Alþýðublaðið - 17.02.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.02.1927, Blaðsíða 2
e ALÞÝÐUBLAÐIÐ \ALÞÝÐUBLAÐIÐ < kemur út á hverjum virkum degi. J Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við j Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. 5 til kl. 7 siðd. | Skrifstofa á sama stað opin kl. |9i/s—10Va árd- °S kl- 8-9 síðd- Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mm. eindálka. Í Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan J (í sama húsi, sömu símar). < __________________ _______ Jarðabætur 1925 í Reykjavík og Gullbringu- og Kjósar-sýslu námu alls hér um bil 62 j)ús. dagsverkum. Túnasiéttur voru um 11,6 ha. Túnauki (bylt land) — 104 — Matjurtagarðar —1 3,3 — Gaddavírsgirðingar (5- þættar) 54 km. Vírnetsgirðingar 36 — HnausrEési 31,5 — Grjótræsi 3,5 — Jarðabæíurnar hafa verið unn- var hjá 248 einstaklingum og tveim bæjarfélögurn. Prir menn hafa sléttað í túni meira en dagsláttu hver. Sextán menn hafa aukið tún sín um meira en hektar hver. Thor Jénsen heíir aukið tún sín um 421/2 hektar. Rúmur helmingur nýrra mat- 'jurtagarða er hjá Bjarna Ásgeirs- syni á Reykjum. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar héf ir gert girðingu um beitiland sitt í Hafnarfjarðarhrauni, 25,2 km. langa. Sunnan við Hafnarfjarðargirð- Ihguna heíir Bjarni Bjarnason, skólastjóri í Hafnarfirðtj girt 13,5 km. Sú girðing verður um 16 km., þegar hún er búin. Þá hefir Jóhannes Reykdai á Setbergi við Hafnarfjörð girt um 6 km. Á Korpúlfsstöðum og Lágafelli voru gerðar 10 km. langar net- girðingar. Bæjarsjóður Reykjavíkur hefir einri geri lokræsi, sem þurka rúma 50 hektara, en aðrir samtals um 12 hektara. . Mjög lítið er enn gert að því að þurka mýrar til túnræktar nema í Reykjavík og Mosfellssveit. — Frarnræsluþörf er þó mikil í allri Kjósarsýslu. Almenningur notar ekki hestafl- ið við jarðræktina, en beygir bak sítt við ristuspaða og skóflu. Þetfa verdur að breytast á skömmum tíma Við höfum ekki efni á því aðj halda lengur í dýrustu og léleg- ustu vinnu’orögð, þar sem komiðj verður við hestaverkfærum. Með hestum og góðum jarðvinsluverk- færum má vinna miklu ödýrara en með gömlu aðferðinni. I ná- grenni Reykjavíkur eru beztu skil- yrði með afurðasölu; þó er rækt- unin hjá mörgum í hálfgerðu eymdarástandi. Menn þurfa að fara að hugsa sér rækíunina í dagsláttum eða hektörum í stað nokkurra hundr- aða fermetra árlega. Hér þarf framsókn; íhaldið er dauðadóm- ur á búskap bændanna. Það dug- ir ekki eintóm nægjusemi með ‘yíirstandandi ástand. Bændurnir þurfa svo margt og mikið aðf gera, að þeir veroa að fá aukið rekstrarfé til nýræktar og bygg- inga og með betri kjörum en nú fæsí. Ef bændur standa sameinaðir um framsókn í ræktun og áburð- arhirðingu, þá munu þeir éinnig geta fengið hagkvæm lán til þeirra framkvæmda. Það er að eins fyrir trúleysi bænda á sinn eigin atvinnuveg, að veltufé bank- anna heíir farið nær því alt til sjávarútvegs og bygginga í kaup- stöðum. Trúin flytur fjöll. Sameinist því, bændur! til trú- ar á landbúnaðinn, og hættið að tala um, að ekki borgi sig að búa cg búskapurinn geti ekki borgað kaup, sem lifandi sé af. Ræsið fram mýrarnar. Þið get- jið gert það á