Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 41

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 41
PRESTAFÉLAGS HINS FORNA HÓLASTIFTIS 45 Að svo mæltu vil ég fyrir hönd hátíðarnefndar, bjóða yður öll velkomin í Húnaþing til þessarar hátíðar. Ég vil sérstak- lega þjóða velkomna hingað í dag 70 manna hóp þátttakenda, er dvalið hafa á móti Kristniboðssambandsins hér norðan- lands undanfarið. — Hátíðarsamkoman er sett. Gerum kirkjugarðana að menningarreitum! Á héraðsfundi Eyjafjarðarprófastsdæmis 1979 var kosin nefnd til að fjalla um málefni kirkjugarðanna. Nefndin aflaði ýmissa gagna og leiðbeininga fyrir sóknarnefndir og lagði fram á héraðsfundi 1980. Jafnframt boðaði hún til fundar í kapellu Akureyrarkirkju 8. nóvember 1980 þar sem mál kirkju- garðanna voru tekin til umræðu. Á þessum fundi kom fram áhugi á auknu samstarfi sóknarnefnda til að koma ýmsu í verk, einkum þar sem fjárskortur og fámenni hefur valdið því að garðarnir eru umhirðulitlir. Rætt var um að ráða vinnuflokk til starfa yfir sumartímann, sem unnt yrði að fá til tíma- bundinna verkefna, svo sem við lagfæringar girðinga, upphleðslu leiða, viðgerðir á minnismerkjum o.fl. Sumstaðar hafa ekki enn verið gerðir upp- drættir af görðunum og legstaðaskrár. Einnig var rædd sú hugmynd að sameinast um tækjakaup. Á þessum fundi var kirkjugarðavörður, Aðalsteinn Steindórsson, einnig mættur. Kynnti hann starf sitt og sýndi fróðlegar myndir. Sumarið eftir, eða 1981, skipulagði nefndin svo skoðunarferð hans um allt prófastsdæmið og kom á fundum með honum og sóknarnefndum. Sérstaklega var lögð áhersla á að hann kannaði eftirtalin atriði á hverjum stað: Skipulagsupp- drætti og legstaðaskrár, hirðingu og frágang leiða, minnismerki, girðingar og sáluhlið, trjágróður og runna, áhöld og tæki garðanna svo og heima- grafreiti og aflagða garða í sóknunum. Eftir þessa skoðunarferð sendi kirkjugarðavörður sóknarnefndum og prófasti skýrslu um ferð sína og tillögur um úrbætur þar sem ástæða þótti til. Þessi skoðunarferð varð upphafið að hliðstæðum ferðum kirkjugarða- varðar í fleiri prófastsdæmum og er ástæða til að vænta að slík vinnubrögð verði til hvatningar og leiði til þess að garðarnir fái þann aðbúnað og umhirðu sem þeim sæmir. Vel búnir og hirtir kirkjugarðar segja meira en margt annað um virðingu okkar og ræktarsemi við minningu forfeðranna. Þ.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.