Alþýðublaðið - 11.03.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.03.1927, Blaðsíða 2
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ e ] alþýbijblabið| < kemur út á hverjum virkum degi. ► IAfgreiðsla í Alpýðuhúsinu við [ Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. [ til kl. 7 siðd. [ I< Skrifstofa á sama stað opin kl. ► 9V2 —10Va árd. og kl. 8—9 síðd. [ Simar: 988 (afgreiðslari) og 1294 ► (skrifstofan). [ 5 Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► i mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 { J hver mm. eindálka. t j ’Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í j (í sama húsi, sömu símar). f Hæítuleg braut. í sambandi við það mál, sem mesta hefir vakið athygii af ping- máliim undan farna daga, frum- varpið um ábyrgðarheimild ríkis- stjórnarinnar, er einkum eitt, sem verðskuldar alveg sérstaklega at- hygli kjósenda og varhuga. Pað er tilraun stjórnarinnar til að binda pingmenn pagnarheiti um öll meginatriði málsins, hver séu lánskjörin, hvað lánið sé stórt og til hvers eigi að nota pað. Með henni er stjórnin að feta út á hættulega braut, — svo hættulega, að eftir hsnni má leiða fólkstjórn- arhugsjónina í fullkonma glötun. Það fyigir fólkstjórn eða pjóð- ræði, — pað er grundvallarskil- yrði hennar —, að stjórnmálin séu opinber mál, svo að pjóðin eigi sífeldan kost á að veifa pví at- hygli, sem fulltrúar hennar gera í umboði hennar. Ekki 'sízt á petta við um íjárinálin, sem eru kjarni stjórnmálanna. Og pegar nú svd stendur á, ad uerid er ad binda hverjum einasta pegni ríkisins á- byrgo á herdar, pá hlýtur krafan um, að ekkert sé dulið, að eiga , strangastan rétt á sér. Það er á valdi ríkis, sem er í höndum at- vinnurekenda að láta ábyrgðina koma til framkvæmda, hvenær sem atvinnurékendurnir segja „at- vinnuvegina" —en svo kalia peír sig að ja'naði — ekld geta stað- ið í skilum og ófært að gera bankann gjaldprota; pá getur rik- ið látið einstakiinga pjóðarinnar greiða lánið með nefskatti. Því varðar hvern einstakling um, hver fjárhagsleg hætta hvílir á honum í pessu tilfelli. Um hitt er pó jafnvel enn meira vert, að ef stjórn kamst upp á að dylja pjóðina fyrirætlana, ráðagerða og athaína í máli, sem svo varðar hvern mann sem sam- ábyrgð pjóðaiinnar um milljóna- lán, og tekst að leiða pingmenn til pagnar um pað, pá er henni opin ieið að gera svo í hverju máii alt par til, að hún er jafnan laus við eftirlit pjóðarinnar og hefir náð einræði yfir málefnum hennar, en fólksstjórnin ekki orðin nema innantómt nafnið. Að leyía, að út á slíka braut sé hald- iö, svarar til pess að Iíða landrád, miðað við stjórnarfyiirkomulag- ið, sem nú ríldr, pví að pað er að láta véla valdið úr hendi hins lcgiega valdhafa, pjóðarinnar. Þess vegna má enginn ping- maður pola neina tilraun til að binda hann pagnarheiti. Ef ein- hver gætir ekki réttinda pjóðar- ifnnar í pví efni, pá verður hún að losa sig við hann, pví að hann er ótrúr pjónn hennar. Hvildartími togaraháseta. Héðinn Valdimarsson flytur fiv. um, að lágmark samfelds hvíld- artíma háseta á togurum verði 8 stundir á sólarhring í stað 6, og verði prískiftar vökur. Gangi sú lagabót í gildi 1. júlí í sumar. — Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá, að hér er sízt of langt geng- ið til að tryggja líf og heilsu sjómannanna og halda við starfs- orku peirra. 