Alþýðublaðið - 23.02.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.02.1927, Blaðsíða 3
ALEÝÐUBLAÐIÐ 3 Ef f>ér viljið góðan vindil fyrir lágt verð, þá biðjið um Narsmann's vlndla. Máravilla, SiMpremf®, E1 Jkifte, fOitfg, Scott, Epoksi, Marsmttini, « ein stjarna. er alkunna, hver feiknamunur hér er á inniáns- og útláns-vöxtunum, og stafar hann vitanlega af töp- um bankanna á kollveltubröskur- um. — J. Þorl. fékk því til leiö- ar komiö, að þingsál.till. var vís- að til fjárhagsnefndar. Vildi hann ekki láta allan vandann lenda á sjálfum sér, en miðla henni noltkr- um. Var tillögunni síðan frestað. dellcL Var fyrra málið þar frv. til laga um veitingu ríkisborgararétt- ar (frú Stein-Bjarnason), sem komið var frá n. d. og var f>að til 1. umr. Mælti atvinnumálarh- (M.G.) með því og bjóst ekki við, að vísa þyrfti því til nefndar. J. Baldv. vildi láta vísa því til allsherjarn., en það var felt með 7 atkv. gegn 6 að viðhöfðu nafna- kalli. Var frv. síðan vísað til 2. umr. Síðar var tillaga frá Jönasi frá Hriflu um kennaraskólann, hvernig ræða skyldi, og var á- kveðin 1 umr. Fjáraukalagafrumvarp fyrir árið 1926, að upphæð kr. 228 407,68, leggur stjórnin fyrir þingið. Ekki ölmusur — heldur atvínnu. (Fyrir vangá hefir dtegist að birta niðurlag þessarar greinar. Upphafið birtist í 36. tbl.) Eru þessi félög þá nauðsynleg? Hafa þau nokkuð að starfa? í þjöðfélagi, þar sem fyrrnefnd lífsskoðun iræður athöfnum manna, bíður slíkra félaga mikið verkefni. En þótt þau yrðu þús- und sinnum fleiri og gæfu þús- undfalt fleiri og stærri gjafir, þá yrði árangur starfseminnar sá sami, — enginn. Guð hefir aldrei skapað neina ölmusumenn. Auð- æfi jarðarinnar eru næg til lífs- uppeldis börnum hennar. Öll fá- tækt er mönnunum sjálfum að kenna, lífsskoðun þeirra og trú. Allir eiga jafnan rétt á afurðum auðsuppsprettnanna, og þeir, sem nú fá mola af borðum drottnanna — verkamennirnif —, eiga að réttu lagi alt auðmagn heimsins, því að vinnan skagar auð.*) En þessu er ekki þannig varið. Það ættu góðgerðafélögin að rnuna. Núverandi þjóðskipulag er bygt á óréttlæti og heimsku. í því eru stórþjófar virtir og klækiskapur í hávegum hafður, — réttlætið svívirt og mannkostir að engu metnir. „Hver vill annars eignum ná“ eða „komast áfram“, eins og kallað- er, en allur fjöldinn treðst undir járnhælum sárfárra oflát- unga, er sölsa undir sig auð og völd. Meðan þetta þjóðskipulag lafir uppi, er öll góðgerðastarf- semi gagnsjaus. Mönnum finst þetta vafalaust þungur dómur. Þehn dettur ef- laust í hug umbun miskunnsem- innar og minsti bróðirinn. En hver er minsti bróðirinn? Er það ekki sá, sem fátækastur er og minst virtur? Og hvers vegna er hann minst- ur? Vegna þess, að bræður hans þeir, sem betur mega sín, ltepp- ast um að draga niður af honum skóinn og sparka honum út í fyztu myrkur, „þiaðán, sem berast brauðleysisóp blágrárra, ómálga vara,“ svo að þeir þar geti fleygt til hans molum af ríkdómi náðar sinnar, unnið sér hylli almennings fyrir kærleiksverk og bróðurlega umhyggju, lesið þakkarávörp frá þessum fyrirlitna vesaling í blöð-^ unum auk ímyndaðra launa á himnum. | Góðgerðafélögin viðhalda rotnu þjóðskipulagi auðvaldsins. Þótt þau séu ekki talsmenn þess, þá eru þau vægast sagt hlutlaus, þ. e. a. s. þau eru ekki í liði þeirra, er vilja kollvarpa þessu úrelta skipulagi, sem nú hefir lifað sitt fegursta, og byggja ánnað nýtt, grundvallað á réttlæti og vizku. „En sá, sem ekki er með mér, — hann, er á móti, mér,“ og þess 'vegna þrándur í götu. Er þá ekki það félag eða sá flokkur til, sem starfar að eyð- ingu fáíæktarinnar með góðum *) Það er bæði likamleg og andleg vinna. Þó eru kongungsminni, ræður i átveízlum og einstaka þingræða undan skildar. árangri? Vissulega er þáð, en meðlimir hans fá engin þakkará- vörp í blöðunum. Þeir eru hat- aðir og fyrirlitnir, réknir með svipum út úr lördunum, hneptir í fjötra og drepnir, hvenær sem tækifæri gefst. Flokku.r þessi er ekki kendur við góðgerðastarfsemi, heldur kallast þeir, sem til hans teljast, „helvítis bolsivíkar" og eru álitn- ir blóðhundar og byltingamenn, sem öllum góðum mönnum beri að varast. Þetta eru jafnaðar- mennirnir. Þeir vilja eyða fátækt- inni með því að afnema borgara- lega eignarréttinn. Þeir efla