Alþýðublaðið - 11.03.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.03.1927, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ kvenfólk á brókum einuni eins og karlmennirnir, og þegar það hefir komið fyrir, að einhver stúlka Jrefir farið í pils, þá hefir það þótt irámunaleg tilgerð og ógurlega ó- kvenlegt! Við eigum erfitt með að skilja, að þpð þyki karlmannlegt að ganga með Iangan flétting eins og kvenmaður, en það þykir víða í Kina. Pegar kínversk móðir vill fá drenginn sinn til þess að vera þægan, lofar hún honum, að hún skuli hnýta spotta í fléttinginn hans, svo að hann sýnist lengri! Kínverskur fræðimaður sagði svo frá: „Þegar ég hafði ákveðið að fara til Morðurálfu, var ég mjög á báðum áttum um, hvort ég ætti að láta klippa af mér fléttinginn. Loks réð ég það' samt af og lét þegar gera það. En þegar ég kom heim, og konan mín sá það, fór hún ,að gráta, sagði, að ég væri svo frámunalega ókarlmann- legur, þegar ég hefði enga fléttu." Meiri hluti karhnanna hér hjá okkur, sem vilja ekki láta kiippa kvenfólkið, siíja fast í neti van- ans eins og þessi kínverska kona. Því dæmist rétt að vera: Karl- menn eiga að halda sér saman um stutta hárið, að minsta kosti þeir, sem ekki taka sjálfir upp þann vana, sem fyrr á öldum tíðkaðist, að ganga með langt hár, eins og æði-margt kvenfólk gerir enn. Stafkarl „Hás í sveíni“. Það hefir enginn nokkurn tíma neitað því, að kvikmyndir væru fullhæfar til að sýna list. En ein- hvern veginn hefir það atvikast svo, að þær hafa dregið með sér úr átthögum sínum, Vesturheimi, þann ólundar-Ioddarablæ, sem oss Austmönnum finst vera á öllu, sem þaðan er runnið. Það er því, ef maður mætti svo segja, alt af eins og einhver „grammófón“- hljómur, urgandi málmhl omur. í kvikmyndum. Og þetta fælir margan listelskan mann frá kvik- myndahúsununn En kvikmynd Kambans er laus af þessu; hún gengur með hógværð og látleysi, fettubrettulaust út úr daglega líf- inu, eins og það gerist, og inn á hvíta tjaldið. Það er alt svo blátt áfram og satt og engu við aukið, enda þarf ekld þessar löngu frásagnir inn í myndina til skýringar; persónurnar tala þegj- andi; það finnur enginn, að þeim er varnað málsins. Þetta eru hinir yfri yfirburðir leiksins, og hinir innri eru eins; sálarlífinu er Iýst ýkjuskrúíunarlaust. Þetta er vafa- laust Sistþrungnasta mynd, er hér hefir sést lengi. Af¥lnnuleysl eyfesí í Danfflörku. (Tilkynning frá sendiherra Dana.) Tala átvinnulausra hefir enn aukist í Danmörku upp í 92 030 á rnóts við 84 300 um sama leyti í fyrra, en þá var jafnaðarmanna- 'stjðrn í Danmörku, og nú er þar auðvaldsstjórn. 1922 voru 100 200 atvinnulausra í Danmörku um sama leyti árs, en þá var auðvit- að líka auðvaldsstjórn þar í landi, svo það sýnist alt a bera að sama brunni, er slíkar stjórnir sitja að völdum. Uæœ dagginiK o«g v&gimn, Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Lækjartorgi 2, sími 272. Mokáfli er sagður undanfarið í Höfnun- um He ir orðið að aíhöfða fj kinn inn á sjó úti. Oft tvíróið á dag. Ctuðspekifélagið. Fundur í Reykjavíkurstúkunni í kyökl kl. 81,4. Eíni: Trú og sann- færing. Vegna vélbilunar í prcntsmiðjunni varð ekki lok- ið við að prenta blaðið I dálítinn hluta bæjarins í gærkveldi, svo að það varð ekki borið út fyrri ien í morgun, og eru kaupendurnir vinsamlega beðnir að afsaka það. í ágætu standi, er af sérstökum ástæðum