Alþýðublaðið - 23.02.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.02.1927, Blaðsíða 2
s alþýðublaðið ] ALÞÝÐUBLAÐIÐ [ < kemur út á hverjum virkum degi. ► 3 ■■■ , ■ ► 5 Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við E 3 Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► J til kl. 7 síðd. < Skrifstofa á sama stað opin kl. £ 3 QVa-lOVa árd. og kl. 8-9 síðd. [ 3 Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► 3 (skriistofan). I < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► < mánuði. Augiýsingaverð kr. 0,15 í j hver mm. eindálka. [ 3 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan t < (í sama húsi, sömu símar). f Hermdarverk í vændum. Ætlar alpingi að svifta verkalýð- inn kosningarrétti til alpingis og hindra með pvi vöxt Aipýðuflokks- ins ? Enn er komið fram frumv-arp um færslu kjördagsins frá fyrsta vctrardegi til X. júli. Á pinginu 1924 koin fram sams konar frum- varp, en komst pá ekki í glegn um þingið fyrir eindregin mótnræli alpýðu úr nærfelt öllum kaup- túnum landsins. Ég fylgdist vel með pessu máli pá og kyntist því, hve geisimikill mótprói var á móti þessu frumvarpi, enda skyldi pað engan undra, par sem vitanlegt er, að næði þessi breyling fram að ganga, þá er mikíll hluíi vctka- lýðsins í landinu bókstaffega sviftur atkvæðisrétíi. Þarf ekki annað en minna á, að á þessum tíma árs eru sjómenn og verka- fólk víðs vegar um alt land f jarri heimilum sínum og fjöldi manna á sjó og á landi svo settur, að þeim er óinögulegt að sækja kjör- fund, og þótt það fengi að kjósa annars staðar en h^ima, þjá er það lítil bót, af þvi að fjöldí manna er æfiníega svo settur við atvinnu sína, að hann getur hvergi kosið. Annars er það skrítið réttlæti hjá flutningsmönnum þessa frum- varps, að ætla að bæta úr þeim tálmunum, sem orðið geta ein- stöku ár á vegi bændanna við að sækja kjörfund með því að svifta miklu fleiri kjósendur möguleik- anum tii að geía kosið. Allir vita það, að fyrsta vetrardag er það örsjaldan, að veður hamli fólki til sveita að sækja kjörfund. Það er meira að segjá víst, að annatími, eins og er 1. júlí, hindrar miklu fleiri hér sunnan lands í sveit- unum frá að komast á kjörfund. Eða halda menn t .d., að vinnu- fólk eigi alls staðar greiðan að- gang að því að fara á kjörstað? Ég segi nei, og ég veit, að fjöldi af húsbændum í sveit á vterra með að komast að heiman 1. júlí en fyrsta vetrardag. Það er engin tilviljun, að kjör- dagurinn var á sínum tíma flutt- ur á fyrsta vetrardag. Það var einmitt gert méð 'það eitt íyrir augum, að sem allra flestir gætu notað kosningaréttinn, og til þess er ætlast bæði í kosningalögun- um og stjórnarskránni, að öllum kjósendum sé tryggður sá réttur. En nú koma þingmenn, sem ekki virðast sjá út fyrir asklok síns eigins kjördæmis, og heimta kjör- daginn færðan á þann tíma árs- ins, sem fæstir geta haft tæki- færi til að nota óskoraðan at- kvæðisrétt sinn. Nei, góðir háls- ar! Þótt þið þingmenn skákið oft í því skjóli, að fólkið í landinu hafi Iítt auga með gerðum ykk- ar, þá er það fullvíst, að þegar svo langt er gengið í að beita fólkið hreinu ranglæti og ‘ódreng- skap, þá vaknar það vissulegaí Það þýðir ekkert að koma með það, að í 3—4 sýslum á Norðúr- landi geti 5. eða 10. hvert ár komið hríð, svo að ófært verði á kjörstað. Það réttlætist ekki með því að