veturna, þegar1 minst' er að gera, með svo góðum ár- angri, að ekki er meira en ein- um fimta dýrara en að sumarlagi. Plægið sjálíir á haustin með ykk- ar eigin hestum, og heríið með diskherfum á vorin, og sparið ekki hestana. Hafið minst 3 hesta fyrir 8 diska herfi. Hirðið áburð- inn vei. Hann er oí dýrmætur til þess að gufa upp í loftið eða renna í burtu. Þið, sem þekkið verkanir Noregs-saltpéturs eða annara áburðartegunda, sem köfn- unarefni er eingöngu í, ættuð að sjá, að þið fleygið stórfé árlega með því að hirða illa húsdýra- áburð ykkar. Ef þið gerið þetta og margt fleira til umbóta, sem oflangt yrði hér upp að telja, afkastið þið meiru sjáliir, og þið munuð þá einnig geta greitt verkamönnum ykkar jafn-vel og aðrar atvinnu- greinir. Kristófer Grímsson. Undanimgumar Og ihaldsstjórniii. Eitt af frumvörpum þeim, sem íhaldsstjórnin ber nú fram á þessu þingi, er heimild til undan- þágu frá lögum um atvinnu við siglingar. Sérstaklega eiga undan- þágurnar við skipstjóra og stýri- menn. Ýmsar sögur hafa gengið um það, hvers vegna frumvarp þetta er fram komið, og mun engin ein ástæða vera fyrir hendi. Með iögum um atvinnu við sigl- ingar frá 1922 var undanþágu- heimildin feld úr gildi eftir til- lögum stéttarfélags skipstjóra og stýrimanna hér í Reykjavík. Var sú skoðun ahnenn, að engin á- stæða væri til að veiia slíkar und- anþágur, því að fjöldi manna með skipstjóra- og stýrimanns-réttind- um væru ávalt fyrir hendi, ef til þeirra þyrfti að taka. Skoðun þessi er óbreytt enn. Skipstjórar og stýrimenn hafa því innan síns félagsskapar lagt ríka áherzlu á, að eftirlit væri haft með lögum þessúm. Á síðast liðnu ári kvisast það, að nokkrir fiskiformenn á Vest- urlaridi, sem höfðu rétt til skip- stjórnar á minni fiskiskipum, vilji fá réttindi til að stýra fiskigufu- skipurn, 100 smálesta og stærri. Áður riokkurn varði, höfðu þrír af umsækjendunum þegar fengið uridánþágur hjá atvinnumálaráð- herra þvert ofan í gildandi lög. Nefnd manna af hálfu skipstjóra var kjörin á fund hans. Eftir all- langar umræður lofar ráðherra að veita ekki fleiri ■ undanþágur, en misbrestur þykir hafa orðið á þeim loforðum, því að margir kunnugir halda því fram, að tvær undanþágur hafi verið veittar síð- an. Nú þykir skiþstjórum og stýri- mönnum skörin færast upp í bekkinn, þegar svo stjórnin kem- ur á eftir til þingsins og biður um heimild með lögum til að geta framvegis véitt undanþágur, sem hún áður hefir gert í heimildar- leysi og þvert ofan í vilja stétt- arinnar. Það er margra manna mál, að undanþágur þessar verði nokkuð kostnaðarsamar þeim mönnum, sem sækja, ef til vill engu ódýr- ari en skólanám. Hér er að mynd- ast atvinnugrein fyrir einhverja miliiliði millí stjórnar og umsækj- enda, sem í raun og veru virðist algerlega óþörf, eins og löggjöf- inni er háttað nú, en gæti ef til vill glæðst, ef undanþáguheimild- in kæmist í gegn. Ríkið heldur 'uppi dýrum skóla fyrir formannaefni. Fjöldi manna hefir notið kenslu, og miklu fleiri en notið geta atvinnu af þeim lærdómi. Hví þá ekki að spara ríkinu kostnað við þetta skólahald og hætta við allan sjófræðilær- dóm? Það virðist helzt vera stefna íhaldsstjórnarinnar með undan- þágunum. Allir