Plógur - 01.04.1907, Qupperneq 1

Plógur - 01.04.1907, Qupperneq 1
PLÖGUR IANDBÚNAÐARBLAÐ • „Bóndi er bústólpi“. »tBú er landstólpi**. IX. árg. Reykjavík, apríl 1907. Á Ping’völl ríða sjálfsagt margir á næst- komandi sumri. — Það er ekki þjóðrækni eða velferðarmál þjóð- arinnar, sem teymir fjöldann þangað, heldur konungur vor og öll sú viðhöfn, sem honum fylgir. — Það er skemtun, já, sjaldsjeð skemtun að ríða á Þingvöll og sjá þar sjálfan kon- unginn í allri sinni djnð. En þessi skemtun getur orðið sumum æði dýr. Heyrst hefir, að margir liugsi til þeirra farar bæði af Norður- og Suðurlandi, ekki einungis bændur, heldur blátt áfram veckamenn. Um há bjargræðistímann er slík skemtun dýr og viðsjárverð. En þessi skemtun fer fram á Þingvöllum, þessum ógleyman- lega endurminningastað þjóðar- innar, þarsem allar helstu minn- ingar, beiskar og hugnæmar eru bundnar við. Og þennan stað hafa færri séð, en æskilegt væri. Á þetta má sjálfsagt líta. En þó hygg jeg, að þeir, sem af sannri andlegri þrá, vilja offra talsverðum peninguin og tíma, til þess að sjá og skoða Þing- völl, ættu að velja sér annan 4. hentugri tíma en þessa konungs- sýningar hátíð. Þar verður margt að sjá og heyra, sem varpar skugga á Þingvöll, og í þeim skugga vakna síður helgar endurminningar, er geta vakið og glætt sannar þjóðernistilfínn- ingar i brjóstum manna. Yæri ekki heppilegast að hver sjTsla á landinu sendi t. d. 2 kosna fulltrúa á Þingvöll i sumar til þass að fagna konungi. Hætt er við að konungi vorum og hinum starfsömu frændum vorum Dönum, þyki hálfbroslegt, að sjá stóra hópa af bændum og öðrum starfsmönnum koma lil hátíðahalds úr Qarlægum hér- uðum um hábjargræðistímann. Já. þótt það sé í aðra hönd, að sjá konung. — Hann er þó maður eins og aðrir mennjein- ungis maður, skartklæddur maður, auðvitað góður inaður eins og margir eru., En alt má kaupa of dýru verði. — Hvenær skyldu þjóðirnar liætta að tilbiðja konunga sina? beygja sig í auðmýkt fyrir þeim, telja það endimark allra óska og vona, að fá þá náð, að dekra við þá, eða mega krjúpa við fótskör náðar þeirra og hátignar!! —

x

Plógur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.