Alþýðublaðið - 07.03.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.03.1927, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Ef fíér viljið góðan vmdil fyrir lágt verð, f>á* foiðjið rnn Narsmann’s vtndla, MaraprilM Snplpemb, ■ EI Apte, Cof»deift, Klng, S©©ff9 Eproka, Marsitfiaiisi, ein stjarna. lögunum, a'ö skipaður sé landsyf- irfiskimatsmaður til að samræma fiskmatið í öllum landsfjórðung- um, og fari hann eftiriitsferðir !til leiðbeiningar yfirfiskimats- mönnum. Einnig er pað ákvæði í frv., að saltfiskur sé pví að eins matsskyldur áður en hann er seld- ur innan lands, að hann sé ætl- áöur til útflutnings í óbreyttu á- standi. Þingsályktunartillögu um rannsókn á akuegarstœdi milli Seydisfjardarkaupstadar og Fljóts- dalshérads, bæði leiðina yfir Fjarðarheiði að Egilsstöðum og Vestdalsheiði að Eiðum, flytja J. Baldv. o. fl., og er pað að al- mennri ósk ibúa í Seyðisfjarðar- kaupstað. SJúkrasamlag Eeykja- ' vfkiir hélt aðalfund. sinn í gær. Sjúkra- kostnaður pess hefir orðið með mesta móti s. 1. ár í hlutfalli við tekjur, og urðu raunveruleg gjöld á árinu um 10 þúsund krónur umfram þær. Einkum gat féhirðir samlagsins þess, að botnlanga- bólga virtist vera óvenjulega mikil. Hitt kemur þó ekki síður til greina um fjárhag samlagsins, áð undan farið hefir það haldið hlutaveltur árlega með góðum hagnaði, en leyfi til þess hefir það ekki fengið í vetur. Væri ekki nema sanngjarnt, að alþingi bætti því það upp með hækkuðum styrk, því að ékki mun það hafa ætlast til, að hlutaveltulögin yrðu þröskuldur fyrir afkomu sjúltra- samlagsins. Jón Pálsson bankagjaldkeri var endurkosinn formaður samlagsins. Meðstjórnendur voru Steindór Björnsson frá Gröf og Jón Jónsson frá Hó!i endurkosnir og Magnús V. Jóhannesson í stað Þuríðar Sigurðardóttur, sem dvelur er- lendis. Auk þeirra eru í stjórn- inni: Jón Jónsson frá Bala, Felix Guðmundsson og Guðgeir Jóns- son. Varastjórnarmaður í stað Magnúss V. Jóh. var kosinn Jón Guðnason fisksali. Hinn er Einar Einarsson trésmiður. Endurskoð- andi var Gísli Kjartansson endur- kosinn. Hinn er Björn Bogason. Varaendurskoðandi var kosinn Guðjón Benediktsson. Hinn er Karl H. Bjarnason, bifreiðarstjóri landsverziunarinnar. Lagabreytingar lágu fyrir fund- inum. Eru tvær þeirra merkast- ar. Önnur er sú, að hluttækur samlagsmaður, sem greiðir því gjöld sín, á heimtingu á sjúkra- hússvist á samlagsins kostnað, þö að hann sé staddur utan Reykja- víknr, en sú greiðsla samlagsins rná þó aldrei fara fram úr því, sem hún hefði getað orðið því lægst, hefði máðurinn verið hér í borginni. Hin aðalbreytingin er sú, að börn samlagsmanns (yngri en 15 ára) hafi sama rétt til nudd- aðgerða og baða á samlagsins kostnað og sjálfur hann. Sú er og þriðja brtill., að börn, sem verið hafa tryggð i samlaginu með foreldrum sínum eða fóstur- foreldrum, fái þegar fullkomna inngðngu í samlagið sem sjálf- stæðir félagar þegar þau eru orð- in 15 ára, en 6 vikna biðtíml þeirra verði afnuminn. £>á lagði stjórnin fram frumv. að lögum fyrir jarðarfarasjóð S. R., sem sé sérstakur sjóður í sam- bandi við samlagið. I honum geti félagsmenn trygt sér vissa upp- hæð til greiðslu á jarðarfarar- kostnaði sjálfra þeirra, barna þeirra og fósturbarna. Bæði samþykt lagabreytinganna og jarðarfarasjóðsfrv. var geymd til framhaldsaðalfundar, er hald- inn verður bráðlega, svo að sam- lagsmönnum geíist nánara tæki- færi til að athuga þau. Loks var samþykt svo feld á- skorun til alþingis: „Aðalfundur Sjúkrasamlags Reykjavikur skorar á alþingi að verða við umsókn stjórnar S. R. um styrk til að koma á sambandi milli sjúkrasamlaga og stofna ný.