Alþýðublaðið - 17.02.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.02.1927, Blaðsíða 4
4 ALEÝÐUBLAÐIÐ Ussfi díftfjipiia ©n Næturlæknir er í nótt Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, sími 959. Verkakvennafélagið ,Framsókn‘ Fundur í kvöld kl. 8V2 í Ung- mennafélagshúsinu. Jón Baldvjns- son talar um þingmál. Félagskon- ur eru beðnar að f]ölsæk]'a fund- inn. Lækkun gasverðsins. Gasnefnd bæjarstjórnarinnar leggur til, að gasverðið gegn um almenna mæla verði lækkað í 35 aura fyrir teningsmeterinn. Sjálf- salagas verði eins og áður 5 aur- um dýrara. Telur hún petta hægt sökum lækkunar á verði kola þeirra, er gasstöðin kaupir um fiessar mundir. Tillaga fressi iigg- ur fyrir fundi bæjarstjómarinnar í dag. Bannlagabrot Ólöglegt áfengi fundu toll- gæzlumenn í fyrra dag í skipi [rví, er „Magna“ heitir og hingað kom frá Vestmannaeyjum. Voru það 70 flöskur af whiskyi og genever. Höfðu þeir hvorki sagt til vínsins í Vestmannaeyjum né hér. Var það gert upptækt og skipstjórinn dæmdur í 800 kr. sekt. Skip sleit upp nýlega við Vestmannaeyjar og skemdist eitthvað af árekstri. Það var saltskip og heiíir „Ole Aar- vold“. Kom það hingað í nótt til viðgerðar. • Togararnir. „Gyllir“ er nýkominn frá Eng- landi. Dagarnir sex verða liðnir annað kvöld. Á meðan bíður hann á ytri höfninni. Fréttastofan. Forstöðumaður hennar er til viðhalds í síma 1558 alla virka daga ld. 8—10 f. h„ 12—1 og 7 -8 e. h. Hann er og til viðtals I Kirkjustræti 4 (bókabúðinni) kl. 3—6 daglega. Trú og vísindi. I fyrirlestri sínum í gærkveldi um jrað efni sagði Ágúst H. Bjarnason, að ef ritum biblíunn- ar væri raðað eftir raunverulegum aidri, þá kæmi þroskasaga Gyö- ingatrúar og kristni glöggt í Ijós, frá trú á Jahve sem orrustuguð ait til Jesú Krists og Páis postula, alt írá mannfóinúm til fjallræðu Krists. Rakti hann þá sögu nokkuð og lýsti mismuninum. Þá taldi hann aldur hinna ýmsu rita ritn- ingarjnnar eftir því, sem rannsak- enduin [)ess efnis segist frá. Væri hann m. a. rakinn eftir málinu, sem á þeirn er. Næsta mið- vikudagskvöld talar hann um Jíf og kenningu Krists. Veðrið. Hiti 10—1 stig, langmestur á Seyðisfirði. Átt víðast suðlæg, víð- ast hæg og sums staðar logn. Regn á Suðausturlandi. Þurt ann- ars staðar. Lítil loftvægislægð við Suðausturiand á leið til norðaust- urs. Útlit: Gott veður víðast, en sunnanregn á Austurlandi. Veikindi Brandesar. Hann er all-máttfarinn eftir skurðinn og þykir vera tvísýna á lífi hans, segir í tilkynningu frá sendiherra Dana. Gengi erlendra mynta í dag: SterJingspund.......kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,70 100 kr. sænskar .... — 122,01 103 kr. norskar .... — 117,50 Dollar................— 4,57V4 100 frankar franskir. . .— 18,01 100 gyliini hollenzk . . — 183,04 100 gullmörk pýzk. . . — 108,38 Inflúenzan erlendis. Símskeyti frá sendiherra íslands í Kaupmannahöfn til stjórnarráðs- ins, dagsett í fyrra dag, segir, að heilbrigðisstjórnin danska telji „inflúenzuna“ rénaða um 33°/o. Lungnabólga og manndauði sé lít- ill. Svipað muni vera annars stað- ar í Evrópu, en nákvæmar fréttir ekki fáanlegar. Sem svar upp á fyrirspurn héðan segir í skeytinu, að ekki séu neinar sérstakar frétt- ir af bólusótt í Englandi, en það komi oft fyrir þar, að einn og einn maður taki hana, en ekki sé talin