Alþýðublaðið - 18.02.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.02.1927, Blaðsíða 4
4 AL5ÝÐUBLAÐIÐ Borgarnesi, FB,, 15. febr. Tíð og heilsa. Tíðarfar , hefir verið umhleyp- sngasamt upp á síðkastið. Heilsu- far dágott, en vægur „kikhóstí" hefir pó verið að breiðast út um héraðið. Gamansamt ,verkaxnanna‘-f élag Verkamenn í Borgarnesi stofn- uðu með sér félag í gærkveldi. Formaður var kosinn Ingólfur Gíslason læknir. [Allan skrattann vígja peir, mætti segja, pví Ing- ólfur er alpektur íhaldsmaður, finda parf enginn að ætla, að petta sé raunverulegt verkamannafélag. Það er auðvitað eitthvert skrípi, sem ætlað er til pess að villa verkamenn frá réttu verkamanna- félögunum. Slík blekking tekst auðvitað ekki.j Keflavík, FB„ 16. febr. Ógæftir. Hér hefir ekki verið róið síðan á laugardag, og aflaðist pá lítið. Verðurgekki komist á sjó vegna pess, að stórsjór er jafnan úti fyrir og sífeldir stormar. Þó suma daga lægi lítið eitt um hádegi, rýkur hann fljótt upp aftur. Gæft- ir munu jafnslæmar í Sandgerði. Hér hefir ekkert aflast að kalla á aðra viku. Heilsufar er ágætt. Enginn „kikhósti". Þeir rnenn, sem fóru út í enska línuveiðarann um daginn og settir voru í sóttkví, losna úr henni í kvöld. Þjórsárbrú, FB„ 16. febr. Vextir i Þjórsá. Tíðarfar gott. Þíðviðri. — Þjórsá hefir hlaupið upp hjá Sauðholti í Ásahreppi. Þar býr Ágúst Jónsson. Hefir áin flóið al- veg kring um bæinn, er stendur mjög lágt, og hefir fólk ekki kom- ist til fjárhúsa. Eru aðstæður bóndans afskaplega örðugar sem Maiapáð AMÞýdBBblaðSðS stendur. Hefir verið um pað ráðg- ast að senda bát að Sauðholtí, pví ef flóðið eykst, er fólkið í hættu statt og kæmist ekki í burtu. Að eins einu sinni, svo menn muna, hefir áin flóið upp svona mikið parna, og ekki hag- að sér eins og í vetur í manna minnum. Stykkishólmi, FB„ 17. febr. Úr Stykkishólmi. Hér hefir verið marahláka og hlýindi undanfarna daga, og hefir tekið upp allan snjó af láglendi. f dag er gott og fagurt veður, logn, hlýindi og sólfar. — I dag er 20 ára afmæli kvehfélagsins „Hringurinn“, og halda konurnar afmælið hátíðlegt með samsæti í kvöld. Verður pað mjög f jölment, og er karlmönnum boðið. — „Spanskflugan" hefir verið leikin hér einu sinni í góðgerðaskyni, og pótti vel takast. Hún mun verða leikin oftar. — Heilsufar er gott. Enginn „kikhósti", svo menn viti. — Einn bátur réri í gær og aflaði vel. Eitthvað verður gert út héðan með vorinu. Viðskifta- og atvinnu-lífið dauft sem stend- ur. Frá Danmörku. (Tilkynning frá sendiherra Dana.) Arup prófessor hefir orðið að Ieggjast á spítala. Hefir hann bandvefsbólgu í háls- inum, sem hann hefir hlotið við rakstur. Tala atvinnulausra hefir aukist um 636 upp í 91 916 á móts við 76 700 í fyrra. Þá var jafnaðarmannástjórn í Danmörku, en nú er íhaldsstjórn. Drjúgnr er „Mjallaru-dropinn. Hey! Ágætt hesta-hey og kua- hey hefi ég til sölu fyrir mjög sanngjarnt verð. Slgvaldi Jónsson, Bræðraborgarstíg 14. Sími 912. Sími 912. Eyjabiaðið, málgagn alpýðu í Vestmanneyjum fæst við Grundarstig 17. Útsölu- maður Meyvant Ó. Hallgrímsson. Simi 1384. Sjómenn! Verkammm! VinnnvetltaBarnir margeftirspurðu með skinni á gómum og blárri fit, eru nú komnir aftur og kosta að eins 1.25 parið. VðrahisIO. Skata, Saltfisknr, Rlklinpr, Sæfa, TóIb f verzfun Tbeodörs N. Siguroeirss. Nönnugötu 5. Sími 951. Dugleg stúlka óskast á gott heimili í Vestmannaeyjum. Upp- lýsingar hjá Lilju Kristjánsd. á Laugavegi 37, sírni 104. H ermanmklœdið ameríkanska — níðsterkt, í reiðföt, drengja- föt o. fl„ fæst að eins í Vöru« búðinni, Laugavegi 53, sími 870. Verzlið við Vikctr! Pað verður notadrýgst. Mjólk fæst allan daginn í Al- pýðubrauðgerðinni. