Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 12

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 12
16 TlÐINDI Stúdentsprófi lauk ég frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1940. Menntaskólaárin eru minnisstæð og yfir þeim blær gleði og fegurðar. — Erfið voru þau þó að ýmsu leyti. Atvinnuleysi og kreppa í landi. En þeir erfiðleikar sem ég og fleiri urðum að takast á við áttu þátt í að þroska okkur og dýpka lífsskilning okkar. — Samferðin með góðum félögum í menntaskóla og vinum er vissulega eitt af því sem aldrei gleymist. Alltaf er gott að hitta gömlu félagana og blanda geði við þá. — Eftir stúdentspróf var aðeins um eitt að ræða að lesa guðfræði og verða prestur. Haustið 1940hófum viðsexstúdentsbræðurfrá M.A. nám í Guðfræðideild Háskóla Islands og skólabróðir okkar, núver- andi biskup, sem verið hafði með okkur í M.A. allt fram á vetur í fimmta bekk, kom nú aftur í hópinn. — Við urðum allir samrýndir mjög og hefur sú vinátta ekki rofnað til þessa. — Guðfræðipróf tókum við vorið 1944. — Ég varð að fá aldursleyfi til vígslu og var það gefið út á Þingvöllum 17. júní áfyrsta ríkisráðsfundi forseta Islands. — Biskup Islands, herra Sigurgeir Sigurðsson, vígði okkur níu þann 18. júní 1944. Það var mikilvægt spor sem þá var stigið. Sigurgeir biskup var okkur ljúfur og góður. Hann leiðbeindi og styrkti af áhuga. — Fyrsta heimilið sem ég kom á, er ég sem ungur stúdent kom til Reykjavíkur var biskupsheimilið. Þar var mér tekið af hinni alkunnu ljúfmennsku þeirra hjóna frú Guð- rúnar og herra Sigurgeirs. Æ síðan var hús þeirra opið fyrir mér og á ég þeim sannarlega mikið að þakka. — Eg var vígður til Grenjaðarstaðar, sem settur prestur þar. — Var það fyrst og fremst sr. Friðrik Rafnar, sem réð þar mestu um. Eg ætlaði til Vestfjarða, en sr. Friðrik sagði: Þú skalt verða prestur á Norðurlandi. — Það varð — og í 38 ár hefi ég þjónað Grenjaðarstaðarprestakalli. Þann 12. febrúar 1944 steig ég eitt mitt mesta gæfuspor. Þann dag gekk ég að eiga Aðalbjörgu Halldórsdóttur frá Öngulsstöðum í Eyjafirði. Við vorum gefin saman af sr. Sig- urbirni Einarssyni síðar biskupi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.