hætta á útbreiðslu henn- ar, þar eð gerðar séu öruggar varnarráðstafanir. Einnig heíir aðalræðismaður Is- iendinga og Dana í Lundúnum sent stjórnarráðinu skeyti í gær. ,{3egir í því, að þótt „inflúenzu"- Taraldurinn sé allvíða í Englandi, sé hann alment í rénun. í 105 stórborgum að Lundúnum með- Æöldum hafi 759 dáið úr honum siðast liðna viku. Sysfrafélagið ,ALFA‘. Fyrir hönd „Systrafélagsins Alfa“ leyfi ég mér að [)akka öll- um, sem hafa sýnt því góðviid og styrkt ])að með gjöfum (svo sem: matvöru, fatnaði og pening- umj og vinnu. — „Sá lánar drottni, er iíknar fátækum, og guð mun launa honum 'góðverk hans.“ (Orðskv. 19, 17.). í dag er að eins eitt ár, síðan félagið var stofnað, og hefir guð af náð sinni blessað [)að og gef- ið því möguleika til að rétta bág- stöddum og sjúkum hjálparhönd. - Þörfin á góðgerðastarfsemi hefir aldrei verið meiri en nú, og er ánægjulegt að hugsa tii |)ess, að margur er æfinlega fús að hjáipa hinum munaðarlausu og fátæku. Reykjavík, 17. febr. 1927. m Elinborg Bjarnndóttir, Jngólfsstræti 21B, sírni 899. .ka: Vil selja með sérstöku tæki- færisverði tvær Claes-prjónavélar, 140 nála með viðauka, sem að eins hafa verið notaðar á yfir- standandi prjónanámskeiði. — Til sýnis til 22. þ. m. (Bláa beljan). Fæst all staðar, í heildsölu hjá C. Behrens. Sími 21. Hafnarstr. 21. Hey! Ágætt hesta-hey og kúa- hey hefi ég til sölu fyrir mjög sanngjarnt verð. Sigvaldi Jónsson, Bræðraborgarstíg 14. Sími 917. Sími 917. Hæ! Hæ! Frú Sigmunda! Allar Kryddvör- ur og Hveiti, og þá blessað Kaffið frá honum Theodór, líkar mér langbezt. — Það er svo, Jóna mín! Hvaða sírna hefir hann? — 951. — Já. Ég skal muna 9 51. Maltffl. Bajerskt ffi, PIIsMer. Bezí. - Ódýrast, Innlent. Sjómenn! Verkamenn! Vinnuvetlingarair margeftirspurðu með skinni á gómum og blárri fit, eru nú komnir aftur og kosta að eins 1.25 parið. Vffruhúslff. Ekki eru Svlar betri en vér! Árið 1926 voru rekin 29 418 á- fengis- og drykkjuskapar-mál fyr- ir sænskum dómstólum. Er þetta há tala, og eru þó málin í rénun, því að árið 1925 voru þau 32 521 og 1924 32 685. Fasteignastofan, Vonarstræti 11 B, annast kaup og sölu fasteigna í Reykjavík og úti um land. Á- herzla lögð á hagfeld viðskifti’ beggja aðilja. Símar 327 og 1327. Jónas H. Jónsson. Sjómenn! Varðveitið heilsuna og sparið peninga! Spyrjið um reynslu á viðgerðum olíufatnaði frá Sjóklæðagerðinni. Hús jafnan til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks. Helgi Sveinsson, Aðalstr. 11. Heima 11—1 og 6—8. Sokkai* — Sokkar — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Ábyggilegan ungiing vantar til sendiferða. Sjóklæðagerðin. Hveiti 28 au. % kg. Haframjöl 28 au. 1/2 kg. Hrísgrjón 28 au. É2 kg. Rúgmjöl, Kaffi ódýrt. Her- mann Jónsson, Hvg. 88, simi 1994. íslenzkt smjör, Kæfa, Tólg á 1 kr. 1/2 kg. Herm. Jónss., Hvg. 88, sími 1994. Steinoiía, bezta tegund, ódýr. Herm. Jónss., Hvg. 88, sími 1994. Gulrófur, Kartöflur á 15 au. V2 kg. Herm. Jónsson, Hvg. 88, sími 1994. Melis, Strausykur, Kandis ódýr. Herm. Jónss., Hvg. $8, sími 1994. Hjá mér fæst þessi ágæti freð- fiskur undan Jökli. Herm. Jóns- son, Hvg. 88, sími 4994. Divanctr með tækifærisverði til 20. þ. m. á Freyjugötu 8, sími 1615. Ritstjórt og ábyrgðarmaður HallbjOru Halldórssou. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.