Alþýðublaðið - 16.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 REGLU um afferming og hleðslu skipa úr innflúenzulausum hér- uðum, á Reykjavikurhöfn. 1. Ekkert skip má fara inn á innri höfn né ieggjast að nokkurri bryggju fyrr en vörður leyfir og þá aðeins þar sem vörður leyfir. 2. Afferming vélbáta og smærri skipa skal að öllum jafnaði (sbr. 5. lið) haga þannig: a. Ef skipi er leyft að bryggju, skulu skulu skipsmenn sjálfir flytja farangur og vörur á land, og má enginn úr landi nálgast þá á meðan á því stendur. Að endaðri afferm- ingu skal skipstjóri leggja við vör- urnar á bryggjunni farmskrá eða lista yfir muni þá, sem í land hafa verið flutttir, enda séu þeir greinilega merktir þegar slíku verður við komið. Þegar allar vörur eru komnar upp á bryggju, leggur skipið frá og legst þar sem varðmaður ákveður, í samráði við hafnarfógeta. Menn úr landi hirða þvínæst vörurnar á bryggjunni. b. Ef skipi er ekki leyft að bryggju, skal afferming hagað þannig: Mótorbátur dregur mannlausan uppskipunarbát að skipinu, sleppir honum þannig, að skipverjar geti handsamað hann. Skipverjar láta síðan vörurnar úr aðkomuskipinu í uppskipunarbátinn og láta farm- skrá fylgja, fara allir upp í sitt skip, gefa mótorbátnum merki og dregur hann síðan uppskipunar- bátinn í land. 8. Hleðsla á vélbátnm og stærri skipnm skal fara íram á tilsvarandi hátt: a. Vörurnar fluttar á bryggju af mönnum úr landi, skrá yfir þær látin fylgja. Skipshöfnin flyt- þær um borð þegar vörður gerir aðvart og allir úr landi eru komn- ir hæfilega langt frá, — 5 faðma að minsta kosti. b. Vörurnar fluttar úr landi á manniausum uppskipunarbát út að skipshlið. Skipverjar festa bátnum við skipshlið, tæma hann, og er hann svo hirtur af mótorbátnum. 4. Enginn af skipsmönnum má hafa nokkur mök við bæjarbúa og ekki koma í nánd við þá. Gætir lögregla og hinir skipuðu verðir þess nákvæmiega, að þessu sé hlýtt. Samgöngur á höfninni milli skipa frá ósýktum héruðum er leyfllegur, en þau skip mega eng- an samgang hafa við skip úr sýkt* um landshlutum. 5. TJm hleðslu og afferming hinna stærri millilandaskipa fer eftir ástæðum: Vilji og geti skipin látið sína eigin skipsmenn vinna eina að uppskipun og hleðslu, án þess að menn úr landi hafi nokkur mök við skipsmenn, hvort sem losað er og fermt í uppskipunarbát eða við hafnarbakkann, fer upp- og útskipun að sjálfsögðu þannig fram, og ber þá að beita hinum sömu reglum og áður eru nefndar (2. a, 2. b, 8. a, 3. b, 4.). Að öðru leyti fer um hleðslu og afferming skipa eftir ástæðum, og ákveður héraðslæknir þá hverri aðferð skuli beitt í hvert skifti. Hann leggur dóm á, hvort skip eða menn úr landi, sem unnið hafa að fevming og afferming, hafi orðið fyrlr smitunarhættu eða ekki. í hvert sinn, sem hann telur ósýkt skip hafa orðið fyrir smit- unarhættu, skal hann tafarlaust tilkynna sóttvarnarnefnd ríkisins það. Lögreglustjórinn í Reykjavik, 12. marz 1920. Jón Hermannsson. nú sterlingspundi, eða markið 40—50 dönskum aurum. X Jarðarför litlu dót.tur okkar, Steinunnar Guðlaugar, er lést 8. þ. m., verður næstkomandi fimtudag 18. þ. m. frá Fríkirkjunni kl. 1 e. h. " Rvík, Rauðarárstíg 15. Nýr kvilli. Mjög gerist nú sjúksælt í bænum. í gærdag mættust piltur og stúlka að máli í Pósthússtræti og segir þá stúlk* &n: „Voðalega læturðu mig bíða eftir þér. Eg er viss um að þú e*t búinn að skaffa mér lungna* bólgu á hálsinn(ll)". María Eyþórsdóttir frá Hjörsey. Kristján Porleifsson Jarðarför mannsins míns sái., Ara Andréssonar, verður fimtud. 18. þ. m. frá Fríkirkjunni. Húskveðjan byrjar kl. 1. e. h. á heimili hins látna, Spítalastíg 10. Sigríður Jónsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.