Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 33

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 33
PRESTAFÉLAGS HINS FORNA HÓLASTIFTIS 37 Herra Ólafur Hjaltason fyrsti lúterski biskupinn á Hólum Hljótt hefur löngum verið um minningu Ólafs biskups Hjaltasonar. Hann galt þess að vera eftirmaður Jóns Arasonar og forveri Guðbrands Þorláks- sonar. Ólafur var biskup á Hólum á árunum 1552 til 1569, fyrstur biskupa í lúterskum sið. Hann var fæddur um aldamótin 1500 og vigðist prestur aðeins 17 vetra gamall. Varð hann handgenginn biskupunum, Gottskálk Nikulássyni og Jóni Arasyni, einkum þeim síðarnefnda. ÞegarJón fór utan til biskupsvígslu, var síra Ólafur Hjaltason með honum, enda vel kunnugur í Noregi þar sem hann hafði numið að tilhlutan Gottskálks. Er það til marks um dálæti Jóns Arasonar á Ólafi, því biskupsefni höfðu jafnan þá presta með sér, er þeir héldu utan til vígslu, sem þeim voru nákomnir eða þeir töldu besta vini sína. Síra Ólafur var þriðjung ævi sinnar trúnaðarmaður eins atkvæðamesta biskups á landi hér. Það ætti að sýna og sanna, að hann hafi verið vitur maður og traustur. Árið 1539 veitti Jón biskup honum Laufás við Eyjafjörð. Svo fór, að síra Ólafur hreifst af kenningum Marteins Lúters og gerðist gagnrýninn á ýmsa siði kaþólskra manna og bannaði þá jafnvel, m.a. ákall á heilaga menn, krossburð og krossgöngur. Leiddi það til þess, að fornvinur hans, Jón biskup Arason, bannfærði hann í Laufáskirkju í viðurvist 12 klerka á öndverðu ári 1550. Þar var sira Ólafur dæmdur af embætti og andlegri stétt, en hann færði fram skriflega vörn samkvæmt kenningu Lúters. Að gengnum dóminum á síra Ólafur að hafa verið færður úr prestsskrúða sínum til tákns um, að hann væri afhelgaður vígslu sinni og hrundið út úr kirkjunni. Festist fótur hans þá í dyragættinni og laskaðist svo, að hann bar þess menjar til dauðadags. Varð síra Ólafur að flýja hið bráðasta frá Laufási og hélt á laun suður um hálendið og komst siðan utan með hjálp góðra vina. Þegar biskupssaga Ólafs er könnuð, þá kemur i ljós, að við siðaskiptin lagði hann grundvöllinn að starfi lúterskrar kirkju i Hólastifti. Mun þáttur hans að undirbúningi menningarumsvifa Guðbrands Þorlákssonar hafa verið veigameiri en menn hafa löngum ætlað. Hann var trúr embætti sínu á erfiðu mótunarskeiði nýs siðar, en hirti aldrei um eigin hag og lést því snauður og slitinn í janúar árið 1569. Eftirmenn hans á biskupsstóli sinntu lítt um að halda á loft og heiðra minningu þessa hógværa, ættsmáa en gáfaða biskups, sem var vigður prestur af Gottskálk hinum grimma, en síðar bannsunginn af Jóni Arasyni og átti þá eftir sem biskup að veita Guðbrandi Þorlákssyni prestsvígslu. Hann var maður tveggja tíma og ólíkra siða, en stóðst þá þolraun með hljóðlátri reisn. B.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.