“ Um dagiam vefgixssæ. Næturlæknir er í hótt Guðmundur Thorodd- sen, Fjólugötu 13, sími 231. Skipafréttir. „GulIfoss“ fer kring um miö- næítið í nótt héðan vestur. Fisk- tökuskipið „Bjelka" fór í gær- morgun utan með fisk fyrir „Kveldúlf“. Tvö kolaskip komu í nótt, annað til „Alliance" o. fl., en hitt til Sigurðar Runólfssonar og Guðmundar Kristjánssonar, og saltskip til Hallgríms Benedikts- 'sonar. Fulltrúaráðsfundur. verður í kvöld kl. 81/2 í Iðnað- armannahúsinu uppi. Hljómsveit Reykjavíkur endurtekur Beethoven-hljóm- 'leikana annað kvöld kl. 7(4 í Nýja Bíó. Aðgangseyrir er lækkaður í 1 kr. Þetta er því gott tækifæri fyrir félitla hljómlistarvini. Læknaprófi við háskólann luku í fyrra dag Ríkarður Kristmundsson méð 1. einkunn (I66V2 stig) og Torfi Bjarnason frá Ásgarði með 1. eink. (1785/n stig). Þeír eru báðir úr Dalasýslu. Togararnir. I morgun komu af veiðum: „Skallagrímur" með 136 tunnur lifrar, „Belgaum" með 110 tn„ „Arinbjörn hersir" með 115 og „Ari“ með 80 tn. „Karlsefni" og „Apríl“ komu í nótt frá Englandi, „Clementina" kom til Hafnarfjarð- |ar í morgun með 160 tn. lifrar. Veðrið. Frost 3—10 stig. Austlæg og norðlæg átt, víðast fremur hæg. Þurt veður. Loft\>ægislægð fyrir suðaustan land, hreyfist hægt til norðausturs. Otlit: Gott veður, nema dálítil snjókoma á Austur- landi. Kappglíma »Ármanns» eftir þyngdarxlokkum í Iðnó í gær var góð skemtun. f I. flokki (yfir 70 kg.) hlaut 1. verðlaun Ottó Marteinsson (Árm.), 2. verðl. Þorsteinn Kristjánsson (Árm.) og 3. verðlaun Jörgen Þorbergsson (Árm.). f II. flokki (undir 70 kg.) vann 1. verðlaun Sigurjón Guð- jónsson (K. R.), 2. verðl. Jakob Gíslason (K. R.) og 3. verðl. Björn Bl. Guðmundsson (Árm.). — Á eftir sýndu nokkrir menn hnefa- leik. % „Raflýsing sveitanna“ heitir snjöll hugvekja eftir Hall- dór Kiljan Laxness rithöfund, er birt verður hér í blaðinu neðan- máls annan hvom dag til skiftis við söguna, og hefst- hún á rnorg- un. »Hús í svefnÞ. Snemma i októbermánuði ritaði „Politiken" um þessa kvikmynd: „,Hús í svefni', hin fagra kvik- mynd Guðmundar Kambans, sem sýnd er nú sem stendur í Alex- andrateatret hér, heíir hloíið meíri þðsókn i Svíþjóð heldur en nokk- ur önnur mynd, sem .Nordisk ■ Films Kompagni” hefir sent út„ — meiri jafnvel heldur en ,Ma- harajahens Yndlingshustru', sem hingað til hefir haft flesta húsfyllr þar af öllum myndum frá ,Nor- disk Films‘.“ Athugasemd sú hefir verið gerð af hálfú for- göngukvenna kvenfélagafundarins á föstudaginn við frásögn þessa blaðs áhrærandi samþykt mót- mælatillögunnar gegn fæfslu kjör- dagsins, að hún hafi aldreí farið reglulega fram, þar eð fundurinn hafi eiginlega verið genginn úr lagi, ýmsar fundarkonur farnar og fundarstjóri hættur starfi, er atkvæði voru greidd um tillöguna. „Júpitei,s“-máHð. . Dómur féll um það í hæstaréttí í dag. Var skipstjórinn dæmdur í 15 000 kr. sekf, en ekki fangelsi. Frá Vestmasmaeyjum FB.-skeyti þaðan í gær segir: í gær aflaðist vel, 400—500 á bát, íen í dag er ekki sjóveður. Afli mjög tregur undan farið. — Kik- hóstinn er að breiðast út; er vægur. Geaigi erlendra mysita í dag: Sterlíngspund.........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,57 100 kr. sænskar .... — 122,06 100 kr. norskar .... — 118,59 Dollar..................— 4,563/t 100 frankar franskir. . . — 18,05 100 gyllini hollenzk .' . — 183 21 100 gullmörk þýzk. . . — 107 78 1 síðasta blaði rangprentaðist gengi norsku kr„ átti að vera 118,60. ¥eslwF-ísIezfear frétOr. FB„ 18. febr. O. T. Anderson, íslenzkur maður, hefir verið sldp- aður prófessor við Wesley-háskól- ann í sæti Skúla prófessors John- sons. Gegndi Skúli forstöðu- maRnsembætti Arts-deildarinnar þangað til í haust. Anderson heíir verið formaður stærðfræðideildar háskólans í sex ár. Skúli Johnson yar fæddur í Selkirk í Manitoba. Tók hann fyrstur manna meist- arapróf í stærðfræði við Mani- toba-háskólann. Árið 1921 var hann skipaður prófessor • í stærð- fræði við Wesley College. Segir svo frá í Heimskringlu: „O’l þau ár, sem Anderson prófes or he ir verið við Wesley-há kó aan hef- ir hann tekið mikinn þátt í ifélags- • lífi nemenda og átt óvenjulegum vinsældum að fagna meðal þcirra. Hann helir verið h iðursforseti flestra félaga skólanemenda og fulltrúi og forgöngumaður íþró ta- ráðs háskólans síðustu tvö árin. Sem stendur er hann heiðursfor- seti menningar- og bók:nenta-fé- lags háskólans og er alls staðar nálægur nemendunum, jafnt á í- þróttavöllunum og í samkvæmis- sölunum. Er óhætt u.n hann að segja, að hann er einn af þeim, sem í hvívetna er þjóö lokki sín- um til sæmdar í þessu landi."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.