16 stunda vinna á sólarhring, oft marga í senn, er vafalaust fullnóg prekraun hverj- um meðahnanni. Meðrx deíld. Þar var í gær frv. um heiina- vistir við mentaskólann samp. til e. d. Bernh. og J. G. vildu binda framkvæmd peirra laga við end- urnýjaða heimild í fjárlögum síð- ar meir, en tillaga peirra par um var feld. Frv. um varnir gegn vörtupest í kartöflum og annari sýkingu nytjajurta kom úr land- bún.nefnd, umsteypt að framsetn- ingu og samræmt við núgildandi stjórnarskrá pannig, að fullar bætur eftir mati komi fyrir upp- skeru, er ónýta parf samkvæmt lögum pessum vegna hættu af jurtasjúkdómi, en ekki Va w mats- verðs, eins og stóð í frv. Þar í parf ekki að liggja, að pað ákvæði frv. hafi ekki verið sanngjarnt. P. Þ. hafði framsögu nefndarinn- ar og tók pað fram, að til pess væri ætlast, að í frv. væri einnig ■ átt við varnir gegn sýkingu trjá- plantna. Var írv. vísað til 3. umr. að sampyktum br.-till. neíndar- innar öðrum en um fyrirsögn frv. Um hana fóru fram endurteknar atkvæðagreiðslur og lá við nafna- kalli. Nefndin lagði til, að frv. héti frv. um varnir gegn vörtu- ,pest í kartöflum og sýkingu ann- ara nytjajurta, í stað: og annari sýkingu nytjajurta, og kvað P. Þ. brt. að ósk garðyrkjustjóra. Lá við, að petta atriði yrði sögu- .legt í deildinni, og var bít. feld. — Frv. um byggingu og rekstur strandferðaskips var vísað til 2, umr. og samgöngumn. eftir nokk- urt pjark, frv. um gagnfræðaskóla é ísafirði og frv. um smábreyt- ingu, sem áður er frá skýrt, á barnafræðslulögunum til 2. umr. og mentamn. og frv. um breytingar á fasteignamatslögunum til '2. umr. og fjárhagsn. Stjórnarskrárbreytingarfrv. Tr. Þ„ um reglulegt alpingi annað hvort ár að eins, lét hann ein- göngu fylgja tilvísun í 5 lina greinargeið. Var pví síðan vísað til 2. umr. með einum 11 atkv. og til stjórnarskrárnefndar. Stýfing- arfrv. var tekið út af dagskrá. EM delld. Merkilegur fundur. Krosstré og önnur tré. Þar var til 1. umr. frv. Jónasar frá Hriflu um viðurlög við ölvan embættismanna, skipstjóra o. fl. Urðu afdrif pessa sjálfsagða frv. nokkuð endaslepp, og gaf mönn- um nú að líta nokkuð annan svip á einum pingmanni en flestir myndu hafa búist við. Jónas frá Hriflu mælti með frv. og benti á, hve pað væri bæði afspurnarilt og skaðlegt, að embættismenn og peir, sem ábyrgð bæru á lífi og heilsu annara manna, væru drukknir að störfum sínum. Ingv- ar Páhnason lýsti sig og frv. sam- pykkan. Forsætisráðherra pótti frv. ganga fullnærri rétti einstak- linga og pótti peir gerðir nokkuð misjafnir fyrir lögunum, ef pess- ar kvaðir væru lagðar á starfs- menn ríkisins eina, en ekki jafn- hliða á starfsmenn einkafyrir- tækja. Honum pótti og liggja nokkur aðdróttun til einnar stétt- pr í frv. pessu, en sú stétt ætti pað ekki skilið og hefði ekki hag- að sér svo, að nein ástæða væri fyrir löggjafarvaldið til að taka í taunrana hjá henni frekar en öðr- um stéttum. J. Baldv. kvað pað að vísu óglæsilegt, að slíkrar lög- gjafar pyrfti, en hægt væri að nefna dæmi, er sönnuðu pörfina. Ef forsætisráðherra pætti hér of nærri gengið einstaklingnum, skyti par allskökku við, pví hann heíði á sínum tíma sjálfur greitt atkvæði með samskonar ákvæðum atkvæði með sams konar ákvæðum á slíkum ákvæðum misjafnlega brýn eftir, hver í hlut ætti; pað væri ægilegt að eiga líf og heilsu undir drukknum lækni. Jónas frá Hriílu var hissa á mótspyrnu for- sætisráðherra, sem á fundi í Búð- ardal hefði mælt