frið meðal þjóðanna með því að eyða öllum stéttainun og þjóðemis- hroka. Kenningar þeirra eru byggðar á sögulegri reynslu. Þar eru ekki þokukendar hugsjónir, sem ógerningur er að framkvæma og hver bjáninn dáist að með uppgerðarvirðingarsvip. Þeir berj- ast gegn auðvaldi nútímans, sem Lenin kallaði óseðjandi, gráðugt og eyðiieggjandi. Þér, sem til- heyrið jiessum góðgerðafélögum eða styrkið þau á einhvern hátt, gangið í lið með jafnaðarmönn- um, ef þér viljið sjá verulegan ár- angur iðju ykkar. Hættið þessum gagnslausu ölmusugjöfum, en stuðlið til þess, að atvinnuvegum þjóðarinnar verði þannig stjórnað, ■ að allir vinnandi menn geti af þeim lifað og þurfi ekki að líða skort fyrir atvinnuleysi. Alþýðan biður ekki um ölmusu, heldur vinnu. Veitið henni þá bón, og þér vinnið verk, sem gagnlegt er allri ^þjóðinni. Halldór ólafsson. Það átti að setja það 7. þ. m., en ekki voru þá komnir hingað nema sjö fulltrúar, en ekki er lögmætur fundur þess, nema átta séu þar fulltrúar. Þessir sjö, sem koinnir voru, héldu samt fund og ákváðu að fresta þinginu til 9.- febr. Þann dag var þing svo sett, og voru þá . allir fulltrúarnir komnir. Á búnaðarþinginu eiga sæti 12 fulltrúar með atkvæðisrétti, en auk þess formaður stjórnar Bún- aðarfélagsins og búnaðarmála- stjórinn. Hafa þeir málfrelsi og tillcgurétt; má hinn fyrr nefndi vera fulltrúi, og er það nú á þessu þingi, en hinn síðari má ekki vera það. Af fulltrúunum 12 eru 7 kosnir af búnaðarsamböndum landsfjórð- unganna, en fjórir eru ko:?nir af 'aðalfundi Búnaðarfélagsins, einn á hverjum fundi og einn úr hverj- um landsfjórðungi, þvi að aðal- fundur er haldinn sitt árið í hverjum landsfjórðungi. Tólfti fulltrúinn er annar skólastjóri hinna tveggja búnaðarskóla lands- ins. Eru þeir það á víxl 4 ár í 'senn. Sem stendur er (það skóla- stjóri Hólaskólans, Páll Zóphóní- asson. Hinir fullti’úarnir eru: Hall- dór á Hvanneyri, Magnús á Stað- aríelli, Kristtnn GuðlaugssoO, Núpi (Dýrafirði), Jakob Líndaí, Lækjamótum, Sigurður Hlíðar dýralæknir á Akureyri, Sig. Sig- urðsson fyrr v. búnaðarmálastjóri, Björn Hallsson, Rangá, Benedikt Blöndal, Mjóanesi (Héraði), GuÖm. Þorbjarnarson, Hoíi, Magnús Þor- lákssón, Blikastöðum, Tryggvi Þórhallsson ritstjóri (sem jafn- framt er formaður stjórnar Bún- aðarfélagsins). Enn fremur á sæti á þinginu samkvæmt þvl, sem áð- ur var sagt, búnaðarmálastjórinn, Metúsalem Stefánsson. Þegar búnaðarþingið var sett 9. þ. m., var kosið í fastanefrtd- ir, en þær eru: fjárhagsnefnd, reikninganefnd, búfjárræktar- neínd, jarðræktarnefncl, laganeínd, þingfararkaupsnefnd og allsherj- arnefncl. Auk þessara föstu nefnda, sem allar eru þriggja manna nefndir nema hin fyrst nefnda (5), var kosin fimm manna nefnd til þess að rannsaka á- burðarmálið svokallaða, þ. e. mál- ið, sem rnest ■hefir verið rætt úm í blöðunum, um frávikningu fyrr v. búnaðarmálastjórans, Sigurðar Sigurðssonar. 1 þá neínd voru kosnir: Björn Hallsson forrnaður, Páll Zóphóníasson ritari, Benedikt Blöndal, Halldór Vilhjálnisson og Jakob Líndal. Nefndarfundir eru haldnir í Búnaðarfélagshúsinu, en þing- fundir eru haldnir í haðstófu Iðn- aðarmannafélagsins. Hafa fundir verið haldnir flesta daga síðan írá kl. 10—12 og vanalega margir nefndarfundir hvern dag. (Frh.) i PraHrfH f ©SSMÍ. Valtýr Stefánsson, ritstjóri „Mgbl.“ hefir sent Alþýðublaðinu svo hljóðandi bréf: Hr. ritstjóri Hallbjörn Halldórs- son! Ut af grein í blaði yðar þ. 21. þ. m. fer ég hér með fram á, að þér birtið eftir farandi yfirlýsingu í næsta tbl. blaðsins, er út kemur eftir móttöku bréfs þessa. Yflrlýsing. Lesendum Alþýðublaðsins skal hér með til vitundar gefið, að ég undirritaður á enga hlutdeild í þvi, að fregn frá bæjarstjórnar- fundi hér í Reykjavík þ. 2. dez. s. 1. birtist í „Berlingatíðindum" þ. 19. s. m. Hefi ég mér vitanlega ekkert tilefni gefið til þess, að nokkrum manni dytti slíkt í hug. Um leið vil ég gripa tækifærið til þess að láta ánægju mína í ljós yfir því, að þér, hr. ritstjófi H. H.! virðist vera þeirrar skoð- unar, að viðburðirnir á hinum um getna bæjarstjórnarfundi hafi elgi verið vel til þess fallnir, að ís- lendingar flyttu þá til erlendra blaða. Reykjavík, 22. febrúar. Valtýr Stefánsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.