Alþýðublaðið - 07.03.1927, Page 2

Alþýðublaðið - 07.03.1927, Page 2
e ALÞÝÐUBLAÐIÐ JlLÞÝBUBJLABIðE kemur út á hverjum virkum degi. ► Afgreidsla i Alpýðuhúsinu við \ Hveriisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. ► til kl, 7 síðd. Í Skrifstofa á sama stað opin k!. \ 9Vg —10 Va árd. og kl. 8—9 síðd. \ Slmar: 988 (afgreiðs’ían) og 1294 ► (skrifstofan). > Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 > hver mm. eindálka. ( Preistsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan > (í sama húsi, sömu símar). f FáíælrafSiíiligar. KaSM öif ræðu Méðssss Vakiœai’ssoaai1 við 2. éúúirMéðu bpéjrtingar á SátœfoalSgsmumo Ég ætla ti! skýringar því, hvern- ig fátækraf 1 utningurinn er enn hér á landi, að taka nokkur dæmi úr Reykjavik. Gamalkunnugt dæmi er frá 1914. Þá var hér í bænum gömul kona, sem vann að mestu leyti ‘fyrir sér með alls konar ullarvinnu. Hún fékk að eins einu sinni örlítinn húsaleigustyrk. En hún var með valdi flutt suður með sjó eftir kröf-u hreppsneíndar þar. Á öðru heimili var konan og 6 börn flutt í burtu eftir kröfu sveitarstjórnar, en manninn var neitað að flytja með valdi vegna þess, að Iæknir sagði hann þá mundu bila á geði. Þá kom það í Ijós, að 2 börnin voru berkla- veik, og þótti ótækt að hafa þau meö öðru fólki; Var þá reistur torfkofi fyrir þetta fólk á sjáv- arbakka, hrörlegur, og þarna bjó það á annað ár. Fyrsta missirið var engin eidavél né ofn til og örlítill 6 iína iampi, en það fékk þó síðar fyrir milligöngú héraðs- læknis 8 lína lampa og eldavéi. Börnin fengu enga skó íyrsta missirið, og mat urðu þau að sækja þá daglega til næsta bæjar og af skornum skamti, unz hér- aðslæknir fékk ráðna bót á. Þetta gerðist 1918. Árið 1923 varð mað- ur nokkur atvinnulaus um stund- arsakir. Hann átti 2 ung börn, konu og stálpaðan dreng. Konan fékk læknisvottorð, en þrátt fyrir 'iþað var lögreglan fengin til að hafa upp á fólkinu, því að það flutti hús úr húsi til að forðast flutning. Loksins sá maðurinn ekki annað ráð en að senda börnin í ýmsar áttir. 1924 var hér maður, sem giftist konu, sem hann hafði búið með í nokkur ár og átt með henni 6 börn. Hann deyr 2 mánuðum síðar, en kon- an og börnin eru flutt á hans framfærslusveit, sem þau höfðu aldrei komið í áður né þektu þar neinn mann, og var þeim sundrað sínu á hvert heimilið nema 2 börnum, sem konan hélt af náð. Sama ár er hér maður atvinnu- laus. Hann átti vísa vinnu hjá Eimskipafélaginu, þegar sigiing- ar ykjust. Hann átti 4 börn. Fjöl- skyldan var öll flutt norður í land, konan og maðurinn sett nið- ur sitt á hvorn bæinn og börn- unum skift niður á ýmsa bæi. Þó að þeim væri komið fyrir á ódýra staði, reyndist þetia fyrir- komulag samt sveitinni of dýrt, og fjölskyldan var send til Reykjavíkur um haustið. Sveitin varð að borga ferðakostnaðinn fram og aftur, en maðurinn varð af siimaratvinnu sinni hérna það veitiár. Enn er, eitt nýlegt dæmi, sem er þekt úr blöðunum. Norð- maður var giftur íslenzkri konu. Honum var vísað úr landi og konan tekin nauðug og flutt með honum til Noregs. Lögregiuþjónn var látinn fyigja henni til að gæta þess, að hún slyppi ekki. Þar voru þau flutt úr einni sveitinni í aðra, en komust ioks