Alþýðublaðið - 16.02.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.02.1927, Blaðsíða 3
aLEÝÐUBLAÐIÐ 3 Ef þér sækist eftir góðri, en ódýrri handsápu, þá biðjið um eftirtaldar tegundir frá Kaalunds Sæbe- fabriker, Árósum: Jkfandelmælk, Tjæresæbe, Irís, Royal Hospital, Oral, Finest Olive, Galdesæbe, Boraxsápa, Karbólsápa, Cold Cream. — Einhver pessara tegunda fæst óefað hjá kaupmanni peim, sem pér verzlið við, eða peim næsta. ekki samleið með forsrh. eins og skoðanir hans væru. Á tveim ár- um gæti borið svo margvíslegar 'breytingar að höndum, sérstaklega á jafnválegum tímum og nú, að ekki væri hægt að sjá það fyrir. Mikii ófyrírsjáanleg útgjöld gætu steðjað að, engar tekjulindir væri þá að ausa af, ef þing kæmi fyrst saman til að opna nýjar eftir tvö ár. Það sæu allir, hvað það væri óheppilegt. Forsrh. hefði játað, að þaðværi rétt, að ráðherrarnir tveir tækju laun hins þriðja, og yrði þá ekki auðvelt að koma auga á, hver sparnaðurinn að ráðherra- fækkun væri. Annars væri auð-' séð, að forsrh. og íhaldið væri með hugann á því einu að vera við völd á því mikla gleðskapar- og velti-ári, sem yrði 1930. Frv. lengi kjörtima hinna landskjömu, svo að þeir fái að sitja fram yfir það ár og sagt sé, að eitt ákvæði í landsbankafrv. sé sett til að tryggja það, að einn stjórnmála- maður (Sig. Eggerz) geti ekki orð- ið keppinautur forsrh. um gling- ur þess árs; sé svo, sé frv. auö- virðilegt tlldur, sem fella beri. Jónas frá Hriflu hélt fram sömu skoðunum og áður og kvað meðal annars heilavél forsrh. vera held- ur stirða. Hann minti og á þing- skapabrotið á öðrum fundi í e. d., og urðu nokkrar orðahnipp- ingar milli hans og forseta um það. Einari frá Geldingalæk fanst frv. ekki hafa verið brýnt að- kallandi, og ef breyta ætti stjórn- arskránni, væri margt meira á- ríðandi að breytt yrði en þau atriði, sem hér kæmu til greina; hann ætti auðvitað ekki við breyt- ingar eins og þær, sem Héðinn Valdimarsson flytti; það væri sannkölluð „bolsaskrá“, eins og Einar orðaði það. Hann væri því eiginlega á móti frv., en myndi þó verða með því af því, að þess- ar breytingar væru til bóta. Svar- aði loks forsrh. Jónasi frá Hriflu og þeir hvorir öðrum. Málinu vís- að til 2. umr. með öllum atkv. gegn 1 (J. Baldv.) og til sérstakr- ar 5 manna nefndar. í hana voru kosnir: Jóh. Jóh„ Ingvar, Ingibj., Jónas frá Hriflu og Jóh. Jós. Ný frumvörp. Stjörnarskrárbreyting. Frv. um merkilegar breytingar á stjórnarskránni til þess að auka og fullkomna lýðræði í landinu Tlytur Héðinn Valdimarsson. Kveður þar að”vonum mjög við annan tón en í kákfrumvarpi stjórnarinnar. Frumvarp þetta er góður prófsteinn á framsóknar- hug alþingis og einstakra þing- manna. Verður skýrt nánar frá frv. í næsta blaði. Landbúnaðarlöggjöf. Jör. Br. flytur þingsályktunartil- lögu um þriggja manna milli- þinganefnd til þess að íhuga og jendurskoða landbúnaðarlöggjöf- ina. Sameinað alþingi kjósi nefnd- ina. Atviimuleysisskýrslur. Frv. Héðins Valdimarssonar um söfnnn peirra. 1. gr. Bæjarstjórnum og sveit- arstjórnum í kauptúnum, er hafa yfir 300 íbúa, skal skylt að safna skýrslum 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember ár hvert um atvinnu og atvinnuleysi allra verkamanna og verkakvenna í kaupstaðnum eða kauptúninu. Á- grip af skýrslunum skal þegar í stað sent Hagstofu Islands, er birtir yfirlít yfir þær. — 2. gr. Þar, sem verklýðsfélög eru á staðnum, skulu bæjarstjörnir og sveitarstjórnir leita samninga við þau um að taka að sér söfnun skýrslnanna. — 3. gr. Kostnað- urinn við skýrslu^öfnun greiðist að þriðjungi úr rílrissjóði og að tveimur þriðjungum úr hlutaðeig- andi bæjarsjóði eða sveitarsjóði. •— 4. gr. Lög þessi ganga í gildi þegar í stað. Ástœdur fyrir frumvarpinu eru þessar: „Með vexti bæjanna og sjávar- útvegsins hefir það sýnt sig, að atvinna manna við sjávarsíðuna er mjög misjöfn eftir árferði, og er nauðsynlegt að vita nákvæmlega um það á hverjum tíma, hvern- íg atvinnuhögum verkalýðsins er háttað, svo að bæjar- og sveit- ar-stjómir og ríkisstjórnin geti í tíma gert nauðsynlegar ráðstaf- anir gegn áframhaldandi atvinnu- leysi. Bæjarstjóni Reykjavíkur hefir hvað eftir annað safnað slík- um skýrslum og haft gagn af, en á hefir þótt bresta, að skýrslur þessar yrðu reglulegar, til að