eindregið fram með tveimur pingmannsefnum af pví, hve peir væru harðsnúnir bindindisfrömuðir. Nú ætti ráð- herra að sýna, af hvaða huga pau meðmæli hefðu verið. Benti hann og á, að forsætisráðherra væri al- veg ósmeikur við að beita borgar- ana misjöfnum aðíerðum, ef út í pað færi. Svo legði hann t. d. í Landsbankafrv. til, að bankastjóri sá, sém skipaður væri af lands- stjórninni, misti ákveðinna réti- inda, sem hinir fengju að halda. Skiítust peir ráðherra og Jónas enn á nokkrum orðum og komst Jónas að peirri niðurstöðu, að ráðh. hefði ekki lesið frv. Var frv. síðan felt frá 2. umr. mað 7 atkv. : 7 að viðhöfðu nafnn- kal i Mun almenningi óeíað pykja íróð'egt, hvernig atkvæðin féllu. Með frv. voru E. Árn„ J. Baldv., Björn Kr„ íngvar, M. Kr., Jónas frá Hriflu og Guðm. ÓI. Á móti voru J. Þorl., Jóh. Jós„ H. St., Ingibjörg, Jöh. Jóh. og E. J. Svo greiddi og Jönas Kristjáns- son, sem kosinn var á pingaö eins vegna íylgis síns við bind- indismálið, atkvæði á móti frv. og kom pað flatt upp á marga. Síð- ara málið var 1. umr. um breytingu á útflutningsgjaldslögunum. Mælti Jónas frá Hriflu fram með frv„ en forsætisrh. og Jóh. Jós. á móti, og fór svo, að frv. var felt f’rá '2. umr. með 7 atkv. ; 7 að við- höfðu nafnakalli. Þingsályktunartillögu um pá breytingu á reglugerð ræktunar- sjóðsins, að Ián til rafmagns- stöðva í sveitum megi veita til alt að 20 ára og út á alt að prjá fimtu hluta virðingarverðs stöðv- anna, og megi pað einnig gilda um lán, sem pegar eru veitt, flytja í n. d. peir Halld. Stef., Árni og Jón Kjart. Var í gær ákveðin ein. umr. um tillöguna. Bréf tii prinsessu. iii. Það eru ekki mörg ár síðan, áð pað pótti jafn-óviðkunnanlegt, að stúlka væri með stutt hár, eins og pað, að ógiftur kvenmaður ætti tvíbura. Nú er petta orðið nokkuð breytt, en ennpá stendur pó styrj- öld um stutta hárið. Já; svo grimmilega geisar stutthárs-stríð- ið, að búnaðarskólastjóri norðan úr landi tekur sig til að rita móti pessum ósóma, sem hann álítur vera, og til pess að fæla fólkið frá að aðhyllast pessa villu og vernda landið frá voðanum, sem af henni leiði, klykkir hann út með pví að segja, að pað muni að eins vera pær lúsugustu, sem láti klippa' sig! En auk pessa hefir „Morgun- blaðið“ frá eigin nýrum og galli flutt all-æstar greinar móti stutta hárinu. En pað hefir ekkert stoð- að; alt af hefir kliptu kollunum fjölgað, enda ekki hugsanlegt, að nein skrif hefðu áhrif í pá átt nema helzt paö, aö stagast á að petta væri eklri tízka lengur. En hitt, að segja að stutta hárið væri ljótt eða ókvenlegt, var vonlaust að heiði áhrif, pví að pæreru fáar stúlkurnar pær, sem trúa pví, að pað geti verið ljótt, sem er tízka. En er pá stutta hárið Ijótt? Nei; ég held nú bara ekki! Það er ekki svo að slrilja, að vel upp- sett hár sé ekki líka fallegt. En hvuð margar stúlkur eru með vel uppsett hár? Þær eru sárafáar. Ég hefi tekið eftir nokkuð mörg- um stúlkum, að pær hafa stór- frikkað við pað, að pær létu klippa sig. Og a!t af helir or- sökin verið sú, að pær sýndust clá ítið ópri a'egar áður, bara af pví að pær settu hárið illa upp. Því að petta hefir alt verið katt- pri'ið kveníólk, allra myndarleg- ustu búðar-, prentsmiðju- og banka-st.úlkur. Sumir tala um, að stutta hárið sé ókvenlegt, og er pað eitt af dæmunum upp á, hve vaninn er ríkur. f Grænlandi gengur alt v

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.