Alþýðublaðið - 17.02.1927, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.02.1927, Blaðsíða 1
AlÞýðublaði Gefið út af Alþýðuflokkniinf 1927. Fimtudaginn 17. fébrúar. 40. tölublað. Kaupdeilan. Verkamenn búnir að semja. Verkamannafélagið „Dagsbrún" lélt aukafund í Bárubúð í gær- kveldi, og var-húsið fult. Var þar samþykt að heimila félagsstjórn- inni að gera sama samning við „Félag íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda", sem þegar hefir verið gerður við afgreiðslur eimskipafé- laganna hér í bæ, það er að segja fcr. 1,20 fyrir dagvinnu, kr. 2,00 i'yrir ef tirvinnu og kr. 2,50 í næt- ur- og helgidagavinnu, og skuli sá samningur gilda til ársloka, •eins og samningurinn við eim- skipafélögin. Seint í gærkveldi átti stjórn „Dagsbrúnar" tal við samninga- nefnd útgerðarmanna og skýrði henni frá því, að hún að sínu leyti væri tilbúin að undirskrifa slíka samninga, og að kaupdeil- unni væri lokið jafnskjótt og út- .gerðarmenn einnig hafa undir- skrifað pá, en ekki gat samninga- (nefnd útgerðarmanna svarað neinu 'pá, svo að ekki var hreyft við togurunum í morgun. „Félag islenzkra botnvörpuskipaeigenda" undirskrifaði þó samninginn í dag, ög hófst vinna kl. 1 e. h. Kauptölur eru hinar sömu og «ru í samningnum við eimskipa- félögin. Mimkamir á Möðmvöllum, ieikrit Davíðs frá" Fagraskógi, var Jeikið í fyrsta sinni í gær. Hefir hann bundið leikritið við sann- sögulegan atburð þann, að Möðru- vallamunkar komu 1317 drukknir neðan af Gáseyri og kveiktu í klaustrinu í ölæði. Þar með hefir hann víkkað bás' leikritsins, svo ,að því er ekki ætlað það eiit að hafa listagildi, heldur og hitt, að vera sögulega fræðandi. Þó að Davíð séifrábærlega geðfelt Ijóð- skáld, kemst hann ekki fyrir það hjá rökst'uddum dómi, enda mink- ar gildi hans' ekkert, þó að hon- um mistakist eitthvað leikritsgerð- in, þegar honum hefir tekist margt vei ljóðagerðin. Að því er tekur til sögulegu hliðarinnar — sem hann hefir skuldbundið sig til að hafa rétta með því að tiltaka^stað og stund —, þá er það'alt eln endi- leysa af þeirri ástæðu, að Davíð hefir vantað alla þekkingu á tíð- aranda og hugsunarhætti þeirra daga; fóikið talar og hugsar bæði að búningi og efni eins og gert <er 1927. Hann vantar og þekkingu á innra og ytra eðli klaustra og klaustralífs. Hann hefir engrar fræðslu um það aflað sér, heldur gizkað á, hvernig það myndi vera, og deilir í leikritinu á þennan hugarburð sinn. TJm eðli kaþólskr- ar kirkju fyrr og nú er hann jafn- fáfróður. Þess er ekki að dyljast, að leik- ritið er frá hendi höf. ýmsum þeim annmörkum búið, að erfitt er að fara með það svo, að það verði áhorfendum að nokkurri stundastytting, en það tókst þó svo, sem frekast var unt. Á þeim eina stað þar, sem leikritið hefur sig nokkuð verulega upp úr duft- inu, þegar Óttar og priorinn tal- ast við, meðan klaustrið er að brenna, og þegar Sigrún sækir Óttar í eldinn, tekst leikendum mæta-vel. Það er varla hægt aði segja, að það séu í leikritinu nema tvö hlutverk, sem nefnandi séu, priorinn, sem Kvaran leikur mjög vel, þó erfitt sé að koma undir einn hatt þeim margvislegu og sundurleitu