Alþýðublaðið - 24.02.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.02.1927, Blaðsíða 2
2 alþýðublaðið ALÞÝÐSJBLA^I^ [ kemur út & hverjum virkum degi. ► Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við f , Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► J til kl. 7 síðd. [ J Skrifstofa á sama stað cpin kl. ► j 9Va —10 Va árd. og kl. 8-— 9 síðd. t j Slmar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► J (skrifstofan). > J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á j; J mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 > J hver mm. eindálka. [ J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan > J (1 sama húsi, sömu simar). > JMplstggi® Meðri deild. Eftir að fofséti hafði ,m. a. skýrt frá mótmælum gegn færslu kjör- dagsins, lagði J- Þorl'. í gær fram stj.fry. um fjáraukalög fyrir 1926. Frv. urn afstöðu foreldra til óskil- getinna bama var umræðulaust samp. og afgreitf tií e. d. Efp£ delld. Fyrsta málið var frv. urn rétt erlendra manna til að stunda at- vinnu á fslandi, til 3. umr. Var það afgreitt umræðulaust og ó- breytt til n. d. með 12 samhlj. atkv. öðru málinu, frv. um við- auka við námulög, og priðja mál- inu, frv. um uppkvaðningu dóma og úrskurða, var báðum vísað til d. umr. með eindregnum meðmæl- um aHsherjarnefndar. Fjórða mál- ið var frv. Jóns Baldv. um éinka- sölu á saltfiski, til 1. umr. Kvað hann frv. oft hafa legið íyrir n. d. og hefði verið par fálega tek- ið. Söiusamlag pað, sem atvinnu- rekendur hefðu kornið á væri ekiti eins trygt og ríkiseinkasala. Það væru stærri útgerðarmenn, sem' einkasölu væru andvígir. Srnærri útgerðarmenn, sem ekki gætu selt beint sjálfir, væru henni flestir fylgjandi, því að þeim hefði líkað hún vei á stríðsárunum. Nú væri um hreint lukkuspil að ræða um söluna. Stóru ,„spekúlaníarnir“ læyptu upp og tefldu öllu á fremsta h’unn til að ná sem hæsíu vefði, en geymdu þá oft fislunn of lengi, svo að á honum tapað- ist, en töpin lentu á lánsstofn- ununum og þeim, sem atvinnuna stunda. Útflytjendur keppi hver við annan og sendi fiskinn í um- boðssölu til Spánar og ítalíu, og úr því að þangað sé komið, sé verðið á valdi umboðssalanna. Samtök útgerðarmanna til að koma skipun á framboðið sýni, að þeir sjái, að þetta er ótækt. 1 félagsskapnum eru þó ekki nándarnærri allir útgerðarmenn, svo að auðséð er, að allsherjar- samtökum verði ekki komið á nema með lögum. En þar rísa útgerðarmenn öndverðir af áhuga fyrir „frjálsri verzlun", að þeir láta. Islenzkir fiskkaupmenn hafa klafabundið sig við Spán, svo að Spánverjar ráði verði fiskjarins og auk þess, eins og kunnugt er, hvað er drukkið hér á landi. Frv. geri það auðvelt að ráða framboði á fiskinum; þá verði ágóðinn minni og jafnari, og það leggi og fé til að leita að nýjum markaði fyrir fiskinn, svo að við séum ekki handbendi Spánverja í þeim efn- um. Stakk J. Baldv. svo upp á því, að frv. væri vísað til sjáv- arútvegsnefndar. Jóh. Jós. and- mælti frv., kvað þá smærri ýt\- gerðarmenn, sem væru með einka- sölu, mundu vera það út úr vand- ræðum. Það væri satt, að fisk- salan væri áhættuspil og illa rek- in. En það væri ekki hyggilegt að setja einkasölu á aðalframleiðslu landsins, þegar nágrannaþjóðirn- ar seldu hana í „frjálsri verzlun“. Hann kvaðst og myrkfælinn við að demba áhættu, sem nú dreifð- ist á margar hendur, allri yfir á ríkið. Hann vildi fyrst láta sam- tök