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Alpýðuflokksfólk! Athugið, að auglýsingar eru fréttír! Auglýsið pví í Aipýðublaðinu. Rltstjórl og ábyrgðarmaðar Hallbjðra HalldórsaoH. Alþýðuprentsmiðjan. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. pannig áfram — og varð sífelt meira og xiieira innblásxnn af sinni eigin mælsku, — eða kann ske það hafi verið whisky eöa brennivín eða þrúgusaft! En par kom, að Filip varð svo smitaður af bardagahuginum, að hann stakk höfðinu upp úr heyinu og hrópaði: „Ágæít af pér, gamli kari! Láttu ekki traðka á réttindum pínum! Láttu hana ekki fara illá með pig! Húrra fyrir karl- mennum!“ Bóndinn stóð agndofa með opinn munninn, en flakkararnir tve'ir stukku á fæt- ur og lögðu á flótta úr fjósinu, og hlátur- krampinn var svo mikill, að peir tóku ekk- ert eftir regninu, sem streymdi. ofan á pá úx loftinu. LII. En það leið vitaskuld ækki á Jöngu áöur en pessi litli hópur var aftur orðinn alvar- legur. Smiður sagði við Franklin, að hann ætti ekki að dvelja þarna iengur; þaö gæti ekki hjá því farið, aö yfirvöldin tíefðu auga með sér vegna þess, hve mikið hefði borið á honum undanfarið. Korwsky tók í sama strenginn. Það væru áreiðanlega njósnarar i námunda! Þeir sleptu ekki augunum af ððrum eins manni. Þeir myndu bráðlega fara á stúfana til pess að leita að ein- hverju, er hægt væri að' stefna hotíum fyr- ir, og ef ekkert fyndist, pá rnyndu þeir búa pað til. Þegar Smiður spurði, við hvað hann ætti, pá svaraði hann: „Þeir fela sprengi- efni, par sem þér hafið verið, eða falsa bréf til pess að sýna, að pér hafið verið að undirbúa ofbeldisverk.“ „Og trúir fóik þessu?“ spurði Smiður. „Trúir peim?“ hrópaði Korwsky. „Ef þeir sjá pað í blöðunum, pá trúá þeir pví, svei mér þá!“ Spámaðurinn svaraði; „Svo skal' hver mað- ur lifa, að heimurinn trúi tíonum, en ekki óvinum hans.“ Og pá bætti hann við orðum, er við urðurn foijviða á; „Einn maður er rneðal vor, sem mun svíkja mig.“ Þeir horfðu auðvitað steinhissa hver fram- an í anman. Þeim var mjög órótt, og hver fyrir sig mælti; „Félagi!" eða: „Bróðir!" eða: „Verkfélagi!" — altveftir pví, senx þeir voru vahir —: „Er það ég?“ Alt í einu spurði ]xessi prekni ríáungi, er Hamby nefndist og sagðist vera friðarvinur: „Er það ég?“ Smið- ur svaraði rólega: „Þú sagðir það.“ Nokkrir stukku jafnskjótt á fætur. Þeir ætluðu að fleygja honum á dyr. En Smiður bað pá að setjast aftur og mælti: „Lofið hlutunum að hafa sinn gang, því að völd þessa heims munu líða pví fyrr undir lok, ef peim er leyft að drepa sig sjálf." Hann sá sýnilega enga ástæðu til þess, að petta atvik skyldi purfa að spilla veizlu- fagnaðinum. María Magna kom hlæjandi inn og hélt á jarðarberjakökunni, sétti hana á borðið og tók jxegar að hluta Ixana í sundur. Þegar öllunx hafði verið skamtað, mælti Smiður: „Ég mun ekki dvelja mikið lengur með yður, vinir minir! en pér munuð minn- ast mín, er þér sjáið þennan fagra, rauða ávöxt ofan á köku, og þér munuð einnig nugsa tíi min og boðskapar rníns, pegar. pér bragðið góða, rauða þrúgusaft, sem ef til vill hefir verið einum eða tveimur dögum of lengi í fiöskunni!“ Sumir hlógu, en aðrir voru með tár í aug- um. Ég veitti pví athygli, að er hæst stóð fögnuðuriwn, stóð pessi Hamby upp úr sæti sínu og iæddist út úr herberginu. Skömmu síðar tóku menn að tínast á brott af ýms- um ástæðum. Karlin skýrði frá pví, að gamli klárinn hans hefði verið að vinna allan dag- inn og hefði engan kvöldverð fengið. Colver var órótt, ekki sjálfs sín vegna, heldur sök- um vinar síns, og ég sá, að hann hrökk við í hvert skifti, er dyrnar voru opnaðar. Þá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.