Alþýðublaðið - 19.02.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.02.1927, Blaðsíða 4
4 ALEÝÐUBLAÐIÐ ur og foringjar fieirra létu ann- lað í veðri vaka. En í tilefni af stjórnarskrárfrv. Héðins er þeim tjöldum nú svift ofan, og tjaldað með alveg spánnýjum og alt öðru- vísi litum dúkum, því að svo mæiist „Mgbl.“ nú: „En þetta mál sýnir bezt, Iwe mikil fjcirstœða pao er, að bœndur séu í stjórn- málasambandi við jafnaðarmennu (Alþbl. auðkendi). Það verður nógu gaman að sjá, hvaða tuskurn „Mgbl.“ tjaldar næst. Blaðið er farið að minna all-greinilega á kvikindi það, sem kameleo nefn- ist og er með þeim ósköpum, að skifta þegar lit eftir því, sem það .stendur á. Um dagmn og veginn. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Lækj- argötu 2, sími 272, og aðra nótt Magnús Pétursson, Grundarstíg 10, sími 1185. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Reykja- víkur. Kaupfélag Reykvíkinga heldur aðalfund sinn á morgun jkl. 5 í kaupþingssalnum. Góa byrjar á morgun. V Læknapróf stendur yfir í háskólanúm, en eigi verður því lokið fyrr en lík fæst til að gera prófskurði á. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson, kl. 2 hekl- ur séra Friðrik Hallgrímsson barnaguðsþjónustu, kl. 5 séra Fr. H. 1 fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson, en þar eð Haraldur próíessor Níelsson er veikur, verð- ur engin messa þar kl. 5. 1 Landa- kotskirkju kl. 9 f. m. hámessa. í Aðventkirkjunni kl. 8 e. m. predik- ar séra 0. J. Olsen um höfuð- einkenni kristindómsins. — 1 Sjó- mannastofunni verður guðsþjón- usta kl. 6 e. m. Allir yelkomnir. 1 spítalakirkjunni (kaþúlsku) í Hafnarfirði Id. 9 f. m.:söngmessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með pre- dikutr. Trú og visindi. Fyrirlestur um það efni verður ífluttur í Landakotskirkju kl. 6 e. m. á 'morgun. Stúdentáfræðslan. Á mórgun kl. 2 ætlar frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir að flytja erindi í Nýja Bíó um ástandið hér á landi í kring um þjóöhátíðaráriö 1874 og gera samanburð á því og ástandinu, sem nú er. Á þessu tímabili hafa orðið stærri breyt- ingar en nokkru sinni áður, og mun einkurn yngra fólki þykja gaman að heyra hinu eldra á- standi lýst, og það því fremur, sem frú Bríeti er trúandi til að gera það mjög skemtilega. Togararnir. Af veiðum komu í morgun „Apríl“ með 900 kassa ísfiskjar, „Gulltoppur" með 47 tunnur lifr- ar og „Gyllir". Hafði hann farið út á fIóann til veiða, á meðan hann beið af sér sóttvarnatímann. Kom hann með eitthvað af fiski til sölu hér, en sumt af honum misti hann út af þilfarinu í fokinu i nótt. Togarinn „Hafsteinn" kom frá Englandi í morgun. Var hann laus úr sóttvörn kl. I í dag, og fer hann bráðlega, líklega í kvöld, áleiðis til ísafjarðar. Tveir ensk- ir togarar komu hingað í gær- kveldi, annar með veikan mann. en hinn með slasaðan mann. Hafði eitthvað slegist framan í hann, en ekki kvað hann vera hættulega meiddur. Karlakór Reykjavíkur heldur, eins og auglýst hefir verið hér í blaðinu, samsöng í Nýja Bíó á morgun kl. 31/2. Má búast við mjög góðu af kórnurn, því að' formaður hans er nýkom- inn frá Vínarborg, ,‘þar sem hann hefir verið að framast. Barnaskóli R.vfkir. Mánudaginn 21. þ. m. tekur skólinn aftur á möti þeim börnum, sem fj aryerandi hafa verið vegna kikhöstavarna, og gengur þá í gildi sama stundatafla, sem sett var í haust. 