Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Page 25

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Page 25
PRESTAFÉLAGS HINS FORNA HÓLASTIFTIS 29 svæði, allfjarri byggðum bólum. Fyrir minn smekk er þetta óviðfeldið og mér finnst það hljóti að taka langan tíma að þvílíkt guðshús í útlegð öðlist það líf og þá helgi sem maður á að réttu lagi að skynja í kristinni kirkju. Oft er talað um að það sé sál í húsum. Önnur eru sálarlaus. Gömlu íslensku kirkjurnar hafa sál, meðal annars af því að þær eru heima við mannabústaði eins og þær eiga að vera og voru reyndar ætíð fyrr á tímum undantekningarlaust. Strandarkirkja er sér á parti. Hún stendur á einmanalegum stað, en það er ekki af því að hún hafi verið hrakin úr mannheimi eins og sumar aðrar kirkjur og ekki einu sinni út úr kirkjugarðinum sem betur fer, heldur er það af því að náttúruöflin, uppblásturinn í Selvog- inum, hefur hrakið mannfólkið burt af staðnum, kirkjan ein stóðst raunina og þraukaði á sínum fornhelga grunni. Mörgum hefur blöskrað að fjórar kirkjur skuli vera og séu reyndar enn í ekki stærra héraði en Svarfaðardalur er. Og satt er það að skammt er þeirra í milli, svo að óvíða sést annað eins. Það er því síst að undra þótt sú hugsun hafi skotið upp kollinum að hér væri réttast að grisja nokkuð. Fyrst bólaði á þessu þegar séra Jón Bjarnason Thorarensen, sem prestur var hér á Tjörn 1846-69, kom til brauðs síns. Hann fór fram á það við hlutaðeigandi yfirvöld að Upsasókn yrði sameinuð Tjarnarsókn þegar séra Baldvin dæi, Upsakirkja yrði lögð niður og skyldi hann síðan byggja nýja timburkirkju á Tjörn, ,,en anstændig kirke“, sómasamlega kirkju. Yfirvöldin féllust á þetta og sjálfur kóngurinn skrifaði upp á það, en söfnuður- inn í Upsasókn reis öndverður gegn þessu og báðu biskup að sjá til þess að þeir fengju að halda kirkju sinni eins og verið hefði um aldir. Buðust þeir til að hjálpa presti til að byggja nýja kirkju á Upsum og lofuðu að halda henni þokkalega við. Allir valdamenn studdu Upsamenn í þessu og fengu þeir vilja sínum framgengt, enda sætti séra Jón sig vel við þessar málalyktir þegar til kom. Þetta mun hafa flýtt fyrir því að gamla torfkirkjan á Upsum var rifin og timburkirkjan byggð á Upsum á árunum 1853-54.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.