Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 49
PRESTAFÉLAGS HINS FORNA HÓLASTIFTIS 53
aður í Skagafirði 12. maí 1958, og var Ólafur Ólafsson einnig
hvatamaður að stofnun þess félags. Hann var með á fyrsta
fundinum.
Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík hafði styrkt danska
kristniboða með fé því, sem þær söfnuðu, uns Ólafur Ólafsson
hóf starf í Kína. Beindist þá áhugi þeirra að því að styðja, svo
sem þær frekast gætu, þennan fyrsta íslenzka kristniboða.
Á fyrra starfstímabili Ólafs í Kína, var stofnað Kristni-
boðsfélag karla í Rvk, og var því einnig ætlað að styðja starf
Ólafs. Það félag er 20 árum yngra en Kristniboðsfélag kvenna.
Að minnsta kosti 4 félög höfðu bæst við í hópinn, meðan frú
Herborg og Ólafur voru hér heima í fyrra skiptið (1928) í
hvildarleyfi. Meðal þeirra var Kristniboðsfélag karla á
Akureyri.
Þegar til þess kom, að tilraun væri gerð til þess að stofna
Samband kristniboðsfélaganna, var KFUK í Reykjavík boðið
að senda fulltrúa, en það félag hafði árlega styrkt kristniboðið
með fjárframlögum. Fundur var haldinn 7. júní 1929, þar sem
fulltrúar frá öllum þessum félögum voru mættir, og verkefni
þess fundar var að undirbúa stofnun Sambandsins og lesið var
uppkast af lögum og nefnd kosin til aö ganga frá því. Annar
fundur var haldinn 9. júní, þar sem lagt var fyrir frumvarp að
lögum fyrir SlK og var það samþykkt með lítilsháttar breyt-
ingum.
A þessum fundi var kosin bráðabirgðastjórn, en hana skip-
uðu: Sr. Sigurbjörn Á. Gíslason form., Björn Arnason vara-
form., Hróbjartur Arnason gjaldkeri og Bjarni Jónsson ritari.
Fyrsti stjórnarfundur var haldinn 18. júní og kom Ólafur
Ólafur kristniboði á þennan fyrsta fund stjórnarinnar.
Fyrsta þing SlK var haldið í húsi KFUM og K í Reykjavík
27.-29. sept. 1929. Kvöldið fyrir þingið hafði verið altaris-
ganga í Dómkirkjunni í Rvk., sem sr. Friðrik Hallgrímsson
annaðist. 1 fyrstu stjórn SlK til 4 ára voru kosin: Sr. Sigur-
björn A. Gíslason formaður, frú Jóhanna Þór varaformaður,
Halldóra Einarsdóttir ritari og Hróbjartur Arnason gjaldkeri.