gera enn þá miklu fleir- um ómögulegt að kjósa. Það er hins vegar sjálfsagt að fyrirbygggja það, að fólk rnissi af að kjósa vegna illveðurs, og það er hægt án þess að skerða rétt annara. Það eru til þess margar ieiðir, sem þingmenn ættu að geta séð eða fara heim ella og fá aðra skýrari í staðinn. Má benda á nokkrar, t. d. fjölgun kjörstaða í þeim sveitum, sem eru í hættu, hvað þetta áhrærir, kosningu næsta góðan dag eftir venjulegan kjördag, sérstakan kjördag fyrir þær sýsiur, sem dæmi hafa sýnt, að veður eða færð hefir hamlað, einn kjördag fyrir sveitir og ann- an fyrir kaupstaði og sjávarþorp, sem hafa fleiri ibúa en t: d. 100. Sjálfsagt mætti finna nógar leiðir, ef viljinn er góður og ásetningur- inn sá, að láta alla njóta sem fylst réttar síns. En ef færa á kjördaginn til þéss eins að níðast á einni stétt, eins og frumvarp þeirra þingmanna Norðmýlinga fer fram á, þá eru ótal Ijón á veginum. Og eitt er sjálfsagt: Fái ekki réttlætið að ríkja í þessu máli, verður alþýða að taka til sinna raða og beita hverju pví meðali, sem dugir til að hindra, að ranglœtið nái fram að ganga. Vei.þeim þjóðfulltrúum, sem vís- vitandi vilja fremja ranglæti! Felix Guðmundsson. Danska sílómin og verkamenn. Khöfn, 5. febr. 1927. Fáum mun hafa dulist það við’ síðustu kosningar hér, að kæpiust vinstri menn til valda, yrði verka- mönnum ekki hlíft hvað laun þeirra snerti og þau hlunnindi, sem ríkið veitir til styrktar þeim, svo sem vinnuleysissjóði þeirra (þeim hefi ég lýst hér áður), elli- styrktarsjóði og sjúkrahússkostn- að, enda er nú líka komið á dag- inn, hvað stjómin ætlar sér í þeim málum. Til þess að spara útgjöld ríkis- sjóðs og fylla upp í skörðin eftir Landmandsbanka-hrunið, leggur stjórnin nú fyrir þingið að lækka laun allra embættismanna ríkis- ins, og það er ekki neitt sm,á- ræði, sem þar er um að ræða Er áætlað, að sú lækkun nemi 28 —29 milljónum króna fyrsta árið eða nú þegar í aprílmánuði. 'Þessi lækkun kemur þó harðast niður á ógiftum mönnum í þjónustu rík- isins, þannig, að laun þeirra lækka um 700—750 kr. á ári. Hinir sömu höfðu 2000—2400 kr. á ári. Þessu lík er öll lækkunin eftir frum- varpi stjórnarinnar. Allan styrk til sjúkrasjóða, ellistyrktar og sjúkrahúsa á líka að skera niður að miklum mun, 5—6 millj. kr. Nái þetta fram að ganga, verður það óbætanlegur hnekldr fyrir sjúkrasjóði, sem þegar eiga í vök að verjast og fult í fangi með að svara skyklum sínum. Ellistyrkur- inn er sízt of hár, eins og hann er nú, og má því ekkert missa. 2—3 millj. kr. á þeim lið yrði mörgum þungur hnekkir. Styrk- ur þessi er nú 45—60 kr. á mán- uði og þolir því ekki mikla lækk- un. Að lækka styrkinn til átvinnu- leysissjóðanna hefir vitanleg^ meiri örbirgð í för með sér, eins og nú er ástatt. En það er enga náð að finna fyrjr augum stjórn- arinnar. Hún er miskunnarlaus í niðurskurði sínum. Til hermála á þó ekki að spara nema 15 núllj. kr.,. og er mjög ósennilegt, að hægri menn veiti þeim sparnaði lið sitt. Vitanlega spyrna jafnaðarmenn á móti broddunum eins lengi og hægt er, en hægri-' og vinstri- menn þafa nægan meirihluta til að koma þessu fram, geti þeir orðið á eitt sáttir. Mjög er þó hæpið, að hægri menn gleypi við þessum sparnaði þegjandi og hljóðalaust, og kemur það fyrst á daginn, þegar lengra liður á mánuðinn. Enginn skyldi þó láta sér koma' á