Alþýðublaðið - 03.01.1927, Síða 1

Alþýðublaðið - 03.01.1927, Síða 1
Gefiið sít safi Alþýðufilokknum 1927. Þriðjudaginn 3. janúar. 1. tölublað. ÚttmFffiiii fyrlr Alþýðublaðlð verðup eftipleiðis á fostudogum M. 6-8 sidd. í Ælfsýttul&usmu. Frestlð ekkl þvf til morguns, sem þér getið gert í dag. Brunatryggið eigur yðar hjá Sj óvátryggingarfél. íslands hf. Brunadeild. Síml 2S4. Sími 254. firá feéraðslækaii. Börn pau, sem sækja skóla, skulu skiia kennara vottorði frá heimilis- föður um, að barnið hafi haft kikhósta. Börn, sem ekki hafa siík vottorð, mega ekki ganga í skóla. Kennarar eru svo beðnir að senda héraðslækni vottorðin. Húsbruni á gamlárskvöld Mörgum mun hafa brugðið illa á gamlárskvöld, er þeir sáu reykj- armökk mikinn leggja yfir byggð- ína í Skólavörðuholtinu og elds- bjarma slá á loft upp. Streymdi fjöldi fólks upp að Skólavörðu, þangað, sem eldurinn var, og sást þá brátt, að efsta húsið við aust- anverðan Skólavörðustíg, næst neðan við Skólavörðuna, var alt í eldhafi. Húsið var allstórt timburhús, einlyft, með kvistum og háurn kjallara, eign Geirs Thorsteinssons togaraútgerðarstjóra, og bjó hann í því. Tvær fjölskyldur leigðu í kjallaranum, Guðrún Jónsdóttir, ekkja Magnúsar Jónssonar, er lengi var fiskverkunarstjóri í Við- ey, og börn þeirra upp komin, og í öðru lagi Jón Bjarnason sjó- maður Og fjölskylda hans. Húsið var nr. 45. Eldurinn kviknaði uppi út frá jólatré, og'læstist óðlluga um hús- 'ið, svo að þaö" var brátt alelda. Yngsta barn Geirs Thorsteinssans var i herbergi uppi yfir stofu þeirri, er eldurinn kom upp i. -Brann Geir nokkuð í andliti við að bjarga því, en þó ekki meira en svo, að búist er við, að hann verði jaíngóöur ef-tir nokkra daga. Dálítið særðist einnig stúlka aí brunanum, Krfstjaria Blöndal, dóttir Bjarnar fyrr verandi læknis á HvammStanga, en þó er talið vist, að hún muni bráðlega fá fulian bata. Laust fyrir kl. 10 var slökkvi- liðið kallað til hjálpar. Logaði ])á þegar upp úr húsinu. Tals- verður vindur var á af norðaustri. Féll neistaflóðið yfir húsin vest- an við Skólavörðustiginn, og sprungu rúður úr því, sem næst var þeim megin götúnnar, — nr. 46 —, og einnig úr skúr við það, en senr betur fór er það að mestu og næsta hús þar við úr steini, og dró það mjög úr eldhættunni. Hins vegar eru húsin neðan við það, sem brann, —nr. 43 og 41 —, úr.timbri, og voru þau því mjög í hætlu, einkum efra húsið. - Slökkviliðinu tókst þó áö verja það„en járnið skemdist r.okkuð og rúður sprungu, húsmunir voru riornir út í hTisagarð, og sjálfsagt hefir talsvert skemst þar af vatni. Úr húsinu, sem bann, bjargaðist dálítið af munum úr kjallaranum, en ekkert úr efri hluta þess. Hús- munir G. Th. voru vátryggðir. Vatnsæðarnar þar uppi í holt- inu eru grannar, svo að vandræSi eru að, þegar eldsvoða ber að höndum. Tii þess aö ná nógu vatni í slöngurnar, verður að setja þær víða í sambönd við vatnsæðar í öðrum götum. í þetta skifti varð að leiða vatn eftir slöngum alla leið frá Njáls- götu. Þá fyrst var hægt að nota slökkvidælurnar til fulinustu. Þetta er bæjarstjórninni skylt að láta sér að kenningu verða og vinda bráðan bug að því, að víð- ari vatnsséðar verði lagðar um þetta svæði. Húsið féll, áður en klukkustund var liðin frá því, að eldurinn varð laus. Barst þá neistaflóð svo mik- ið með vindinum, að nærri tók að endilöngu yfir nýbyggðina í Skólavörðuholtinu. Komu neist- arnir alla leið niður á Nönnu- götu. Einu