Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Page 27

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Page 27
PRESTAFÉLAGS HINS FORNA HÖLASTIFTIS 31 urhús, þá þarf ekki að leggja í neinn umtalsverðan kostnað við það næstu áratugina. Og nú er svo komið hér í sveit, og það er endanlega undirstrikað hér í dag, að ekki þarf lengur að tala hér um neitt niðurrif gamalla kirkna. Þeim er öllum borgið. Og það er sannfæring mín og mun fljótlega verða skoðun allra ef það er það ekki nú þegar, að það hafi verið happ og heilla- ráð að fara ekki að leggja hendur á þessa gömlu helgistaði sveitarinnar. Ég er viss um að flestir munu hafa tekið eftir því að gömul vel með farin kirkja er prýði í hverri sveit og á hverjum bæ. Þó er enn meira vert um hitt, að kirkjan með sínum kirkjugarði geymir helgustu minningar okkar, minn- ingar um feður og mæður og þá menn alla sem á undan okkur eru farnir af þessum heimi, minningar um mestu gleðistund- irnar en einnig um sorgarstundirnar, sem hvorar tveggju eru snar þáttur í tilfinningalífi hvers einasta manns. Ég fyrir mitt leyti, sem er þó ekki annað en brottfluttur sonur þessarar sveitar, fagna því af heilum huga að sjá Tjarnarkirkju svo vel til hafða og um leið friðhelga, að sjá sömuleiðis Vallakirkju viðgerða til framtíðar og vita Urða- kirkju vel á sig komna og í engri hættu hér fram í dalnum. Ég skal segja ykkur eitt, sem ég tel mig vel dómbæran um, og það er það að margir munu öfunda Svarfdælinga af að þessar gömlu kirkjur skuli allar vera hér enn og muni verða. Víða hefur í fljótræði verið rokið í að rífa gamla kirkju og byggja nýja og síðan von bráðar slegið í baksegl og allir orðið sam- mála um að orðið hafi herfileg mistök. Heyrt hef ég mörg harmakvein manna út af sinni eigin skammsýni. Af þeirri reynslu má læra, og ég gleðst yfir því að slíkt hefur ekki gerst hér. Afi minn skírði mig í þessari kirkju, og í öllum kirkjunum þremur hafa nánustu frændur mínir starfað og átt sínar stóru stundir, og í öllum kirkjugörðunum þremur hvíla nánustu forfeður mínir og frændur. Og vissulega geta margir þeir sem hingað sækja í dag, og miklu miklu fleiri, sagt hið sama eða svipað. Þess vegna ætti okkur öllum að vera það gleðiefni að þessi gömlu minnismerki sveitarinnar, kirkjurnar, fá að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.