aftur hing- að. Sams konar dæmi um flutn- ing konu nauðugrar til Noregs er inú í uppsiglingu og sýnir, hvaða hrakningum þetta fólk lendir í. Það er ekki við því að búast, að menn felii sig við, enda þótt þeir einhverra hluta vegna verði að þiggja af sveit, að óviðkomandi menn skerist í leikinn, skilji börn frá foreldrum og konu frá manni sínum og sendi þau sitt í hvora áttina. Að vísu er sveitarstjórnum nokkur vorkunn eftir núgildandi fátækralöggjöf. Fyrir þær er þetta þö að eins sparnaðaratriði, en fyr- ir fólkið, sem 'í hiut á, er ham- ingja þess í iífinu í veði. Tillaga mín fer nú fram á, að. slíkt sé ekki hægt að leyfa nema með vilja fólksins sjálfs. Það á að vera hæstiréttur um persónulegt frelsi sitt. Áskorun til Alfiingis um réttlátari kjördæmaskipun. Á þingmálafundi á Norðfirði, jer haldinn var 16. daz. í vetur, þeim sama og feldi tillögu Ingv- ars Pálmasonar um færslu kjör- dagsins, var samþykt þessi til- laga frá Jónasi Guðmundssyni oddvita, rítstjóra „Jafnaðarmanns- ins“: „Fundurinn skorar á alþingi að taka núverandi kjördæmaskipun til athugunar hið allra fyrsta, — helzt á næsta þingi —, og breyta íhenni í það horf, að hún verði réttlátari en nú er, kjördæmin stækkuð og hlutfailskosningar leiddar í lög.“ Sameinað ping hélt fund á laugardaginn, og var þar ákveðin ein umræða um hvora þingsál.tiil. um rannsókn á kostnaði við að byggja fullkomna síldarverksmiðju á Siglu'irði (M. Kr.) og um byggingar- og Land- náms-sjóð (J. J.). Weðpi deild. Frumv. um víðtækari skemtana- skatt var til 2. umr. Hafði allshn. klofnað um það atriði, hvoxt skatturinn til Þjóðleikhússins skyldi vera lagður á smærri kaup- staði en nú er og kauptún. Var Jör. Br. fyrst einn á móti því, en er á fundinn kom, og Árni skyldi hafa framsögu fyrir meiri hlut- anum, hafði hann skift um skoðun og kvað því valda, að fengin væri upplýsing um, að Siglufjörður væri orðinn svo fjölmennur, að lögin nái til hans eins og þau eru. Var br.till. Jörundar um að fella ágreiningsatriðið úr frv. samþykt með 14 atkv. gegn 11, en Jakob, fiutningsmaður frv., sat hjá og greiddi eklri atkvæði. Hin ákvæði frv., um sjónleiki og danzleiki, voru síðan samþykt og því svo breyttu vísað til 3. umr. — Frv. um uppkvaðningu dóma og úr- skurða var vísað íil 3. umr., frv. H. Stef. um „Landnámssjóð ís- lands“ og frv. um mat á heyi báð- um til 2. umr. og landbn. og á- kveðnar tvær umr. um kaupin á húseigninni Haínarstræti 16. Við umr. um landnámssjóðinn gerði Jón á Reynistað og einkum ÖL Th. skjallaðsúg að Halid. Stef. á kostnað Jónasar frá Hriflu. Ætiuðu ýmsir það vera bónorð undir rós. Efpf röeild. Frv. um iðju og'iðnaö var tekið út af dagskrá. Frv. um iðnaöar- nám var til 3. umr. Flutti J. BaMv. við það brt. um að lækka hámark vinnutíma iðnaema niður í 48 irist. á viku og að sumarleyfið skuli vera minst ein vika á tíma- bilinu frá 1. júní til 15. sept. Iiafði hann við 2. umr. skorað á ailsherjarneínd að flytja þessar sjálfsögðu tiilögur, en hún ekki orðið við. Mælti hann fram með tillögunum og benti á, að Jögun- um væri æílað það eitt að verja. rétt nemenda. Jóh. Jós. mælti í móti, og voru tillögurnar feldar, önnur með 7 atkv. gegn 3, hin (með 7 gegn 4 að viðhöfðu nafna- kalli. Var frv. síðan afgreitt til n. d. Frv. um breytingu á sand- græðslulögunum frá 1923, sem Einar Jónsson flytur, var til 1, umr. Fer það fram á, að ríkissjóð- ur greiði % kostnaðar móts við öandeiganda í stað helmings, sem nú er. Mælti flutningsm. með frv.