Alþýðublaðið - 05.03.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.03.1927, Blaðsíða 3
5. marz 1927 ALRÝDUBLAÐIÐ., 3 Steptian. G. Steplianssoíi. Þær fregnir berast nú vestan um haf, aö Stephan G. Stephans- son sé veikur, og í huga margra hygg ég að kveði við þessi spurning: Erum við að missa hann? Vonandi dregur ekki svo skjótt að því. Vonandi eigurn við enn eftir að sjá einhverja línu frá íslenzka böndanum; cinyrkjanum vestur unríir Klettafjöllum, sem kveðið heíir við plóginn svo shjalt, að hljómar hðrpunnar hafa á syip- stundu borist yíir 'slétiur Kanada og Atlantsáia og bergmálað í is- ; lands-fjöllum. Allir, sem íslenzka tungu !e:a og Skilja, hata hlustað, . ef ekki með velpóknun, þá með andúð, því að Stephan G. hefir yfirleitt ekki lagt |uð í vana sinn að kvéðá um einskis verða hluti. Jdann hefir ekki vííað fyrir sér að ráðast að ' stórþjóðunum og segja þejiif sköruléga til synd- anna. Hann heíir rist þeim nap- urt níð fyrir styrjaldaræði þeirra, drottnunargimi. Andvinningasýki og ekki sízt fyrir fals þeirra, lygi og hræsni, er þeir hafa æst ein- staklinga þjóðanna tii bróðurvíga í nafni réttiætisins, guðs og fóst- urjarðaiinnar. „Vígslóði" Stephans G. er merkilegur vottur þess, hvert stórmenni skáldið er. Þegar Englendingar þyrluðu á styrjald- arárunum upp moldviðrinu um „verndun lítilmaghans", þá fengu fléstir enskir þegnar eins konar styrjaldar-„de’dríum“, íslendingar í Canada sem aðrir. Það voru að eins fáir, er ekki létu moldviðrið blinda sig og neituðu að taka undir hróp hínnn voldugu morð- ingja. Stephan 'G. var einn ° af þeim,*). en hann Iét sér ekki nægja með að standa hjá þegj- andi og hlutlaus. Skáldið kvaddi sér hljóðs og þrumaði „Vígslóða“ yfir löndiím sínurn, 'Eyrir það verk sitt hlaut hann and úo mikla og jafnvel hatur margra vestan hafs. Framtíðin mun kunua að meta „Vígs!óða“ og 'blessa Step- han G. fyrir hann, því að „Þetta er að kunna vel til vígs og vera lands síns hnoss.“ Mér kemúr nú til hugar 14. júní siðast liðið suniar. Ég var að leggja af staö írá Winniþeg á leið heíih til íslands. Á járnbraut- arstöðina voru kómnir nokkri;: vinir mínir og kunningjar til að. kveðja i> ig. Þar á •neö.al v:,r Step- han G„ er þá var staddur í Winniþf% í þeim erindum að léita sér heiisubótar. Hann fylgdi mér fast aÖ vagndyrunum, og siðusto orðip, er hann sagði við mig, vora þessi: „Ég bið að heiisálslandi." Það ínæiti annars skriía langt mái um þá merkiiegu Islendinga fyjir vesínn haf, sem eklti létu skoi- ast með fjöldanu.nþþ'egár hernaðár’- aldan gekk þar yfir og jainvel prestarnir fluttu „evangelíum“(!!!) manndrápanna úr predikunarstöln- jum. I þeim hópi 'voru auk Stephans G. Sigur'ður Júl. Jóhannesson læknir o. fL \ ; Hann vafði ekki kveðju sína í neinn skáldlegan búning, en ég mun aldrei gleyma, hvernig hann , eagði þessi orð. Mér virtist, sem öl! sál hans fylgdi þeim. — Og nú skiia ég kveðjunni. Mér vöknaði um augu, er ég stóð þarna og kvaddi skáldjöfur íslenzku þjóðarinnar á gamals aidri og farinn aö heilsu. Mér ílúgu í huga orð hans sjálfs um höfund enska söngsins, „Sweet home“, þessi: „Þann, er , Sweet home‘ sendi sínu landi að gjöf, lét það Tyrkjann í Tunis tyrfa í gröf.