla vininn sinn, og sat þá kvikasilfrið eilt eftir tneð sárt ennið. En er þá víst, að þetta nýstofnaða vináttu- samband milli brennisteinsins og járnsins sé óleysanlegt? Nei, það helzt að eins á meðan annan kunningja ber ekki að garði, setn fjarskyldari er brenni- steininum en járnið er. Það er sem sé eðli allra efna, að sameinast bezt ijarskyldustu efn- um. Og er þetta nú ekki liöf- uðreglan í mannlífinu, að fjar- skyldar manneskjur hafi meiri aðdrátt hver að annari en þær, sem skyldar eru? Það er þá aðallega hitinn, sem sameinar og aðskilur efnin í náttúrunni. Ástheitar tilfinn- ingar valda einnig sameimngu og aðskilnaði í mannlífinu. Er ekki svo oftast? Víst er það, að þegar einhver elskar heitt og hatar af öllum mætti, þá er ekki hjartað afskiftalaust; blóðhitinn er þá í vissum skilningi meiri. En sé farið lengra út í þetta mál. er hætt við að lenda í verstu ógöngum. Allir lilutir eru, eins og bent hefir verið á, annaðhvort fastir, rennandi eða loftkynjaðir. Fastir eru hlutirnir, þegar mikið afl þarf til þess að að- skilja eða lireyfa frumvægi þeirra, draga þau hvert frá öðru eða þjappa þeim saman. Það, sem heldur frumvægjum fastara sam- an, er kallað loðunarafl. Mis- sterkt er þetta afl, t. d. sterkara í kolamolanum en í sápunni.— Tökum nýjan stálvír og slítum hann í sundur. Það afl, sem þarf til þess, er nákvæmlega jafnmikið og það afl, sem öll þau frumvægi hafa, sem eru í

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.