útgerðarmanna reyna sig, áð- ur en farið væri að grípa til slíkra örþrifaráða, sem einkasal- an væri. Kvaðst hann ekki vilja eyða mörgum stundum í umr. um málið og vildi láta fella það frá riefnd. Jónas frá Hriflu var and- vigur frv.; taidi hann svipað fyrir- komulag og sett var um síldina á síðasta þingi hagkvæmast. Jón Baldv. hrakti andmæli Jóh. Jós. Og Jórasar. Kvað hinn fyrr nefnda ekki mega kalla sig renna gönu- skeið, því að hann hafi tví- eða þrí-snúist í síldarmáiinu á fám clögum í fyrra. Greip Jóhann Jósefsson fram i og bað um sannanir, en J. Baldv. vísaði hon- um á sína eigin samvizku. Skift- ust þeir síðan enn á nokkrum orðum, Jóh. Jós. og Jón Baldv. Ingvar Pálmason kvað óforsvar- anlegt, að athuga ekki gaumgæfi- Iega slíkt n á!; þó menn gætu ekki failist á frv., gætu nýjar leiðir fundist með athugun málsins. Hann heimtaði upplýsingar um starf sendimannsins í Miðjarðar- hafslöndunum. Ef hann fengi ekki þær um hæl, myndi hann bera fram fyrirspurn til síjórnarinnar um það. Forsrh. tók því heldur óstint, en lofaði þó upplýsingun- um eftir að Ingvar hafði ítrekað ósk síua betur. Var málinu síðan vísað til 2. umr. með 7 atkv. : 6 að viðhöfðu nafnakalli og til sjáv- arútvegsnefndar með 7 atkvæðum gegn 4. Síldarverksmiðja o. fl. Magnús Kristjánsson flytur þingsál.till. um, að sameinað al- þingi skori á ríkisstjórnina að láta á næsta sumri rannsaka, hvað kosta muni að stofnsetja nýtízku síldarbræðslustöð á Siglufirði, sem geii unnið úr alt að tveim þúsund- um tunna síldar á sólarhring, og að gera ráðstaíanir til þess, að nægilegt land með fulltryggum lóðarréttindum verði fyrir hendi, þegar til byggingar slíkrar stöðv- ar kæmi. Ætlast hann til, að slík bræðslustöð verði rekin með sam- vinnusniði, og bendir á, að allar síklarbræðsluverksmiðjurnar við aðalveiðistöðvarnar séu nú eign útlendinga og geti hætt störfum, þegar minst varir. Pétur Þórðarson flytur frv. um nokkrar breytingar á landskiíta- lögnnum og Sveinn í Firði annað um þá breytingu á lögum frú 1913 um umboð þjóðjarða, að Múla- sýsluumbcð sé undanþegið þeim, þ. e. að hreppsstjórarnir verði þar ekki umboðsmenn hver í sínum hreppi, heldur verði eins og áður eiiin ráðherraskipaður umboðs- inaður, er fari með umboðið alt. Sveinn hefir nú sjálfur þetta um- boð. Em íindanþágur frá lög- um ton atvmmi við siglingar iiauðsynlegar? Eftir frumvárpi því, sem fram er komið frá atvinnu- og sam- göngu-málaráðuneytinu til alþing- is nú, virðist, sem hér sé um bráðnauðsynlegar breytingar að qia nuuiAtu uin uiminSo; n ngæi siglingar. Ég leyfi mér að gera athuga- semd við stjórnarathugasemdirn- ar við frumvarj) þetta. Þar stend- ur, að undaníarin ár hafi þráfald- lega komið fyrir, að ekhi hafi ver- ið unt að fá stýrimenn og skip- stjóra — einkum á fiskiskip —, sem hafi haft nægan ’siglingatíma til þess að íullnægja kröfum þeim, sem gerðar eru i lögunum um atvi 'nu við siglingar. Hafi því ráðuneytið oft orðið að gripa tii þess að slá eitthvað af kröfun- um, eínkum að því, er siglinga- tímann snertir, þár eð annars oft lieiði viljað til, að skip yrðu ekki gerð út að sinni vegna skorts á hæíum mönnum. Ég leyfi mér að mótmæla því, að nokkur vöntun sé á slíkum mönnum, þar eð sannanlegí er, að á flestöllum skipum bæði í togara- og verzlunar-flota okkar eru margir menn hásetar á hverju skipi' bæði með fiskimanna- og almennu stýrimanna-prófi úr sjó- mannaskóla