hægt væri að hafa réttan saman- burð og skýrslur fengjust úr öðr- um bæjum og kauptúnum, enda hefir bæjarstjórnin óskað þess, að svo yrði. I flestum öðrum löndum eru slíkar atvinnuleysisskýrslur lögboðnar. Um 1.. gr. Rétt þykir að tak- marka skylduna um skýrslusöfn- un við kauptún, er hafi yfir 300 íbúa, þar sem minni kauptún líkj- ast meira sveitum að átvinnuhátt- um. Söfnunardagarnir efu valdir með tilliti til þess, að í ljós komi sem bezt atvinnuleysið á hinum misjöfnu atvinnutímabilum ársins. — Um 2. gr. Verklýðsfélögin eiga auðveldast með söfnun skýrsln- hnna og að sjá um, að þær séu rétt gefnar, og þykir heppilegast, þar sem slík félög eru til, að láta þau annast söfnunina. — Um 3. gr. Þar sem bæði ríkisstjórnin og bæjar og sveitarstjórnir hafa hag af því, að slíkar skýrslur seu ávalt til, þykir rétt að skifta kostnaðinum." Dm dagfiiMB og veginit. Næturlæknir ier í nótt Halldór Hansen, Thor- valdsensstræti 4, sími 1580. „Dagsbrúnar“-fundur (Verðulr í Skvöld kli. 8 í Bárusctln- um. Kaupgjaldsmálid er tilefnS fundarins. Ríður mjög á, að „Dagsbrúnar“-menn mæti vel og stundvislega. Veðrið. Hiti 7—1 stlg. Suðlæg og anst- læg átt, hvergi hvassari en stinn- ingskaldi. Deyfa við Suðvestus- land og regn í Vestmannaeyjum. Loftvægislægð yfir Grænlands- hafí. Hreyfist hún lítlð úr stað og eyðist. Otlit: Suðlæg átt. Regn annars staðar en á Norðurlandi. Þar stilt veður og úrkomulaust. Allhvast á Suðvesturlandi, austan Reykjaness. Úr pýzkum togara fóru tveir skipsmenn nýlega í land vestur á Flateyri. Læknijj- inn þar fór út í slripíð, og reyndist þá að vena í því „inflúenza*1. Sem betur fór, voru þeir þó heilbrigð- ir, sem; I land höfðu farið, og ekkS barst veikin þangað, en þetta var þó ósvint athæfi af þeim, þvi að visu hefðu þeir getað borið veik- ina i land. Laimasanmingar verkamanna. Khöfn, 5. febr. Alt útlit er til þess, að takast muni fyrir verkamenn að ná samningum við atvinnurekendur á friðsamlegan hátt að þessu sinni. Það eru þegar gerðir samningar fyrir allan þorra verkamanna, meðal annara þá, sem valdið hefir mestum örðugleikum áður um, eða ólærða verkamenn. Um flesta þá samninga, sem þegar eru gerðir, má segja, að þeir séu óbreyttir frá fyrra ári, þó að því undan skildu, að þeir eru flestir bundn- ir við hækkun eða lækkun vöru- verðs eins og áður. Vitanlega get- ur orðið breyting á vöruverði, svo að launalækkunin verði tilfinnan- leg; það eru þó allar líkur til þess, að vöruverðið hækki nú 1. febrúar, og fá þá flestir verka- menn lítils háttar launahækkun. Helzt hefðu verkamenn kosið að losna úr þessum verðlagsfjötrum og fá ákveðinn, fastan grundvöll fyrir laun sín, en þeim mun þó ekki hafa þótt gerlegt að hefja þá baráttu nú, eins og ástæður allar eru. Það skyggir þó nokkuð á frið- inn, að atvinnurekendur hafa sett alla múrara í kaupstöðum og sveitum í verkbann fyrir þá sök, að þeim þóttu þeir ekki nógu leiðitamir um launalækkunina, en allar líkur eru þó til þess, að samningar takist, áður langir tím- ar líða. Þorf. Kr. Togararnir. „Belgaum“ kom í gær frá Eng~ landi, en „Leiknir“ í morgun. Hafði einhver vottur af ,Jnflú- enzu“ verið í sumum skipverja, er þeir lögðu frá Englandi, en annað kvöld eru sex dagar liðnir, síðan þeim var albatnað. Þangað til a. m. k. verður skipið í sótt- kví. Færeyski togarinn „Royn- din“ kom hingað inn í gær af veiðum. Siðavendni <Morgunblaðsins» um þinglegt tal er nokkuð úr hörðustu átt, þar sem kunnugt er, að „Mgbl.“ er allra blaða ó- þvegnast um munnsöfnuð. Við stjórnarski'árumræðurnar í efri deild getur Alþýðuflokkurinn glaðst af því, að þingmaður hans þar var bæði rökfastastur þeirra, er töluðu, og jafnframt með mest- um veraldarmannsbrag um orða- lag. Það var fágað og kurteist, þó í fullri meiningu væri. Sann- leikurinn er sá, að það er mein- ingin, sem „Mgbl.“ þykir fyrir, en ekki orðalagið. Það hefír upp á síðkastið talið alt, sem sagt er, hneyksli, ef það eklri er í sam- ræmi við „skoðanir“ þess. Gengi eriendra mynta i dag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar............. 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk pýzk. kr. 22,15 - 121,64 - 121,94 - 117,50 - 4,56V2 - 18,18 - 183,06 — 108,32 „ípöku“fundur verður í kvöld. *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.