hömum, sem hann hefir á sér, og svo -Óttar, sem Indriði Waagé leikur. Er það hlut- verk sízt þægilegra, —¦ annað en hægt að sýna þetta rekald á polli geðleysisins, sem í fyrsta þætti er fáráðlingur, í öðrum þætti fá- ráðlingur, en í þriðja þætti er orðinn að áköfum vandlætara, sem þorir að horfa í eld og eim, en h'rynur aftur niður í sinn fyrri vesaldóm, þegar honum verður litið framan í unnustuna. Það er ekki lítil leið frá eldmóði hins heilaga manns, sem ætlar að varpa sér í eldsofn glóanda fyrir sannfæringu sína, til mannsins, sem einkar oddborgaralega bjarg- ar sér út um dyrnar úr brenn- andi íbúðinni, rétt eins og gerist og gengur, en þá leið verðiir leik- arinn að fara á 3—4 minútum. Það hefðu ekki allir gert það með sóma. Friðfinnur var skemtilegur sem fyrr, og önnur hlutverk voru vel af heiidi, leyst. Það verður að brýna það fyrir leikendum að tala með hreinum framburði, nesja- keimlaust; það heiíir bikar, en ekki „bekar" á íslenzku. Lögin eftir Emil Thoroddsen voru lítið eyrnagaman, á köflum blátt áfram ámáttleg. Leiknum var að því er virtist tekið ailvel og höfunclinum klappað lof í lófa. Mun það samt frekar hafa verið í þakkarskyni við hið ágæta ljóðskáld, Davíð frá Fagraskógi, heldur en höfund „Munkanha á Möðruvöllum". Alúðarpakkir fiyrip auðsýnda hluttekningn við larðarfior bróðurdóttur minnar, Steingerðar Bjðrns~ dóttur. Júlíus Björnsson. Leikffélag ISeykjavikm*. Munkarnir i Mlravitai. Sjónleikur í 3 þáttum, eftir Davíð Stelánsson frá Fagraskógi. Log efitir Emil Thoroddsen. Leikið verður í Iðnó föstudaginn 18. þ. m. kl. 8 síðd. Aðgöngumiðar seldir i Iðnö í dag frá kl. 4 til 7 og á morgun frá kl. lOtil 12 og eftír kl. 2. Leikhúsgestir eru beðnir að mæta stundvíslega. Síml 12. Sími 12. Notið tœklfœrið. Nokkrir fakkaklædiiallir fil sölii með affarlágn verði. Reinh. Andersson9 Laaggave§;i 2. Karláér Reykjavíiair. Samsöngur í Nýja Bíó sunnudaginn 20. p. m. kl. 3 % e. h. og fimtudaginn 24. p. m. kl. 7XA e. h. Aðgöngumiðar fyrir báða samsöngvana eru seldir í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Srleaiii símsice^tie B æ j arst jórnarf undur ferí dag. 10 mál á dagskrá. Khöfn, FB., 16. febrúar. Landskjálftar í Jugoslaviu. Frá Berlín er símað: Miklir landskjálftar hafa orðið í Jugo- slavíu. Fregnirnar eru óljósar vegna símslita. Sennilega hafa sex hundruð menn farist og hús hrun- ið í púsundatali, einkum á Dal- matíuströnd í bæjunum Serajevo og Dostar(?). Eldgos í Adriahafi er talið orsökin. Portugalsstjórnin hefnir. Frá Lundúnum • er símað: Stjórnin í Portúgal hefir látið skjóta 01avo(?), fyrr verandi her- málaráðherra, fyrir þátttöku í uppreistinni. Brunatrygglð hjá okkur. Við tökum bæði litlar og stórar tryggingar og gerum engan mun á, hvort viðskiftin eru stór eða Iitil; við gerum alla vel ánægða. H.í. Trolle & Mothe, Eimskipaféiagshúsinu. Innfluttar vörur í janúarmánuði 1927 kr. 1667 389,-i 00, þar af til Reykjavíkur kr. 664 460,00. (Tilkynning frá fjár- málaráðuneytinu, FB., 16. febr.) „Rök jafnaðarstefnunnar" purfa ekki hvað sízt {oingmena að lesa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.