18. febrúar 1927. Skólastjórinn. Kaiipfélag Reykvikinga. Aðalfundur félagsins verður haldinn í kauppingssalnum í Eim- skipafélagshúsinu sunnudaginn 20. p. m. og hefst kl. 5 síðdegis. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Reykjavík, 14. febrúar 1927. Stjórnin. JÉJIIr ætt u atl irunatryggja - strax! Nordisk Brandforsikring H.f. býður lægstu fáanlegu iðgjöld og fljóta afgreiðslu. Sími 569. Aðalumboð Vestugötu 7. Pósthólf 1013. „Inflúenza“ er í togaranum „Drauþni". Voru margir skipverja veikir á leiðinni, en veikin mjög væg, og er þeim •batnað, nema einum, sem er veik- ur. Skipið bíður í sóttkví á ytri höfninni. Skipafréttir. „Botnía" fer héðan kl. 8 í Wvbfd. Veðrið. Hiti 10 \ stig. Langmestur á Seyðisfirði. Átt suðlæg. Hvass- viðri í Vestmannaeyjum og all- hvast á Suðvesturlandi og á Raufarhöfn. Annars staðar lygn- ara. Haglél hér og í Vestmánna- eyjum, en annars staðar . víðast þurt veður. Djúþ loftvægislægð út af Vestfjörðum á norðaustur- leið. Útlit: Allhvöss suövestlæg og vestlæg átt, hvöss hér á Suð- vesturlafidi í dag og haglói, en snjókoma í nótt. SvipaÖ veður á Vesturlandi, en sennilega þurt á Austurlanrli. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund . ,. . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 101 kr. norskar . , Dollar............. 100 frankar franskir. 100 gyliini hollenzk 100 gullmörk pýzk. kr. 22,15 — 121,70 — 122,01 — ’ 117,57 — 4,57 V4 — 18,07 — 183,04 — 108,32 Riíssneski skiðamaðurmn, sern ætlaði að fara á skiðum frá Moskva 111 Osló og mynd var af um daginn í sýniskáp Alþýðu- blaðsins, hefir nú lokið ferð sinni. \ ,-.V’ I | fÚMzti l J !| I \ •) Lrrir:- Páll Eycjert Ólason: Menn og mejitir siðskiftaaldarinnar á Is- landi. IV. bindi. Rithöfundar. 25,00, ib. 30,00, skinnb. 35,00. Kór- ónan af bókmentum ársins! Stærri bók en nokkur önnur, meiri bók en nokkur önnur, merkari bók en nokkur önnur! Nánar urn hana síðar. Sabatini: Víkingurinn l.-Il. 6,00. Skáldsaga, sem þegar er orðin vinsæl hér. Sagdn af Murteini málara. 1,0(1. Æfintýrasögur eins og þessi eru farnar að verða. sjaldgæfari, þær hafa samt enn þá sinn forna töfra- mátt, sérstaklega á hina yngri les- endur. Sakúntala. 3,00. Sawitri. 2,00. Fornindverskar sögur, þýddar af Stgr. Thorsteinssyni. Þetta er 2. útgáfa þessara ágætu barnabóka. / ^ Siómenn! Verbamemi! Vinnnvetlingamir margeftirspurðu með skinni á gómum og blárri fit, eru nú komnir aftur og kosta að eins 1.25 parið. Vðriiliúslð. Stúdeataf ræðslan. Á morgun kl. 2 flytur frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir er- í Nýja bíó um ástandið á íslandi 1874 og nú. Miðar á 50 aura við inn- gangirin frá kl. 1 3n. Rjómi fæst í Alþýðubrauðgerð- inni. Ef Sjóklæðagerðin ber í tvo sloppa fyrir yður, þá græðið þér einn slopp og eruð aldrei blautur við vinnuna. Verzlið við Vikar! Það verður. notadrýgst. Tek saum heim, sauma einnig í húsum, pressa og geri við gömul föt. Þórdís ÓJafsdóttir, Týsgötu 6, kjaliara. Divanar með tækifærisverði til 20. þ. m. á Freyjugötu 8, sími 1615. Stór og smá hús tii söiu fyrir sanngjarnt verð. Jónas H. Jóns- son. Gamall steinbœr, ásamt ágætri, stórri byggingarióð í Vesturbæn- um, er til sölu^ fyrir sanngjarnt verð. Jónas H. ‘Jónsson. Rltstjórl og ábyrgðarmaður HallbjðrB Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.