“ Mér íanst það vansi íslenzkri þjóð áð hafa eklri boðið þessum mikla andans manni bústað hér heima á fósturjörð hans og séð svo i um, að hann gæti lifað hér Iieirna það, sem eftir væri æíinn- ar áhyggjulau u u daglégar þarj- ir. Það heíði að eins verið lítill viðitrkenhingarvottúr fyiir þann 'andans auð, er hann heíir að okk- ur rétt í kvæðum sínum. Hið guílíagra kvæði: ,Þótt þú lang- förull legðir“, er eitt vert þeirra gjalda. Að sönnu er Stephan G. mikils metinn af meginþorra hinnar íslenzku þjóðar, en seinna mun hann þó meira metinn, er víðiýni verður almennara. Myndi þá ekki íslenzk þjóð harma það, ef gröíin hans lægi vestur undir Klettafjöllum. Myndi ekl i' sonun- um sárna þao dáðleysi feðra sinna að hafa ekki bbðið Stephani G. Stephanssyni bústað í faðmi þess lands, sem mótað hefir hug hans og hjarta og átt hann allan þrátt fyrir það, þótt hann kveði með angurbíiðu útlagans: , „Ég á orðið einhvern veginn ekkerí föðurland. —" Eitthvað á þessá leið húgsoði ég, um leið og lestin rann af stað með mig út á sléttuna. Ég sá Stephan G. standa eftir við hlið góðvinar rníns, séra Rögnvalds Péíurssonar, og hugur minn fylt- ist af djúpri virðmgu fyrir þess- um einkenniiega, stórfelda manni, sem gat eftir erfiði dagsins stilt hörpuna og sungið: „Hver er ait of uppgeíinn éiha 'nótí að kveða’ 'og vak'a?'* . Andr- 's J, Strau r l nd í Hull. Frá Hull ganga 262. togarar. Hafa á : íðm-tu 2 áf-um veríð smíð- aður 31 nýrtogari ai nýjustu gerð, og eru þeir flestir ætlaðir til ís- and: - eða Gandvíkur-v'iiða. Núer, að þvi er í len k- 'an dd ræðismað- 'urinn í Hiili skýrir utanríkisráðu- neýtinu frá, í ráði .að gera,nýj- an: afieriningarrtað fyrir Islánd ■- togara, en á síðasta ári komu í:> lenzkir togaiar 117 sinnum tii íjull, s.vo að þetta myndi verða mesti hagur fyrir þá, sein nú myndu fá miklu grciðarí af- greiðslu í ríull en hingað til. Ma'at me" erÉBidl eftir Jakob Jónsson, stud. theol. „Maði’r nokkur ferðaðist frá Je- rúsalem niður til' Jeríkó, og hann iéll í bendur ræningjum, sem f!ettu hann klæðum og börðu hann og fóru síðan burt og létu hann e ’tir hálfdauðan, En af hend- ingu fór prestur nokkur niður veg þennan, og er hann sá hann, gekk hann iram h á. Sömuleiðis kom og Levíti þar að og sá hann, en gekk einnig fram hjá.“ (Lúk. 10.) Maður nokkur erða t frá vöggu lil grafar. Hann fellur í hendur ofdrykkjunnar, sem sviftir hann heiðri og manndómi og lætur hann ejtir hálfdauðan En aí hend- ingu fer annar maður þenna sama veg, og er hann sér hann, gengur < bann íram h/á. Sömuleiðis k mur pú þar að og sérð hann. Gengur pú einnig fram hjá? Presturinn og Levíiinn, sem Kristur segir frá, ýíðu ekki sár veika marínsins. Þeir börðu hann ekki; þeir heltu ekki salti í sár hans, svo að þau sviðu enn meir. peir gerðu honum ekki nokkurn skapaðan hlut, nema — þeir gengu fram hjá. Stundum er talað um oídrykkju- nreánina eina sem fjandmenn og óvini bindindismálsins. Mönnun- um >er þá skift þannig í flökka, að annars vegar séu bindindismenn, sem vilji alt vín og alt áfengi á brott, en hins vegar ofdrykkju- mei:n, sem séu beinir andstæð- ingar og ekki nóg með það, held- ur einu andstæðingarnir. Þetta er í ráun og veru ekki nema hálf- sögð sagan. Bindindi og drykkju- skapur eru að vísu andstæður, eins og heilbrígÖur maður og veikur eru andstæður. En hve- rær hejir sjúklingunum vefið skiþ- að í beihan fjandmannaflokk gagnvart þeim, sem hafa viljað lækna þá? Ofdrykkjumennirnir eru sjúkiingar, —, særðir menn, sem liggja