Plógur - 01.03.1907, Blaðsíða 8
24
PLÓGUR.
Spurningar og svör.
1. Gerir það hrossum ílt—-
háir þeim að hýsa þau að
sumrinu? (P. J.)
Svar: Það getur verið vafa-
samt hvort réttara er, að hýsa
hross eða láta þau vera úti.
Fer þetta eftir ýmsu. Efhross-
in hafa mikla vinnu, hafa þau
ekki nógan tíma til að éta, ef
þau eru hýst. Og ef bithagar
eru vondir þá þurfa þau lengri
tíma til þess að fylla sig, að
velja nýtilegt gras, en þar, sem
nóg er af góðum grastpgund-
um."
Yíðast hafa heimahross svo
litla vinnu og góða beit, að
betra væri að láta þau vera
inni í nátthögum eða kvíum
5—6 tíma áð nóttinni. Þann
tíma liggja hross oft, og rápa
svo til ógreiða. En taðið
undan þeim er líka mikilsvirði.
Þó getur svo farið, að áburð-
urinn undan þeim, sé ekki
jafnmikils virði og sú verktöf,
sem stafar af því, að láta hross-
in inn og út. Ef unglingar
geta hirt hrossin, er lítið annað
þaríara geta gert, þá er öðru
máli að gegna.
2. Eg á 100 ferh. faðm.
garð, sem altaf fyllist af arfa á
sumrum. Hvernig á eg að los-
ast við þennan óþokka? (P. J.)
Svar; Ur því að arfinn er
'einusinni kominn í garðana er
annað hægra en að uppræta
hann. Moldin öll er full aí
arfafræinu, og þótt garðarnir
séu reittir vel, kemur arfinn
strax aftur. Væri því reynandi
að sá ekki í garðinn eitt ár, og
lofa arfanum að vaxa dálítið;
slá svo arfann vel og brenna
honum. Mætti þannig að lík-
indum slá garðinn þrisvar að
sumrinu. En gæta verður þess,
að slá arfann, áður en veruleg
fræmyndun byrjar. —
Næsta ár eru líkur til, að fá
arfa frjókorn hafi falist eftir.
En ný arfafræ geta á ýmsan
hátt borist í garðinn; en minna
kveður að þeim, ef garðurinn
er svo vel hirtur. Með moð-
salla berst arfafræ í garðana,
hvort sem moðsallinn er
beinlínis borinn í þá eða
óbeinlínis saman við áburðinn.
Og allur arfi í kringum haug-
’stæði og matjurtagarða, fæðir
af sér fræ, sem annaðhvort
beinlínis eða óbeinlínis berst
svo í garðana.
Þegar garðar eru hreinsaðir
(reittir), ríður á að uppræta arf-
ann vel, þ. e. taka hverja arfajurt
upp með rótum, því að annars
vex aríinn upp af rótunum,
sem eftir verða í moldinni.
Æskan, barnablað með
myndum, ritstj. Fr. Friðriksson,
fæst hjá Guðnx. Gamalíelssyni.
Ritstjóri og ábyrgðarmaönr.
Siguröur F*ór61ísson.
Hvítárbakka.
Gutenberg.