Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 54

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 54
58 TlÐINDI kristniboði i heimsókn til Konsó og verður það okkur, sem vorum þar þá ógleymanlegt. Við vorum 8 íslendingar í Konsó þá, að meðtöldum drengjum Kristínar og Felixar, en þeir heita Kristinn Friðrik og Ólafur. Þegar við Benedikt hófum starf í Konsó var starfið þar enn ungt og á byrjunarstigi. Brautryðjendastarfinu var ekki lokið. Það hélt áfram enn í mörg ár. Áður en Felix fór skírði hann fyrsta Konsómanninn og fermdi annan, sem raunar var ekki Konsóættar heldur Amhara. (Amharar eru þjóðflokkur, sem farið hefur með völd í landinu allt fram að byltingunni 1973. Amharar hafa verið kristnir frá því á 4. öld. Koptíska kristna kirkjan er með elstu kirkjum kristninnar). Á þessum fyrstu árum voru skírnarnámskeið í gangi nær- fellt sleitulaust. Þeir, sem tekið höfðu kristna trú þurftu að kynnast Biblíunni betur og læra hvað í því felst að vera kristinn. Enginn kunni að lesa né skrifa, svo jafnvel þótt þeir fengju Biblíu í hönd var hún þeim lokuð bók. Þar til þeir lærðu að lesa urðu þeir að heyra og fræðast á þann hátt. Þeir höfðu heyrt fagnaðarerindið fyrst boðað á almennri sunnudags- guðsþjónustu eða þá á öðrum samverustundum um Guðs orð, t.d. í skólanum eða á sjúkraskýlinu. Guð hafði til þeirra talað og sannfært þá um sannleiksgildi orða ritningarinnar, sem sagði þeim frá kærleika Guðs opinberuðum í Jesú Kristi. Það var ótrúlegt, að til væri máttur öflugri en Satan, máttur, sem vildi þeim vel. Máttur, sem gæti og vildi leysa þá undan ánauðaroki djöfulsins. Þeir heyrðu — og trúðu — og reyndu, að Guð er sannorður, að orðið, sem boðaði þeim frelsi fyrir Jesúm Krist og sigur í hans nafni yfir öllum illum öflum, var satt. Þeir fengu að reyna mátt Jesú og fyrirgefandi náð. Það var undursamlegt að sjá það gerast. Sjá Ijósið sigra og hrekja myrkrið á bug. Sjá kærleika Guðs vinna bug á ótta og hatri. Sjá menn endurfæðast til lifandi vonar. Ekkert stærra undur er til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.