Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 8
12 TlÐINDI
um, hvernig Guð færi að því að endurheimta sköpun sína,
heiminn sem hann hafði skapað, — að það yrði að gerast með
því að fylla jörðina réttlæti, elsku og mannúð. Og þá var bent
á, að Guð hefði hafið nýja byrjun — í Kristi. I Kristi væri að
finna von um nýtt traust, líf og frelsi, og nú væri það kirkj-
unnar hlutverk að láta svo verða, til þess væri hún send út í
heiminn.
Og þá var hvatningarorðum beint til alls þingheims, sem ég
og gjöri að mínum lokaorðum: Hættum aldrei að iðka trú í
kærleika til þess að standa betur saman, knúin af trú okkar og
elsku okkar til hins eina Drottins, Jesú Krists. —
Dýrð sé Guði föður syni og heilögum anda svo sem var í
upphafi er og verður um aldir alda. Amen.
Um biskupsembættið má m.a. finna þessi orð í Heilagri
ritningu:
„Hafiðgát á sjálfumyður og alln hjórðinni, þar sem heilagur andisettiyður biskuþa,
til þess að gæta safnaðar Guðs, sem hann hefir aflað sér með sínu eigin blóði". (Post.
20:28).
„ . . . biskuþ á að vera óaðfinnanlegur, eins og ráðsmaður Guðs, ekki sjálfbirgingur,
ekki reiðigjarn, ekki drykkjumaóur, ekki áflogamaður, ekki sólginn í svívirðilegan gróða;
heldur gestnsmn, gott elskandi, hóglátur, re'ttlátur, heilagur, bindindissamur; maður
fastheldinn við hið áreiðanlega orð, sem samkvœmt er kenningunni, til þess að hann se'
fær um bæði að áminna með hinni heilnæmu kenningu og hrekja þá, sem móti mæla".
Tit. 1:7-9).
„ . . . ekki nýr í trúnni til þess að hann ofmetnist eigi og verði fyrir áfellisdómi
rógberans. En hann á líka að hafa góðan orðstír hjá þeim, sem slandafyrir utan, til þess
að hann verði eigi fyrir álasi og lendi í tálsnöru rógberans". (I. Tím. 3:6-7).