Alþýðublaðið - 05.03.1927, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.03.1927, Blaðsíða 5
ALÞÝÐURLAÐIÐ 5 Ef þér viljið góðan vindil fyrir lágt verð, þá biðjið ura MaVsmann’s vindla, Marairil a Susprenafo, . E1 Arte, €@toiieia, King, Seott, Epokss, MafsnÉnn, ein stjarna. fyrir orðrómi þeim, er fyrirspyrj- andi virðist byggja á orð sín. En fátt þorir það að fortaka að svo komnu. Sé íhaldsstjórnin að öðl- ast þá æðri og betri þekkingu — en til þess ætti að mega ætlast af „heila heilanna“ —, að hallast að þjóðnýtingu, þá myndi blaðið sízt spyrna við því fæti. En annað mál er það, að ekki yrði fyrir fram vitað, hvort það gæti átt samleið við íhaldsstjórnina að þjóðnýtingu. Reyndin yrði þar ó- lýgnust sem víðar. — Annars má benda fyrirspyrjanda á það, að reynandi væri honum, að fá úr- lausn á fyrirspurninni hjá mál- gögnum íhaldsstjórnarinnar, „Morgunblaðinu" og „Verði“. Þau eru nær komin frétt um þetta mál en Alþýðubiaðið. Þess skal getið, að enginn af starfsmönnum blaðsins á þátt i þessa-ri fyrirspurn. Erlend símskQýtf. Khöfn, FB., 4. marz. Brezka stjórnin áræðir ekki að leggja til harðræða við Rússa upp á ásakanir sinar hingsð til. Frá Lundúnum er símað: Cham- beriain hefir sagt í ræðu, sem hann hélt í þinginu, að það væri undir því komið, hvernig fram- koma ráðstjórnarinnar yrði fram- vegis, hver'ar yrðu aðgertir emku stjórna innar gagnvart Rúrsum. Sigursæld Kanton-hersins. Frá Shanghai er símað: Shan- tungherinn hefir tekist á hendur að verja Shanghai gegn Kanton- hernum. Chang-Hun-Chang hefir tekið að sér yfirstjórn Shantung- hersins, er býst til vamar við borgina sunnanverða. Her Sun- Chuang-Fangs er algerlega tvístr- aður. Þegar herinn beið hvern ó- sigurinn á fætur öðrum fyiir Kan- tonhemum, mistu hermennirnir loks móðinn alveg; agaleysi rikti, og hershöfðingjarnir struku. Her Sun-Chuang-Fangs virðist alveg úr sögunni. Khöfn, FB., 5. marz. Undirmál Breta gegn Rússum. Frá Beriín er sírnað: Þýzk blöð birta fregnir um það, að samdrátt- ur sé milli Englepdinga og Pól- verja vegna þeirra mála, sem enska stjórnin og ráðstjórnin rúss- neska eiga í deilum um. Þýzku blöðin virðast líta svo á, að þær fregnir hafi við rök að styðjast, og óttast, að afleiðingarnar geti orðið óheppilegar fyrir Þýzka- land. Kvennafundur mótmælir ákvæðum fátækralaganna og færslu kjördags. Kvennafundur var haldinn í gærkveldi I Bárubúð að tilhlutun allra kvenfélaga bæjarins. Voru þar samþyktar ýmsar tillögur, meðal annars, að þeginn sveitar- styrkur fyrir elli, atvinnuleysis eða ómegðar sakir svifti menn ekki kosningarrétti. Sömuleiðis var samþykt mótmælatillaga gegn færslu kjördags. Fundurinn var fjölmennur. Olíudeilan í Mexíkó. Laglegur fjármálaráðherra. Mikið ritverk. Pál! Þorkelsson er einn af þeim fræðimönnum, sem hafa hægt yfir sér, en það er eins um fræðimenh sem aðra menn, að þeir eru mis- jafnlega miklir hávaðamenn. Nú hefir Páll gefið út sýnishorn af fuglaheitaorðabók sinni hinni meiri með margmálaþýðingum, sem áður hefir verið minst á í Alþýðublaðinu. Er þessi orðabók kölluð önnur útgáfa aukin og end- urbætt af hinni velþektu orðabók Páls yfir fuglaheiti, er prentuð yar 1916. En í raun og veru er þetta alveg ný bók. Má í henni sjá, hvað fuglar heita á ótal tungumálum og það eigi að eins þeim tungumálum, sem enn lifa, heldur einnig, að minsta kosti hvað sumum fuglsheitunum við- vikur, á fjölda tungum, sem nú eru dauðar, svo sem engilsax- nesku, gotnesku, forn-háþýzku og sanskrít. Eklö er vafi á þvi, að bókin verður afar-þægileg handbók að fletta upp í, ekki sízt