óvart, að stjórnarskifti gætu orðið áður en skógurinn laufgast í vor. En ekki er vert að spá neinu um það, hverjir þá tækju við taumunum, og yrðu það hægri menn, yrðu. skiftin lítið betri. Um jafnaðarmahna-ráðuneyti er ekki að tala, nema þá því að eins, að nýjar kosningar færu fram, en sennilega óskar núverandi meiri- hluti þess ekki. Þorf. Kr. Alpingi. Bann gegn næturvinnu. Amnar af fulltrúum alþýðunnar á alþingi, Héðinn Valdimarsson, flytur frv. um, að bönnuð sé öll næturvinna við fermingu og af- fermingu skipa og báta í Reykja- vík og Hafnarfirði frá kl. 10 að kvöldi til 6 að morgni, nema lög- reglustjóri veiti í einstök skifti skriflega undanþágu, er gildi að eins næturlangt, og því að eins að hrýna og óhjákvæmilega nauð- syn beri til. Skal hann halda skrá yfir slík leyfi og geta þar ástæð- unnar til undanþágunnar. Brot gegn lögunum varði 500—5000 kr. sektum, er afgreiðslumaður greiði. Svo segir í greinargerð frv.: „Frumvarp þetta er svo að segja orðrétt eftir frumvarpi, er flutt var á þingi 1925 af þáverandí 2. þm. Reykv. (J. Bald.), en féll þá með litlum atkvæðamun. Þó er sú breyting á gerð, að lögin skuli gilda alt árið, í stað þess, að í frumvarpi því var undan tekinn tíminn frá 1. maí til 1. óktóber, og er þessi breyting gerð með það fyrir augum, að þótt næturvinna sé sjaldgæf við ferm- ingu og affermingu skipa i Reykjavík og Hafnarfirði á þessu tímabili, er hún þó jafnvel enn ó- þarfari þá heldur en að vetri til. Verklýðsfélögin í Reykjavík og Hafnarfirði leggja mikla áherzlu á að fá lög, er banni þessa nætur- vinnu. Að minsta kosti í Reykja- vík hefir verið reynt að fá sams konar ákvæði inn í vinnusamn- inga, en ekki tekist; þótt útgerð- armenn segðust vilja leggja næt- urvinnuna niður. Þá er eftir lög- gjafarleiðin, enda eðlilegra, að um slíka óþarfa misbeitingu á heilsu verkamanna sé ákveðið með lögum, heldur en þeir þurfi að greiða fyrir þess konar samn- ingsákvæði með lækkun á kaup- gjaldi hinn tíma sólarhringsins." Meií-i deild. í fundarbyrjun í gær var skýrt frá mótmælum frá fimm verklýðs- félögum gegn færslu kjördagsins, og eru þau birt á öðrum stað í blaðinu. Lækkun vaxta. Þingsáltill. þar um var til einn- ar umr. í n. d. Hafði Magnús Toxfason orð fyrir flutnings- mönnum. Rakti hann nokkuð hagnað þann, er landsmönnum yrði af lækkun vaxta, en bætti við þeirri ástæðu til þess, að hann flytti tillögu þessa, að hann vildi þar með að sínu leyti verða við tilmælum Jóns Þorlákssonar, sem hann hefði gert til þingmanna í fjárlagaræðu sinni, að hjálpa stjórninni ti! að rétta við fjár- haginn. Kvaö hann fjármálaráð- herra hafa yfrið vald til að koma fiam þessari vaxtalækkun eins og nú stæði á um afstöðu bánkanna til ríkisins. Ekki var Jón ÞorL- samþykknr því. Kvaðst hann og dttast, að bankarnir mistu þá fé, sem þeim væri fengið til ávöxt- unar, ef þeir lækkuðu vextina, en M .T. sagði, að þá myndu þeir einmitt fá betri og vissari við- skiftamenn. Kvað hann það sann- ast að nokkru nú á Landsbankan- um á móts við íslandsbanka. Ræddu þeir m. a. ipn, hjá hverri kristinni þjóð bankavextirnir væru hæstir, hvort heldur Islendingum eða Englendingum. — Ekki skýrði J. Þorl., hvernig hann ætlaði að lækkun útlánsvayAa myndi draga innlánsfé frá bönkunum. Hefir ♦ hann og naumast meint pað. Hitt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.