Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Síða 14

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Síða 14
18 TIÐINDI vígslubiskup, og frú Stefanía höfðu þá góðu venju meðan ég var í guðfræðideild að bjóða stúdentum austur í Hraungerði. Ræða við okkur, kenna okkur og gjarnan að fá okkur til að predika. Þetta var hollur skóli og góður. — Þökk sé þeim hjónum frá Hraungerði. — A háskólaárum mínum kynntist ég starfi sr. Friðriks Friðrikssonar í KFUM. Var ég snortinn af því og þeim áhuga og innileik er þar ríkti. Hafði það mikil áhrif á trúarviðhorf mín. Eignaðist ég marga góða vini úr þeim hópi, er hafa sýnt mér tryggð og traust til þessa. — Er ég hafði verið prestur í tvö ár fór ég til framhaldsnáms til Danmerkur og Svíþjóðar. Dvaldist ég þar vetrarlangt, lengst af við nám við Kaupmannahafnarháskóla. Kynntist ég þar ýmsum mætum mönnum. — Einnig fór ég í námsferð til Svíþjóðar síðar, þá á vegum Lutherska heimssambandsins. Fór ég víða — tók þátt í námskeiðum og kynnti mér sérstak- lega uppbyggingu sænsku stiftsgarðanna og skipulag æsku- lýðsstarfs sænsku kirkjunnar. Árið 1959 var stofnað Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti. Var það að forgöngu núverandi biskups og lengi undir hans forystu. Þar var gott að starfa og hefur starf þess áreiðanlega haft veruleg áhrif á starf kirkjunnar í Hólastifti. Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn voru reistar á fyrstu árum ÆSK og er þar margs að minnast og þakka. Ég tel starfið þar hafa verið og vera mikilvægt fyrir kirkju og kristni. Var ég þar í stjórn lengi og formaður í nokkur ár. Þetta æviágrip er gert samkvæmt hefð og skyldu vegna vígslu minnar til vígslubiskups í hinu forna Hólastifti og lýk ég því með þökk til Guðs fyrir handleiðslu hans og miskunn við mig og mína. — Ég bið Guð um styrk í starfi öllu. Bið að orð hans og andi megi leiða okkur öll. Bið að ég fái þjónað Drottni með gleði og í auðmýkt. —Jesús Kristur er hinn sami í gær, í dag og að eilífu. — í hans nafni sigrar kirkjan. Dýrð sé Guði. Blessun hans hvíli yfir kirkju hans, yfir landi okkar og þjóð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.