„ sem var vísað til 2. umr. og land- búnaðamefndar. Ný frumvörp og tillögur. J. Baldv. flytur frv. um for- knupsrétt kaupstdða og kauptúna á hafmrmannvirkjum o. fl., sem heimilar bæjar. t órnum oghrepps- |neíndum í kauptúnum að áskilja sér með samþykt forkaupsrétt á hafnarmannvirkjum og lóðum innan lögsagnarumdæmislns, en afsali bæjarstjóm eða hrepps- nefnd sér forkaupsrétti, gildi yfir- lýsing þar um ekki nema 6 mán- uði. Ástæðan til, að frv. er borið fram, mun vera hið alþekta hneyksli með söluna á Oddeyr- inni i fyrra. J. Baldv. ber .og fram 'frv. um forkaupsrétt kaupstdða og kaup- túna á jörð í nágrannahreppi. Samkv. lögum nr. 55 frá 15. júli 1926 hefir sveitarfélag forkaups- rétt á jörðum næst á efíir leigu- liða, og ætiast frv. til, að ná- grannakaupstaður eigi forkaups- rétt, ef sveitarféiagið afsalar sér sínum. Er tiigangurinn sá, að gera kaupstöðum og kauptúnum auð- 'veldara að fá nægilegt land til ræktunar handa íbúunum. Jónas Kr. flytur frv. um breyt- ingar á einkasölu ríkisins á áfengi, sem heimilar sjúkrahúsum að skifta beint við áfengisverzlun rík- isins. Sami þm. flytur frv. um breytingu á lögum um sampyktír um sýsluvegasjóði þess efnis, að jafna megi skattinum niður á fast- , eignaeigendur, þótt eklri séu út- svarsskyldir (samvinnufélög, templarastúkur o. s. frv.). Sami þm. flytur frv. um breytingu á Cögum um varnir gegn útbreiðslu nœmra sjúkdóma þess efnis, að einangra megi menn, sem grurf- aðir eru um að vera sóttberar. h—. í frv. nefnt smitberar —, þótt ekki hafi tekið veikina, en það þykir nú sannað, að slíkt geti átt sér stað. Áfengisvarnir. Séra Jón Guðnason og Ingvar Pálmason flytja í sameinuðu þingi þingsál.till. um áfengisvarn- ir. Er hún á þessa leið: „Sameinað Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina: 1. að verða þegar í stað við beiðni þeirra bæjarstjórna í kaupstöðum utan Reykjavíkur, sem óska eftir, að lögð verbi niður útsala á vínum, 2. að leita nú pegar nýrra við- skiftasamninga við Spánverja á bannlagagrundvelli, 3. að gera ráðstafanir til að hætí verði þegar í stað að lána út vín eða vínanda úr áfengisverziun ríkisins, 4. að birta eftir lok hvers ársfjórðungs í Lögbirtingablaðinu nákvæma skýrslu um það, hve mikið áfengi. hver lyfjabúð og læknir hefir fengið og látið úti á undan g ngn- um þrem mánuöum samkvæmt lyfseðlum eða á annan hátt. Þar skal og tilgreind heildartala þeirra lyfseð!a, er hver Iæknir helir ge ið út. Um héraðslækna skal tilgreina. sérstakiega áfengisnotkun í h:ut- falli við mannfjölda í héraði þeirra.“ Þetta er ágæt tiliaga og próf- steinn á hug þingsins í bann- málinu. Hvaiveiðar. Ásg. Ásg. flytur frv. um, að at- vinnumálaráðherra megi veita sér- leyfi til hvalveiða með vissum skilyrðum, líkt og hann og nokkr- ir aðrir þingmenn fluttu árið 1925. Fiskimat. Sjávarútvegsnefnd n. d. flytur frv. um þá breytingu á fiskimats-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.