Alþýðublaðið - 09.03.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.03.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞ. ÝÐUBLAÐIÐ kemur út k hverjum virkum degi. 3 Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við j • Hverfisgötú 8 opin frá kl. 9 árd. ; til kl. 7 siðd. [' ; Skrifstofa á sama stað opin kl. ; \ : 91/2—10Va árd. og kl. 8-9 síðd. [ • Simar: 988 (afgreiðslan) óg 1294 • ; (skrifstofan). > ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; : mánuði, Auglýsingaverð kr,.0,15 : ; hver mm. eindálka. ; : Prentsmiðja: Alpýöuprentsmiðjan j ; (í sama húsi, sömu símar). ; Rannsókn sj ávarútvegsins. Frá pví hefir áður verið skýrt, að Sveinn og Ásgeir flytja þings- ál.tillögu um skipun milliþinga- nefndar til að rannsaka hag báta- útvegsins og gera tillögur til tryggingar honum. Þar við flytur Héðinn Valdimarsson þá breyting- artill., að rannsóknin og tillög- urnar nái til sjávarútvegsins alls. Veitir og sannarlega ekki af dug- andi nefnd til þeirrá starfa. Meðrs delld. Frv. um breytingar á skemtana- skattsíögunum var afgreitt til e. d., eins og það varð við 2. umr. Lengst var rætt um stj.-frv. um heimild handa stjórninni til að 3áta reisa heimavistahús fyrir nemendur mentaskólans. Það kom í ljós við umræðurnar, að M. Guðm. hafði kallað alla nemend- urna skólasveina í frv., líka stúlk- urnar. Þetta lagaði meiri hluti mentamn. fyrir honum. Minni hl. hennar, Bernh. og J. Guðn., lögðu til, að fxv. væri aígreitt með dag- skrártillögu, því að fé til slíkra framkvæmda ætti að eins að veita í fjárlögum. Kvað Bernh. náms- fólki utan Reykjavíkur vera eins gott að sækja Akureyrarskólann Uæstu árin, en J. A. J. kvað alls ekki vera næg lveimavi tarhús þar tii 'þess. Loks lenti í þrefi milli Tr. Þ. og M. Guðm. um það, hvor þeirra væri fjær því að vera sveitamaður og hvor hefði minni þekkingu á sveitalííi og velvilja til fátækra námsmanna úr sveit. Siðan var dagskrártillagan feld að viðhöfðu na'nakalli með 17 atkv. gegn 10. Greiddu allir deild- armenn atkv. á móti henni aðrir en „Pramsóknar“-f:okksm:nn og M. T , sem voru m ð henni, nema Ásg. var á móti henni og Jörund- ur greiddi ekki atkv. Till. frá Ásg. um, að ekki væri sérstaklega á- kveðið, að heima i tahúsið skuli trei.t á lóð Menta kólans, var sam- þykt og frv. ;íðan ví að til 3. umr. Lánsheimildar rv. var á dag- skrá, en var tekið út, og kvað for- setinn það gert eftir samkomu- 4agi. Tr. Þ. flytur þá breytingar- tillögu við frv., að heimildin verði veitt mýð því skilyrði, að hið nýja lánsfé verði eingöngu notað í tig- in þaríir Landsbankans. Frv. um byggingu og rekstur strandferðaakips var nokkuð rætt og 1. umr. síðan frestað. Kom brátt í Ijós, að strandferðaskip- ið er ýmsum íhaldsmönnum þyrn- Ir í augum. Við umræðurnar kom það þó upp úr Jóni Kjart, að of margir framkvæmdastjórar væru við iekstur flóabátanna. Þenna sannleika er þá jafnvel hann bú- inn að læra. Efri deiid. Þar var frv. um iðju og iðnað tekið út af dagskrá og henni þar með lokið. Mý SiraEMi?