þeir menn, sem nú hafa cðlast réttindi til atvinnu við siglingar, eru með undanþág- unum misrétti beittir, en þeir eru itil í tuga- ef ekki hundraða-tali. Hvað getur þá vakað fyrir íhalds- stjórninni? spyrja nienn. Ein virðist vera lausn á því máli: Sú, að gera einhverjum stjórnmálavini greiða til að hafa í sinni hendi, ef svo ber undir, valdið til að skipa í rúm skip- stjóranna' á sama hátt og útgerð- armaður þykist geta ráðið í rúm háseta, ef kaupdeila er á ferð- inni. Skipstjóri á með undanþág- unni alla sína náð hjá stjóminni, hvorí honum er atvinnan trygg eða ekki. Þetta er Mussolinis-að- ferð. Þietta er í raun og veru ekki sennileg tilgáta, en byggist þó á líkmn. Fyrir nokkru stóð í þrefi á milli vélstjóra og útgetðar- manna um kaupið. Þeir mega.: segja upp stöðu sinni, þó þeir geri ekki verkfall, eins og þeir orða það(!). Þá var vandi á ferðum. Samkvæmt lögum verða íslenzk- ir ríkisborgarar að gegna þessum starfa. Engan útlending mátti nota, — engin undanþáguheimild fyrir stjórnina. Skipin voru vél- stjóralaus. Þannig var skraf manna. Kaupþref þetta var nú til lykta leitt, og aldrei sló í harð- bakka. En ef til slíks hefði kom- ið, þá var undanþáguheimild góð. En hvað sem öllum getgátum og skrafi manna líður, þá er það meiningarlaust af þinginu að veita stjórninni slíka undanþáguheimild sem þessa. Slíkt myndi verða. hrapallega misnotað í flestum til- fellum og skapa glundroða og ringulreið á þessu sviði, enda virðist algerður öþarfi að draga úr þeim undirbúningstíma og fræðslu, sem íslenzkum skipstjóra- efnum er nú ætlað undir starf sitt. Kröfur tímans heimta meiri þekkingu, meiri menningu, og við erum ekki komnir fram úr nær- liggjandi öðrum þjóðum enn þá. En hjá íhaldsstjórn virðist kjör- orðið vera: Aftur á bak. Prófmadur. Stjörnarskrárfrumvarp Héðins Valdimarssonar. Samkvæmt því skal kosninga- réttur landsmanna og kjörgengi til alþingis vera frá 21 árs aldri, og varði sveitarstyrkur ekki missi réttarins. Búsetuskilyrði sé eitt ár í stað 5. Alþingi sé háð í einni deild, og skulu allir þingmenn landskjörnir. Tala þeirra fækki niður í 25. Varamenn séu jafn- margir. Séu þeir allir kosnir hlut- bundnum kosningum. Þjóðarat- kvæði fari fram um hvert það þingmál, sem 3 500 jjkjósendur, senda skriflega ósk um það um, og skal þjóðaratkvæðið gilda jafnt og ný alþingissamþykt væri. „Þjóðaratkvæði er nú í stjórnar- skrám sumra lýðfrjálsustu land- anna, svo sem Sviss, og þykir gefast mjög vel.“ Allir samningar við önnur ríki skulu opinberlega birtir. Það kemur í veg fyrir, að stjórn ríkisins geti gert neina slíka samninga án vitunflar þjóð- arinnar, og er slíkur varnagli sleg- inn í stjórnartkrám ýmsra ann- ara ríkja. Þá eru og ákvæði um algerða friðhelgi þingmanna, svo að þingið Ixafi ekki heimild til að framselja þá undir málshöfðun,, — þó að þeir segi sannleika, sem einhverjum þykir beizkur. Þegar alþingi samþykkir lög um eignar- námsbeitingu í almenningsþágu, ákveði það sjálft endurgjaldið í stað þess, að nú fer greiðslan eftir mati. Þannig gangi almenn- ingsheill ótvírætt fyrir einkahagn- aði. — I nefndir, er alþingi sldp- ar til að rannsaka mikilvæg mál,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.