við veginn, — og okk- ur hinum ber beinlínis skylda til að bjarga þeim. Það er því ékki nóg að bæta ekki víss vitandi á ógæ.'u þéssara mauna. — Að hor'ía aðgerðalaus á mann, sem blæðir til ólíiis, er í rauninni ná- kvæmlega það saina og að hafa rekið hann í grgn. Að horfa ac- gerdalaust á fjölda manna eyði- leggja sig á áfengi er það sama og að byrla þeim eitur. Ég sagði, að oídrykkjumenn væru sjúklingar, en nú er til flokkur manna, sem drekkur vín ogækki telur sig o'fdrykkjumenn, — heidur hófdrykkjumenn. Óg eftir því, sem ég kemst næst, heiír orðið „hófdrykkjuinaður“ svo láiandi merkingu: Maður, sem neýtir áíengis á þann hátt, að haijn verður sér aldrei til skarnm- ar og bakar ’nvorki sjálíum sér né heimiii sínu tjón. Hann getur drukkið, þegar hann vili’, og haín- að staupinu, þegar hann vill, þvi að hann heíir fullkomið vald yfir löngun sinni. Eftir skilgreiningu minni á hóf- drykkjumönnum eru þeir1 ekki sjúklingar. Þeir eru ekki oiðnir þrælar ástríðunnar. Vilji þeirra og skapgerð eru enn ólömuð, og þeir eru eða eiga að vera að 'öllu leyti sjálfræðir að athöfnum sín- urn. Með öðrum orðum: þeir eru heiibrigðir menn, og af því að þeir eru heilbrigðir og sjálfráðir að athöfnum sínum, verður krafist ábyrgðar af þeim. Ef þeir sjá böl ofdrykkjunnar, er það skylda þeirra að vinna að útrýmingu bennar. Annars falla þeir í sömu fordæminguna og presturinn og Levítinn. Ef þeir með stærilæti og hroka ypta öxlum eða glotta, er þeir sjá veikari bróður sinn liggjandi í forinni, þá eru þeir því ver farnir en hann, að þeir hafa óhreinindm hið innra, þar sem hann hefir þau utan á sér. Ef einhver kallar sig hðfdrykkju- mann, krefst ég þess, að hann sé samherji rninn móti böli ofdrykkj- unnar. En margir þeirra manna, sem kalla sig hófdrykkjumenn og 'halda í fúllri einlægni, að þeir séu það, eru í raun og veru römm- ustu ofdrykkjumenn. Það kallar einn mikið, sem annar kailar lítiðt Þorsteinn matgoggur hefir sjálf- sagt kallað það hóf, er hann át sig „út úr“ í veizlunni forðum. Honum hefir fundist sá matur mátulega mikill, sem okkur hin- um hefði ógað við að mc/ka1 í okk- ur. Þannig er því einnig farið um margan vínmanninn, Farðu til ýmsra manna, sem þú þekkir, og spurðu þá, hvað þeim finnist mátulegt að neyta mikiis víns. Svörin munu óefað verðá geysi- misjöfn. Einn myndi kann ske segja, að sá inaður væri hófsmað- ur,! sem drykki staup á hverjum morgni og aldrei sæi neitt á. Ann- ar myndi telja hann hófsmann, þóti hann færi auk þess á „fyllirí“ einu sinni á mánuði. ______ l * En þrátt fyrir góðan vilja og raunverulegt vald yfir drykkju sinni getur hófdrykkjumaðurinn orðíð til stórkostíegrar bölvunar íyrir samferðaménn sína á veg- um jarðlífsins. Með dæmi sinu hvetur hann aðra til drykkjunn- ar, og ekki á hann þá víst, nema þeir inenn eigi eftir að verða of- drykkjunni að bráð. Þegar ég sé mahn, sem hefir glatað lífi sínu og eyðilagt hæfileika sína með vínhautn, þá dettur mér stundum í hug: Hvér gaf honum fyrsta staupið? Éinu sinni var fluga, sem settist á bann á. vínglasi. Hún drakk einn teig, og henni leið vel. Þá drakk hún annan teig, bg henni leið enn þájbetur. Loks drakk hún þriðja teiginn, -- on þ'á dátt hún ofan í glasið og drukknaði. Svö fór um sjóferð þá; en eitt er áreiðanlegt, að hefði hún aldrei

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.