©E*p. „Tíma“-stjó|nmál. Tr. Þ. flytur frv. um þá stjórn- arskrúrbrei/tingu, að reglulegt al- þingi verði að eins haldið annað hvort ár, og verður þá hvert fjár- hagstímabil tvö ár. — Væntanlega verður slík tillaga ekki að lögum. Myndi það og hvorki verða til sparnaðar né annara heilla, að sú regla væri aftur tekin upp, að fjárlög væru samin fyrir svo fjar- lægan tíma, hátt á þriðja ár frá samþykt þeirra í hvert sinn. Munu og hugsandi sveitamenn sjá, að það væri mjög varhugavert. Stýfingin er og aftur komin inn í þingið. Flytur Tr. Þ. aftur frv. sitt frá í fyrra um „stöðvun á verðgildi íslenzkra peninga", eins og það le.it þá út eftir 2. umr. í n. d. Áág. og Halld. Stef. flytja það nú með honum. Baraafræðsla, Jón Guðn. og Bernh. flytja frv. um þá breytingu á bamafræðslu- lögunum, að tveir eða fleiri hreppar geti gengið saman í eitt skólahérað um eitt ár í senn, ef skólaneíndir óska og fræðslu- málastjórnin leyíir, þó að sam- þykkis hreppsnefndar eða hrepps- fundar sé ekki leitað. Kaupmannaliafnarbréf. Khöfn, í febrúar ’27. 25 ára leikaímæli Poul Reuinerts Það hefir oft verið tekið til þess, hve leikelskir Hafnarbúar væru. Þó er leikhússýki fólks mikið að réna. Poul Reumert átti 25 ára leikafmæli í gær, og í •fyrra dag hó. t s ala EÖgöngumiða. Til þess nú að koma ekki of seint til að ná í aðgöngumiða að kon- ung’ega leikhúsinu byrjaði fólk að þyrpast fyrir utan leikhúsið kl. 6 f. m. og stóð þar fulla 9 tíma, haíði með sér mat og drykk og nokkrir höfðu með sér stól að sitja á. Margt af þessu fólki stóð þó þarna fyrir gíg, því að færri fengu aðgöngumiða en vildu. Lækkun húsaleigu. Nú eru allir niðurskurðarmenn með landsstjóm og atvinnurek- lendur 1 broddi fylkingar, elns og ég hefi áður skýrt frá hér í blað- inh. San.kvæmt hú aleigu’ögunum er mönnum nú heimilt að koma með bænir sínar til húsakigu- nefndar um lækkun húsaleigu. Eggjar nú félag leigjenda menn lögeggjan að senda kærur til nefndarinnar, íinnist þeim húsaleigan of há, og hverjum inun ekki finnast það? Og fáist ekki lækkun á húsaleigu, þá að krefj- ast viðgerðár á húsakynnum, og væri sízt vanþörf á að fá því framgengt. — Kaupmannahafnar- bær hefir ákveðið að lækka kigu í húsum sínum. Lækkun þessi er áætlað að nerni 116 000 kr. á árí. Enn fremur er gerð tilraun til þess að fá húsaleigu lækkaða í I húsum, sem byggð eru með lán- um eða styrk af „Statsboligfon- den“. Til þessa þarf samþykki landsstjórnar, innanríkisráðherra, fjármálaneíndar þingsins og bæj- arstjórnar Khaínar. Flefir hin síðasta talið sig fúsa "til þess að taka á sig sinn hluta lækkunar- innar. „InfManzan" í rénun. „Inflúenzan“ er nú í rénun, og danz er nú leyfður á öllum opin- berum stöðum aítur. — Meðal þeirra, sem veiktust, var Sveinn sendiherra Björnsson. Hann er þó kominn á fætur aftur, en þó ekki fullfrískur enn þá, og fer hann úr bænum sér til hressingar. Niðurskurðarlöggjöfin. Stjórnin lagði fyrir þingið í <dág niðurskurðarfrumvörp sín, 10 að tölu. Laun starfsmanna ríkisins er Iagt til að lækki um 271/2 millj. kr., læltkun á útgjöldum við ut- anríkisstjórn ríkitins er áætluð 820 000 kr., lækkun til ellistyrks frá ríkinu 5,8 millj. kr. og styrk- ur bæjarsjóðs 4,7 millj. kr., styrk- ur til vinnuleysistrygginga (ríkis- styrkur) 4,4 millj. kr„ bæjar- stjórna 4,5 millj. kr. og sanii styxkur frá einstökum atvinnurek- endum 1,3 millj. kr.; styrkur til sjúkrasjóðs (ríkissjóður) lækki um 4,15 millj. kr., styrkur til ör- kumla manna (ríkisstyrkur) lækki um 2,1 millj. kr., styrkur bæj- arstjórna um 1,8 millj. kr., og styrkur frá atvinnurekendum lækki um 1,1 millj. kr.; sparnaður til hermála fjárhagstímabiiið 1927 —28 er áætlaður að eins 2 millj. kr. Veðurfar. Það, sem af er þessum vetri, hefir líkst meira, úaustveðri en vetri. Stöðugt irostlaust, hægt veður og hiti. Nú er þó komið frost, þó ekki sé það mikið, og kuldi. Frostið er þó svo mikið, að Sundið leggur nú, og er mann- heldur ís uppi við land. Snjóar hafa sama og engir verið eða ekki svo, að gætt hafi í höfuðstaðnum. Þorf. Kr. Öryggi sjómaima. Fyrir nokkuð mörgum árum skrifaði Guðmundur landlæknir Björnson ritgerð, mig minnir í „Skírni“, þar sem hann benti á, að varla væri einleikið, hve margir færu í sjóinn árlega af íslendingum. Mér ■ blöskraði á- standið, og síðan hefir jafnan verið reirnt í huga mínum af öll- um þeim sjódauðu mönnum, — ef svo mætti segja. Fyrsta áratuginn eftir aldamótin voru árleg mannblót íslendinga til Ægis hlutfallslega við mannfjölda (hérna á það fræga orðtak við!) álíka mikil og mannfail Þjóðverja jaínað niður á ár í ófriðnum við Frakka 1870—71. Síðan kann þetta að hafa breyzt eitthvað til batnaðar, en áreiðanlegt held ég að það sé ekki. líkt því, sem skyldí. Ástand þetta er óviðunandi. Ó- skiljanlegt, hvað þjóðin (og þá helzt forráðamenn hennar) hefir gert sig ánæg^a með þstta. Við búum sífeldlega við mannfall sem í ófriði — og dettur ekki í hug að rannsaka málavöxtu og gá að. hvort engu verður uin þokað. Hér þyrfti að setja stóra nefnd á lagg- irna», samsetta af sjómönnum og mentamönnum til rannsóknar og tillagna. Til bráðabirgða get ég ekki stilt mig um að geta þess, að ég er hræddur um, að óverjandi ofur- kapp eigi hér ekki minsta sök á. Það ætti að vera stórsektar- sök að skeyta ekki ákveðnum að- vörunum veðurstofunnar. Að lokum vil ég geta þess, að mér er alls ekki ókunnugt um, að hafið kring um ísland er veiTa viðureignar en víðast hvar ann- ars staðar, þar sem fiskveiðar eru stundaðar að mun. En ekki er við það komandi við sannleiks- tilfinningu mína, að hún geri sig ánægða með þá skýringu eina. Ásum í Skaftártungu, „sjómannadaginn“ 1927. Björn O. Björnsson. Bréf ti! prinzessii. 11. Allar breytingar á búningi kvenna þykja í fyrstu ösiðlegar; meira að segja skósíðu pilsin þóttu það í fyrstu. Það er því ekki að furða, þó stuttu pilsin þættu það, sem létu sjást í sól- skini og logni það, sem áður ekki sást nema í háa, húrrandi roki og ekki einu sinni alt af þá, fótleggi stúlknanna upp að hnjám. Það er svo misjafnt í hinum ýmsu löndum, hvað þykir siðlegt. 1 flestum löndum Múham ðstrúar- manna gengur kvenfólkið með skýlu fyrir andlitinu, og það þykir fram úr hóíi ósið’egt, að kona láti aðra en manninn sinn sjá á sér andlitið. Ef komið er að Mú- hameð-trúar-kvenmanni óvörum, sem er nýstigin upp úr baði, þá bregður hún ekki handklæðinu fyrir sig á sama hátt og við vit- um að stúlkur frá Parísarborg eða úr Þingholtunum myndu gera, heldur hylur hún með því and- litið. Evrópumaður, sem var læknir, |en var staddur í Aausttirlöndum,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.