Réykjávíkur og með nægan siglingatíma samkvæmt núgildandi lögum um atvinnu við siglingar áramt a’ilri sjómanns- og íiskimlða-þekkingu. Slíka vizku hlýtur því stjórnin að hafa frá þeim, sem sækja fast þessar und- anþágur, eða frá sínum sérfræði- legu ráðunautum, sem hefir svo vantað næ’gar upplýsingar, Og er mjög Ieiðinlegt, að jaín-óáreiðan- legar staðhæfingar skuli vera reknar svo langt, að þær kom- ist inn á alþingi. í sigangaatvinnulögunum 1915 er 16. gr. þannig, að stjórnarráð- finu er veitt heimild til þess að veita. undanþágur frá siglinga- timaákvæðinu, þó aldrei meir en helming hins áskilda tíma. En í lögur.um frá 1922 eða núgildandi lögum er engin undanþáguheim- ild til. En hvað gerist? Síðast liðið sumar veitir at- vinnumálaráðherra nokkrar und- anþágur frá þessum lögum í heimildarleysi, kemur síðan með lagafrumvarp nú, sem hann legg- ur fyrir alþingi, til þess að fá heimiíd fyrir því, sem hann er búinn að gera, og svo að hann eða eftirmenn hans geti eftirleið- is veitt fleiri, ef einhverjir óska þess. Ég ætla að athugá lítils háttar greinarliði þá, sem vitnað er til í frumvarpi þessu og Hklegast er að undanþágufarganið myndi snúast um. 10. gr. hljóðar um skilyrði til að öðlast skipstjóra- skirteini á fiskisMpum. b.-liður hennar hljóðar svo: „hefir verið stýrimaður í 18 mánuði á fiski- skipi, sem er stærra en 60 rúm- lestir eða verið skipstjóri (for- maður) á skipi yfir 20 smálestir, og af þeim tíma minst 12 mánuði, stýrimaður á guíuskipi, ef um gufuskip er að ræða.“ Þessum lið getur eklri komið tií mála að veita undanþágu frá. Tíminn er sannarlega ekki of langur fyrir neinn sem stýrimann. Hver getur tekið að sér að sanna, að 9 mánaða stýrimenská sé næg ’trygging fyrir verklegri þekkingu," stjórnsemi og sjómensku útí í skipi? Nei; mennirnir verða að finna sig í því að vinna þann tíma o| í þessari stöðu þann tíma, sem lögin ákveða. Annað er rang- læti gagnvart öðrum stéttarbræðr- um þeirra, sem að eins hugsa um að framiylgja landslögum. Og svo gæti of stutfur reynslutími þeirra svikið þá sjálfa í mörgum tilíellum, húsbændur þeirra og vátryggjendur skipa og farma. c.-liður sömu greinar hljóðar svo: „er fullveðja.“ Að nokkrum manni skuli detta í hug að veita undanþágu frá aldursskilyrði er enn þá átakanlegra. Langt á að ganga í lögleysinu, þegar skip- stjóri þarf ekki að vera fullveðja. Nú væri vert að athuga þetta: Maður hefir siglt 24 mánuði há- seti, fær undanþágu að komast 'inn á stýrimannaskólann með þann siglingatíma í stað 36 mán- aða, sem hann þarf að sigla sam- kvæmt núgildandi lögum eftir 16 ára aldur. Sami maður lýkur fiski- mannaprófi á 9 mánuðum, siglir síðan sem stýrimaður í 9 mánuði,, fær undanþágu frá lengri stýri- mannssiglingu og öðlast skip- stjóraskírteini. Þá er sami mað- ur 191/2 árs gamall. Hver vili sanna, að þessi máður sé búinn að fá næga lífsreynslu á sjó- menskubrautinni, svo að hann geti tekið að sér skipstjórn? Slíkt væri blátt áfram hlægilegur reynsíu- tími stéttarinnar gagnvart þjóð og alheimi. Um b.-lið 12. gr„ e.-lið 14. gr. og d.-lið 17. gr. er sama að segja og b.-lið 10. gr. Þeir ræða allir um siglingatíma, þó á öðru sviðí sé, sem ekki kemur til mála a& stytta eða breyta. Sú eina breyting siglingaat- vinnulaganna, sem sanngirni mæl- ir með, er sú, að aftan við b.-liÖ 10. gr. komi: eða 20 mánuði ann-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.