til sölu nú þegar. Upplýsingar á skrifstofu Slátnpfélags SnðiaFlarads. Ef pið eruð fótköld eða fótrök, eða ef skórnir eru harðir og ósléttir í botninn, þá komið og fáið ykkur kork- eða strá-íleppa Jðns Laugavegi 17. Séra Sngimar Jönsson á Mosfelli er staddur hér í bæn- um. Skipafréítir. Skipið „Magna“ kom hingað í gærkveldi með kol til gasstöðv- arinnar. „Lyra“ fór utan í nótt. Togararnir. „Hafsteinn" kom í morgun með 72 tunnur lifrar. Línuveiðararnir „Fróði“ og „Rifsnes" komu af veiðum í gær. Höfðu þeir góðan afla, „Fróði“ ágætan. Mu Nf! ^ fál! jllll Göður afii hefir verið f Keflavík þessa dag- ana. Bifreiðastjórar halda hina árlegu skemtun sína næsta fimtudag á Hótel ísland. Hafa skemtanir þeirra jafnan ver- ið vel sóttar, því að bifreiðar- stjórar eru gleðimenn og eiga marga kunningja. X. Trúlofun. Ungfrú Anna Guðrún Th. Hallmundsdóttir, Óðinsgötu 20, og Þórður Brynjólfsson sjómaður, Bergstaðastræti 40, opinberuðu trúlofun sína 7. þ. m. Nafn stúlk- unnar rangprentaðist í blaðinu á þriðjudaginn var. „Alliance írangaise“. Bókasafnið er opið þriðjudaga og föstudaga frá kl. 8 -9 e. m. í Thorvaldsensstræti 4. Stjórn „F. U. K.“, Félags ungra kommunista, var kosin á aðalfundi þess á mið- vikudaginn þeir Þorsteinn Péturs- son, Jökull Pétursson og Erlend- ur Vilhjá'.msson. Veðrið. Hiti mestur 1 stig, minstur 9 stiga frost. Hægt og þurt veður. Loftvægislægð fyrir suðvestan land á austurleið. Útlit: Vaxandi austanvindur; verður sennilega allhvast hér í nótt. Stilt veður á Norðurlandi. „Dagsbran“ heldur ekki fund í kvöld. Dag- setningin ranghermdíst i blaðinu í gær. 20 ára afmæli á Iþróttafélag Reykjavíkur í dag, og verður þess minst næstu fjóra daga með danzskemtun (annað kvöld), íþröttasýningum, flutningi erinda o. fl. Vandað og myndarlegt tölublað af „Félags- blaðí Iþróttafélags Reykjavíkur“ ter komið út í dag af tilefni af- mælisins og er selt á götununx. Likið sem rak 1. þ. m. á Knarrarnes á Mýrum, hefir reynst vera af há- seta á bátnum „Baldri“, sem fórst í haust í lok nóvembermánaðar. Það var Sigurbjarni Bjarnason, Óðinsgötu 16. Hann var kvæntur Ásu Víglundardóttur, sem iifir eft- ir hann. Líkið verður flutt hingað til greftrunar. Það þektist á sokk, er var á faéti þess. Stórfengleg kvikmynd verður sýnd í fyrsta sinni í Gamla Bíó í kvöld, „Boðorðin tíu“. Getur þar að líta harðstjórn Faraós, för ísraelsmanna frá Egyptalandi, förina yfir Hafið rauða og draknun Faraós og liðs hans og löggjöf drottins á Sínaí í glæsilegum sýningum og aftur á móti boðorðabrot nútímans, spill- ingu auðbrasksin.s, svikna stein- steypu, ástir og trúaröfgar. Frá Sandí. (Símírétt.) Á Hellissandi er á- gætisafii. Opnir bátar hafa feng- ið upp í 3000 pund fiskjar á dag. Vélbátar fiska einnig ágæt- lega. Verð á bláutum fiski er þar 14 aurar fyrir kg. Beitukostnaður lítill, mest notuð ljósabeita. Koi- lcrabbi he ir verið keyptur lítillega að sunnun. Drukkmm. Á miðvjkudagsnóttina féll mað- ur útbyrðis af vésbátnum „Gull- fossi“ úr Keflavík. Varð honmn ekki náð. Hann hét Bragi Jónsson, ungur niaður, ættaður úr Eyja- firði. Gengi eríendra myuta í dag: Sterlingspund, 100 kr. danskar 100 kr. sænskar 100 kr. novskar Doliar . . 100 Irankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk pýzi:. kr. 22, S5 121,57 12206 118,65 4,56% 18,05 183.21 108,32

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.