sinni kviknaðl í símastaur vestan við Skólavörðustiginn, en slökkviliðiriu tóks't brátt að slökkva í honum. Upjo úr miðnæiti var orðið alveg víst, að því myndi takast að hefta frekari útbreiðslu eldsins. Var þó enn drjúga stund eftir það dælt í rústirnar. Khöfn, FB., 31, dez. Þjóðverjar vilja halda sátta- rnálin við Frakka. Frá Lundúnum er símað, að eiisk blöð biríi fregnir um það, að Mussolini bafi boðið Þjóðverj- um bandalagssamning gegn Frökkum, en Stresemann hafi hafnað tilboði hans .vegna hinna fransk-þýzku sáttamála. Frönsku blöðin láta sefast i sanmingsmáii ítala ogÞjóðverja Frá Paris er símað, að frakk- nesku blöðin séu nú farin aö líta með meiri stiliingu á gerðafdóms- samning þann, sem Italir og Þjóð- verjar hafa gert sín á milli, og viðurkenna þau nú, að gerðar- dómssamningurinn sé Frakklandi í alla staði óskaðlegur. Störvandræði af snjópyngslum á Spáni. Frá Berlín er símað, að fregnir frá Spáni, er þangað hafa borist, segi járnbraularlestir hafa fent víðs vegar um Spán. Hafa flug- vélar veriö' sendar með matvæli og aðrar nauðsynjár þangað, sem aðflutningar hafa tepst vegna snjóþyngslanna. Khöfn, FB., 1. jan. Þráðlaust samtal heimsálfna milli. Frá Lundúnum er simaö, að búist sé við því, aö þráðiaus við- töl á milli Englands annars veg- ar og Ganada, Ástralíu og Suður- Afríku hins vegar verði bráðlega tekin upp. Olíuhringarnir vilja ekki hlíta lögum i Mexikó. Frá Washington er simað, að oliulögin svo nefndu, er samþykt voru í Mexikó fyrir nokkru, gangi í k-iM-i í deg. Eins og kunn- ugt er-» eiga útlendingar margar .olíulindir í Mexikó, en samkvæmt lögum þessum getur Mexíkó- sijórn látið fara fram endur- gjaldslaust. eignarám á o’íulirMum útlendinga þar í landi. Er erfitt að vita, hverjar afleiðingar lögin kunna að hafa, því að telja má víst, að stjórnin í Mexíkó muni láta framfylgja þeim stránglega og nota sér heimild laganna, en hins vegar er mjög ósennilegt, að t. d. Bandaríkin muni láta sér lögin lynda. Khöfh, FB., - 2. ján. Eystrasaltslöndin og Rú%sar. Frá Berlín er símað, að utan- ríkisráðherrar Finnlands og Eist- lands muni koma saman á fund í Reval í dag til þess að ræða um afstöðu þessara ríkja til Rúss- lands, einkum að því, er komi til öryggissamninga, sem í ráði er að . þau geri við Russland. Landskjálftar i Kaliforníu. Frá San Francisco er símað, að miklir landskjálftar hafi orðið í Kaliforníu sunnanverðri og vald- ið svo gífurlegu tjóni að ætlað sé, að það nemi að minsta kosti einni milljón dollara. Á að fara að drepa sameignar- sinna í Lithauen? Frá Berlín er simað, að í Lit- hauen hafi tvö hundruð sameign- arsinnar verið handteknir, og bú- ast menn við, að nú taki við ný líflátsdómaöld. Kaupbreyíins h|á preníurum. Samkomulag milli prentara og prentsmiðjueigendá um launakjör næsta ár var undirskrifað á gamlaársdag. Varð niðurstaðan sú, að kaupgrundvöllurinn,- sem dýrtíðaruppbót er reiknuð á, var. hækkaður úr 1550 kr. upp í 1650 kr„ og á grundvöllinn framvegis að hækka, þar til hann er orðinn 1800 kr„ þegar dýrtíð lækkar um meira en 5<>/o. Kaup prentara lækk- ar því ekki nema um 7,2<>/o, en hefði lækkað um 12,6°/o, ef grund- völlurinn hefði ekki verið hækk- aður. — Það er hinum öflugu atvinnufélagssamtökum p.entara að þakka, að þeim hefir tekist þetta vel að sporna við kaup- lækkun. Búist ér við, að prentun lækki um 5<>/o frá áramótum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.