fyrir það, að við hana verður skeytt latneskri fuglaheitaskrá yfir alla þá fugla, sem koma fyrir í margmálaorða- bókinni. X. Mr vilja elíki vlni Mussolinis. Garibaldi ofursti, sá, sem dæmdur var á Frakklandi fyrir að hafa verið spæjari Mussolin- is og ýms prakkarastrik því sam- fara, ætlaði að setjast að á Kúba, þegar hann væri búinn að taka út hegninguna, og er hann nú á leið þangað. En nú hafa yfir- völdin á Kúba þakkað fyrir heið- urinn og bannað Garibakli lands- vist þar. Þeir eru fáum aufúsu- gestir, vinir Mussolinis. Esperantóbanki sem hefir seðlaútgáfurétt, hefir að því, er Reuter hermir, verið stofnaður í þorpinu Lazen á Hol- landi, og eru bankastjórarnir tveir áhugasamir esperantómenn. Þetta er ekki fyrsta slík stofnun; fyrir ófriðinn kom þýzkur maður upp slíkum banka í Lundúnum, en ó- friðurinn varð honum að bana. Það er nú komið á daginn, hvernig á því stendur, áð Banda- ríkjamenn hafa kastað sér út i olíudeiluna við Mexíkó jafnhart og þeir gerðu. Það voru ekki hagsmunir ríkisins, sem bornir voru fyrir brjósti, heldur kom það til af því, aíÖ fjármálarádherra Bandaríkjanna, Mellon, átti 82% af peim olíunámum, sem deilan stód um. Það var því ekkert nema tilraun til að þvinga Mexíkó til að viðurkenna ranglega fengin olíuréttin d i Ban daríkjaauðmanna. Dm dagisim og vegÍBun. Næturlæknir er I nótt Ámi Pétursson, Upp- sölum, sími 1900, og aðra nótt Konráð R. Konráðsson, Þingholts- stræti 21, sími 575. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Reykjavíkux. Alpýðublaðið er sex síður í dag. ísienzk list erlendis. Nú í marzmánuÖi verða verk eftir Jón Leifs leikin opinberlega á tveim stöðum í Þýzkalandi. í iðnaðarbænum Bochum verður þríþætt, hljómkviða hans op. 1. fyrir stóra hljómsveit leikin á hljómleikum, sem borgin heldur undir stjórn hins víðfræga. stjóm- ara próf. Reichwein (Wien). Svo verða ■ í Berlín leikin fimm lög eftir Jón Leifs fyrir pianoforte á hljómleikum, sem stórt félag þýzkra tónlistarmanna heldur. Boðið eftir stéttum. I veizlu, sem haldin var á sunnudaginn var til fagnaðar yfir kolakrananum, þótti það merki-- legt, að engum hafði verið boðið þeirra manna, er unnu að upp- setningu kranans, nema verkstjór- um. Fyrir utan þá var eingöngu boðið þeim, sem hégómans menn kalla „heldra íólk“. Einhver hefði kallað það að „ala á stéttaríg", ef „alþýðuleiðtogi“ hefði staðið. fyrir líkri stéttaskiftingu. Kvöldskemtun verður í Bárunni annað kvöld, Messur á morgun: í dómldrkjunni kL 11 séra Bjcirni Jónsson, kl. 2 barnaguðsþjónusta, séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Fr. H. í fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sig- urðsson. í Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. fyrir- lestur: Trú og visindí. í Aðvent- kirkjunni kl. 8 e. m. Séra O. J. Olsen predikar um hin sjö ínn- sigli. — 1 Sjómannastofunr.i kl. 6 e. m. guðsþjónusta. Allir vel- komnir. — í Spítalakirkjunni (kaþ.) í Hafnarfirði kl. 9 f. m. söngmessa, kl. 6 e. m. guðsþjón- usta með predikun. Hljómsveit Reykjavíkur heldur Beethoven-hljómleika á morgun kl. .4’ í Nýja Bíó. Skemtifund heldur st. „Æskan“ nr. 1 kl.. 3 á morgun. Listaverkasafii Einars Jónssonar verður opið á morgun kl. 1—3. 136 ár eru á morgun, síðan Sveinbjörn Egilsson, málfræðingur og skáld,, fæddist. Qengi erlendra mynta í dag; Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar.............. 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. kr. 22,15 - 121/4 - 122,06 — 108,26 - 4,57 - 18,00 — 183,18 - 108,32

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.