Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 28

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 28
32 TleiNDi standa til frambúðar, á sínum gamla fornhelga grunni, í kirkjugörðunum, því kirkja og kirkjugarður heyra saman, þótt stundum beri nauðsyn til að bregða út af þeirri gömlu hefð. Eg hef stundum fengið að heyra það á minni ævi, að ég sé ekki mikill kirkjunnar maður og fannst sumum það nokkur ljóður á ráði mínu að ég færi ekki mikið með guðsorð í ræðum sem ég hélt meðan ég var forseti. Satt mun það vera, og víst get ég ekki hrósað mér af því að ég sé kirkjurækinn maður í venjulegum skilningi þess orðs. En ég vona að það sé ekki hræsni þegar ég segi að það er trú og sannfæring okkar allra, að við Islendingar, hvort sem við erum veikari eða sterkari í trúnni, ættum að lofa forsjónina fyrir það að við skulum tilheyra hinum kristna hluta mannkynsins í þessum ekki allt of góða heimi, að við búum við hugsunarhátt, þjóðlíf og menningu sem um aldir hefur mótast af kristinni trú og kristinni kirkju. Þetta eru dásamleg forréttindi, sem aðeins nokkur hluti jarðarbúa nýtur. Þetta held ég að hver íslenskur maður ætti að gera sér ljóst og íhuga í alvöru. Um leið og ég, á þessu góða dægri, óska söfnuði og sóknar- nefnd hér í Tjarnarsókn til hamingju með að lokið er viðgerð þessarar gömlu kirkju, vil ég þakka hjónunum hérna á Tjörn fyrir að hafa hvatt mig og konu mína til að koma norður og taka þátt í þessari hátíðarguðsþjónustu. Aldrei fór það þó svo að mér auðnaðist ekki að stíga einu sinni í stólinn í Tjarnar- kirkju. Eg flyt mínum gamla góða bekkjarbróður, sóknar- prestinum og prófastinum séra Stefáni Snævarr þakkir fyrir hans löngu og dyggu þjónustu í sóknunum öllum hér í Svarf- aðardal. Frá upphafi vega hefur aðeins einn prestur þjónað Tjarnarkirkju lengur en séra Stefán og er þó mjótt á munum og hann hefur enn góða möguleika að jafna þau met. Eg þakka góðvini mínum séra Sigurði Guðmundssyni vígslu- biskupi fyrir kenninguna hér í dag og óska honum allra heilla í nýju embætti sínu. Kirkjugestum öllum þakka ég þolinmóða áheyrn og óska ykkur öllum guðs blessunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.