Alþýðublaðið - 18.02.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.02.1927, Blaðsíða 3
aLÍSÝÐUBLAÐIÐ 8 Ef Þ®r sækist eftir góðri, en ódýrri handsápu, þá biðjið um eftirtaldar tegundir frá Kaaiunds Sæbe- fabriker, Árósum: Mandelmælk, TJæresæSíe, Iris, Hoyal Mospital, ©ral, Finest Ölive, Galdesæbe, Boraxsápa, Karbólsápa, Cold Cream. — EiiaisveF pessara íegnnda fæst éefað hjá kanpenaaai peim, sem pér verzlið vfé, ella peiaa næsta. heitið því, að Héðinn yrði einn þeirra, er peir kysu í nefndina. Nú pykir það illa skarta á kurt- eisum mönnum að ganga á orð sjn. Þó fór svo í þetta sinn, og mun þeim hafa staðið ógn af svo miklu lýðræði eins og Héðinn hélt fram og frumvarpið stefnir að. Komu þeir fram með lista, er á voru: Bernharð, Hallcl. Stef., Ja- kob og Tr. Þ., en á lista íhalds- manna var Bj. Línd., Þórarinn, P. Ott. og J. Ól. Nú, er Héðinn sá, hve mikið var að marka orð þeirra „Framsóknar“-manna, bar hann fram þriðja listann. Var Bernharð einn á honum. Fór kosn- ingin svo, að lísti „Framsóknar“- flokksins fékk 13 atkv., íhaldsins 12 og þriðji listinn 1 atkv. Féll J. ÓL, en hinir voru kosnir í nefndina. Frumvarpið um veitíngu ríkis- borgararéttar var samþykt til efri deildar, ákveðnar tvær umræður um þingsál.till. um skipun milli- þinganefndar í landbúnaðarmál- um og ein um þingsál.till., er M. T., Jör. Br„ Tr. Þ. og Jón Guðna- son flytja um lækkun vaxta, að n. d. skori á stjórnina, að koma því til leiðar, að vextir aðal- Jánstofnananna verði lækkaðir hið allra fyrsta. Efrl deild. Þar var til 1. umr. frv. um breytingu á lögum um stýri- mannaskólann í Reykjavík þess efnis að gera það að skilyrði fyrri námi þar, að menn hafi ver- ið U/á ár á varðskipum ríkisins og U/2 í förum á verzlunarskip- um. Fylgdi flutningsmaður, Jón- as frá Hriflu, þvi úr garði, og var því svo vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. Þingsályktunartillögu flytur Jónas frá Hriflu um, að veðurstofan fái loftskeyti frá Júl- íönuvon á Grænlandi, svo veð- urspár verði öruggari. Ný frmnvörp. Tr. Þ. flytur samkvæmt ósk Búnaðarþingsins frv. um varnir gegn yörtupest í kartöfluim og annari sýkingu nytjajurta. 6. gr. þess frv. virðist vera í enn fyllra samræmi við ákvæðið í stjórnar- skrárfrv. Héðins, að alþingi til- taki verð það, er komi fyrir þá eign, er almenningsheill krefur að eigandi láti af hendi, heldur en Við 63. gr. í nú gildandi stjórn- arskrá, er segir, að fult verð skuli goldið. Greinin er þannig: „Á- kveði stjórnarráðið, að uppskeru skuli eyðileggja, skal grciða bætur fyrir það úr ríkissjóði, þó eigi hærri en nemi þrem fjórðu þeírr- ar upphæðar, sem dómkvaddir matsmenn ákveða að sé hæfilegt verð uppskerunnar." ' KoFpálfsstaéamálið. Dómsmálastjórnin hefir í fyrra dag lagt fyrir sýslumanninn í Kjósar- og Gullbringu-sýslu að höfða sakamál gegn Eýþóri Þor- grímssyni fjósráðsmanni á Korp- úlfsstöðum fyiir sviksamlega blöndun mjölkur með vatni. Þess er að geta til viðbótar við athugasemdirnar við grein Thors Jensens um málið hér í blaðinu, að bústjórinn á Korpúlfsstöðum hefir við nokkra menn (einn og einn) neitað því, að hann hafi bor- ið fram „eindregin tilmæli“ um, að fjósamönnunum væri vísað úr vistinni. Vinnusamniiigur milli verkamannafélagsins „Dags- brúnar" annars vegar og „Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda hins vegar. 