Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Side 73

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Side 73
PRESTAFÉLAGS HINS FORNA HÓLASTIFTIS 77 kirkjunnar hér á Norðurlandi farið vaxandi, ekki síst með tilkomu og uppbyggingu Sumarbúðanna við Vestmannsvatn i Aðaldal. Einnig hefur kirkjan verið þátttakandi í sumar- búðum að Húnavöllum og að Hólum í Hjaltadal. En kirkjan er ekki bara fyrir börn og gamalmenni, eins og stundum hefur verið sagt, og þá yfirleitt með neikvæðu for- merki. Nei, kirkjan er opin öllum aldurshópum, og í kristinni kirkju finnst það sérstæða samfélag sem í nútímanum er svo sjaldgæft, þar er engin kynslóðaskipting og þar er þörf fyrir fólk á öllum aldri. En hvar koma unglingarnir inn í starf kirkjunnar? Hefur kirkjan eitthvert erindi til unglings á ofanverðri tuttugustu öld, þegar tími tískunnar kastar því fyrir róða sem gamalt er og lúið? Finnur unglingurinn einhverja lífsfyllingu í starfi og boðun kirkjunnar? Það er fjarri mér að segja að allur unglingaher íslands þyrpist að opnum kirkjudyrum hvern helgan dag. En hitt get ég sagt, að stöðugt verður sá flokkur fjölmennari, sem leggur leið sína til kirkjunnar, og starfar þar af áhuga jafnt helga daga sem virka. Æskulýðsstarf kirkjunnar vinnur markvisst og með víðsýni að því að kalla ungt fólk til starfa. Kirkjan er ekki nátttröll sem dagað hefur uppi. Boðskapur kirkjunnar er ferskur og lifandi, sem á þessum síðustu tímum hefur náð eyrum ungs fólks meir en áður, þvi ungt fólk í dag vill finna tilgang með lífinu. Það er á móti öllum ófriði, og ungt fólk á okkar dögum vill frelsi. Og það frelsi sem kirkjan boðar fer ekki í mann- greiningarálit, það miðast ekki við aldur. Og um þetta frelsi syngja unglingar í kirkjum landsins oftar en þig grunar, og af meiri gleði en við hinir fullorðnu fáum skynjað. Kirkja Krists verður að fylgjast með, ekki að aðlaga boð- skap sinn að slaknandi siðferði og sofandi samvisku, — heldur að færa sig út á meðal fólksins, — kalla það burtu frá inni- haldslausum dansi í kringum ryðgandi gullkálf. Unglingarnir á Islandi nú á dögum þarfnast kirkjunnar meir en nokkru sinni fyrr, og það er gleðilegt að finna hversu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.