1. grein. Kaupgjaldið í venjulegri hafn- arvinnu hjá útgerðarfélögum þeim, sem eru í Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda i Reykja- vík, er um klukkustund: Virkci daga : Dagvinna kl. 6 f. h. til 6 e. h. kr. 1,20 Kvöldvinna kl. 6 e. h. til 10 e. h. — 2,00 Næturvinna kl. 10 e. h. til 6 f. h. — 2,50 Helgidagavinna allan sólarhringínn — 2,50 2. grein. Matmálstími kl. 12—1 e. h. frá- dregst, en 2 hálftímar til kaffi- drykkju á daginn reiknast sem vinnutími. 3. grein. Hvorugur aðili skoðar samning þenna sem bindandi undirstöðu að síðari samningum. 4. grein. Nýjar samningatilraumr skulu hefjast í byrjun nóvember þetta ár. 5. grein. Samningur þessi gíldir frá 17. febrúar 1927 kl. 1 e. h. til 31. dezember 1927 kl. 12 að kveldi. Reykjavík, 17. febrúar 1927. F. h. Verkamannafélagsins Dags- brúnar: Hédinn Valdimarsson. Ágúst Jósefsson. Pétrn G. Giíðmundsson. Guðm. Ó. Guðmundsson. Sigurður Guðmundsson. F. h. Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda: Pdll Ólafsson. Guðm. Ásbjörnsson. Ingvar Ólafsson. Vataasleysi. Það er búið að vera vatnslaust nú í næstum tvo sólarhringa í Eskihlíðar-húsunum. Hefir verið kvartað um það hvað eftir annað við bæjarverkfræðing og borgar- stjóra, en þeir liafa daufheyrst við að lagfæra þetta; er það þó illa gert og getur orðið að mijklu fjárhagslegu tjóni auk óþægind- anna, þar sem þarna eru meðal annars 6 mjólkurkýr, en vantar vatn handa þeim. Sýnir það, að stjórnarvöld bæjarins gera sér minna far um að bera umhyggju fyrir afkomu borgaranna, að minsta kosti hinna smærri, heldur en að heimta af þeim skatta. 17. febr. Hlutdðeigandi. Uffi cHöejiam vepissia. Næturlæknir er í nótt Gunnlaugur Einarsson, Stýrimannastíg 7, sími 1693. Fyrirlestur um tannsjúkdóma og vamir gegn þeim flytur Jón Jónsson læknir í kvöld kl. 81/2 í kvik- myndahúsinu í Hafnarfirði. Eez t Baíkli-lii Mem ---0,30 stk. Rodger-0,40 stk. Reynið þessar tegundir, og þér munuð aldrei nota aðrar. Sls1 vfFwwfji, „Munkarnir á Möðiuvöllum." verða leiknir annað kvöld. Þenna dag árið 1546 andaðist Marteinn Lú- ther. Guðspekifélagið. Septímufundur í kvöld kl. 8V2 stundvíslega. Efni: Konan. Stjörnufélögum boðið. Veörið. Hiti mestur 3 stig, minstur 3 stiga frost. Viðast suðlæg átt, hæg og víðast þurt veður. Djúp loftvægislægð og stormur um 1000 km. suðvestur af Reykjavík. Otlit:- Stilt og gott veður í dag, en hér við Suðvesturland hvess- ir á austan með kvöldinu, og verð- ur sennilega hvast í nótt. Annars staðar hvessir einnig í nótt. Regn verður hér á Suðvesturlandi. Skipafréttir. „Botnía“ kom í nótt frá útlönd- um og Austfjörðum. „Suðurland“ fór í gær í Borgarnessför. Togararnir. Þýzkur togari kom í gær til að sækja veikan mann. „Royndin“ för aftur á veiðar í gær. „Draupn- ir“ kom frá Englandi í gær. Er hann enn í sóttkví á ytri höfn- inni. Kjósarlæknir hefir Daníel Fjeldsted verið ráð- inn fyrir nokkru eftir Ólaf heitinri Gunnarsson. Ðánarfregn. í morgun andaðist í Landakots- sjúkrahúsi eftir langa sjúkdóms- legu Jón Guðmundsson útvegs- bóndi frá Mosfelli í Vestmanna- .. eyjum, miðaldra maður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.